Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 11

Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 11
 Umsækjendur þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði. • Vera á aldrinum 20-30 ára,hafa góða líkamsburði, vera andlega og líkamlega heilbrigðir, reglusamir og háttvísir, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. • Hafa að lokinni reynsluráðningu aukin ökuréttindi til að stjórna: a) vörubifreið og b) leigubifreið. • Hafa iðnmenntun sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. • Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og þrekpróf slökkviliðsins. • Sakavottorð þarf að fylgja umsókn. Kynningarfundur um störf Brunavarna Suðurnesja verður haldinn 19. Nóvember 2013 á slökkvistöð Hringbraut 125 Reykjanesbæ, Kl: 20:00 Á fundinum verður starfssemi BS kynnt og hvert hlutverk varaliðs er, skyldur,störf, menntun og annað sem þarf til að fá ráðningu. Konur eru hvattar til að sækja um. Umsóknareyðublöð munu liggja frammi á fundinum . Umsóknarfrestur er til 26. Nóvember 2013. Þeir sem hafa áhuga á að mæta á kynningarfund eru vinsamlega beðnir að staðfesta mætingu í síma 421-4748 eða eftirlit@bs.is Jón Guðlaugsson Slökkviliðsstjóri. Viltu starfa í slökkviliði? Brunavarnir Suðurnesja auglýsa stöður í varaliði slökkviliðsins lausar til umsóknar

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.