Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 6

Reykjanes - 14.11.2013, Blaðsíða 6
6 14. nóvember 2013 Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingar Eignir seldar til að borga uppsafnaðar skuldir þeirra sjálfra Fyrir stuttu var fjármálaráðstefna sveitarfélaga haldin. Á ráð-stefnunni var farið yfir stöðu sveitarfélaga miðað við niðurstöðu ársreikninga ársins 2012. Í framhaldi af ráðstefnunni kom fram í fjölmiðlum að formaður Sambands íslenskar Sveitarfélga Halldór Halldórsson lýsti yfir mikilli ánægju með viðsnúning í rekstri til hin betra hjá Reykjanesbæ. - Reykjanes leitaði eftir viðbrögðum oddvita framboðslistanna. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir Reykjanesbæ að fá svona hrós frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Ert þú ekki sammála? Kemur ekki á óvart að Halldór Hall- dórsson klappi hátt fyrir sjálfstæðis- mönnum í Reykjanebæ þegar á sama tíma tilkynnir hann jú framboð sitt til oddvita í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga um daginn kynntu þrjú sveitarfélög vinnu sína við að borga niður skuldir í erfiðu umhverfi og þær hagræðingar- aðgerðir sem lagt var í. Sveitarfélögin voru Seyðisfjörður, Grundarfjörður og Reykjanesbær. Mikill munur var á vinnuaðferðum í þessu sambandi en hjá Seyðisfirði og Grundarfirði var m. a. gerðar breytingar á starfsmanna- haldi og launauppbyggingu, yfirvinna minnkuð og hagræðingar gætt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Starfsemi sveitarfélagsins endurskoðuð og varúð höfð að leiðarljósi í rekstri. Ótrúlegum viðsnúningur var hjá báðum sveitarfélögunum . Allt öðrum aðferðum var beitt hjá Reykjanesbæ eins og greinilega kom fram á fjármálaráðstefnunni. Hjá Reykjanesbæ var aðhald í rekstri viðhaft af miklum dugnaði og laun lækkuð tímabundið og viðhald fasteigna, gatna ofl í lágmarki. Annað var ekki sambærilegt því að það sem Reykjanesbær gerði öfugt við hin sveitarfélögin og Halldór ekki nefndi, var að niðurgreiðsla skulda var fyrst og fremst fólgin í því að selja eignir. Þannig hafa eignir (land, fyrirtæki, hlutabréf og skuldabréf) verið seldar fyrir marga milljarða til að borga upps- fnaðar skuldir þeirra sjálfra. það er ekki því miður ekki hægt að hrósa fyrir það. Það er auðveld aðgerð miðað við það sem hin sveitarfélögin þurftu að gera og ekki sambærilegt. Í fyrra sagði Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðismanna og fjár- málaráðherra, í viðtali við MBL, að stjórnvöld (sveitarfélög og ríki) ættu aldrei að selja eignir til að borga skuldir heldur beita hagræðingaraðgerðum. Að þessu sinni er ég sammála honum og ósammála Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands Íslenskra Sveitar- félaga, sem er núna að safna vinum í kosningabaráttu. Öll nú­ verandi hjúkrunar­ heimili áfram Haraldur L. haraldsson, hagfræðingur, gerði ný-lega úttekt á stöðu hjúkr- unarmála á Suðurnesjum. Eins og kunnugt er hefur vilji verið til þess hjá ráðamönnum í Reykjanesbæ að láta loka Garðvangi í Garði. Það er því athyglisvert að sjá niðurstöðu Haraldar. Það er mat skýrsluhöfundar að full þörf sé á áframhaldandi rekstri allra núverandi hjúkrunarheim- ila á Suðurnesjum þrátt fyrir að nýtt hjúkrunarheimili með 60 rýmum verði opnað á næsta ári í Reykjanesbæ Þrenn verðlaun á Íslands- mótinu í taekwondo Keppendur taekvondodeildar UMFG náði góðum árangri á Íslandsmótinu í tækni sem haldið var um helgina í Laugardalnum. Uppskeran voru tvö brons og eitt silfur: Björn Lúkas Haraldsson - Brons í svartbeltisflokki Ylfa Rán Erlendsdóttir - Brons í rauðbeltisflokki Gísli Þráinn Þorsteinsson - Silfur í rauðbeltisflokki Ylfa og Gísli urðu í 4. sæti í sterkum rauðbeltisflokki í paraformi. Björn, Ylfa og Gísli urðu í 4. sæti í mjög sterkum svartbeltisflokki í hópaformi. Jón Aron Eiðsson, Jakob Máni Jóns- son og Sigurður Ágúst Eiðsson stóðu sig líka vel en náðu ekki að vinna til verðlauna að þessu sinni. Dansinn dunar Það er boðið uppá mikið og fjöl-breytt starf fyrir eldri borgara á Nesvöllum. Alltaf eitthvað að gerast alla daga. Síðasta föstudag kom DAS bandið í heimsókn, en það er 15 manna hljómsveit. Menn og konur kunnu svo sannarlega að meta tón- listina og dansinn dunaði. verðlaunahafarnir björn Lúkas, Ylfa rán og Gísli Þráinn. (Heimasíða Grindavíkur)

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.