Alþýðublaðið - 19.11.1919, Síða 2

Alþýðublaðið - 19.11.1919, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ og eldgos. Þeim ætti að útrýma sem skjótast, ekki með því að drepa þær beinlínis, heldur með því að kenna heilbrigðari og al- þýðlegri hugsunarhátt, jafnt í æðri sem lægri skólum vorurn. Kenna œskunni að meta meira dreng- skap og sjálfsafneitun, en peninga. Enginn maður með meðaldóm- greind, sem er velviljaður sjálfum sér og þjóð sinni, getur verið því mótfallinn, að landinu græðist fé. Og eins og sakir standa, virðist enginn vegur til þess færari en sá, að landið þegar á næstu ár- um hefji togaraútgerð með ekki minni forsjálni, en einstaklingur væri. Sé það gert, er engin sann- girni að búast við lakari árangri, en þegar hefir orðið hjá togara- útvegsmönnum. Togaraútgerð landsins ætti ekki að geta orðið flokksmál, þótt ríkis- framleiðsla sé á stefnuskrá jafn- aðarmanna, því að sá flokkur væri meira en illgjarn og óþarfari en svo, að hann gæti átt nokkurn rétt á sér, sem ekki vildi láta land sitt afla sér fjár á jafn- sjálfsagðan hátt og þann, að það noti sér „gullkistuna" miklu, sem iykur um það á alla vegu. Og ekki ætti landsútgerð að skaða þá útgerðarmenn, sem fyrir eru í landinu eða síðar munu koma, nema þá því aðeins, að útgerð þeirra væri svo slælega rekin, að hún þyldi ekki samkepni við hana. Ef svo væri, ætti hún engan rétt á sér sem nothæf atvinnugrein. 29. sept. 1919. I. J. Gristihús ætlar hr. Magnús Sveinsson (bróðir Ól. Sveinssonar vélfr.) að byggja við Ingólfsstræti. Það á að verða þrílyft 20X25 álnir, og með 20 gistiherbergjum ásamt matsölu- og kaffihúsi. Hann sækir um aðstoð bæjar- ins til þess, að koma húsinu upp og er sennilegt, að bæjarstjórn viiji liðsinna honum. Húsið er áætlað um 100 þús. krónur. Sipr jSoisivíka. Khöfn 17. nóv. Frá Reval er símað, að her Judenitsch, [er hann hefir verið með á undanhaldi fyrir Bolsivík- um, undanfarið], sé nú allur að leysast í sundur. Kosningamar í Frakklandl. Enn þá er ekki frétt um kosn- ingaúrslitin í Prakklandi og varla hægt að ráða í hvernig þær hafa farið, en víst er, að þar hefir verið barist heitt og auðvaldið ekki sparað vín né peninga fremur en hér, þó það hafi ekki haft neitt Templarahús fyrir drykkjukrá. Kosningalögin frönsku eru ný og hafa því komið glundroða á gömlu fiokkaskipunina. Áður var landinu skift í fylki (Arrondisse- ments), en nú á eftir því, sem Politiken segir, að kjósa eítir list- um. Nú ber mest á skiftingunni milli socialistanna annarsvegar og borgaralegu (auðvalds) flokkanna hinsvegar. Pyrir seinni flokknum ræður tígrisdýrið gamla, Clemanc- eau og ofstækislýður hans, en þessi flokkur er þó ekki einhugá, því hann samanstendur af 3 eða 4 flokkum, sem eru mjög skiftir að skoðunum. Þar ægir saman iýðvaldssinnum (republikanar), þjóðræðismönnum (demokratar) og rammkaþólskum klerkavaldssinn- um. Socialistarnir hafa engan viss- an foringja, því auðvaldið lét myrða Jean Jaures foringja flokks- ins 1914, en nú mun Jean Longuet, dóttursonur Karl Marx þar atkvæða- mestur, og eru skoðanir hans all- líkar skoðunum afa hans, alheims- bglting öreiganna. Skoðanir hans eru ofan á í flokknum og þeim eykst auk þess mjög fylgi. Minni- hluti fiokksins, hinir hægfara so- cialistar eru mjög óákveðnir, hvað gera skuli, hvort þeim beri að halda sambandinu við hina, eða mynda sérstakan flokk, en þó munu þeir eftir öllu að dæma, varla þess megnugir, að minsta kosti ekki við kosningar. H. f\ hafnarverk|alliim í Xanpn.h5fn. Frá því var sagt síðast, er verk- fallinu var lokið, með þeim skil- málum, að samningar höfðust þegar, og kauphækkunin gengi í . gildi frá þeim degi, hve lengi sem á samningum stæði. Á þessum samningum mátti þó ekki standa lengur en 5 dagar. en vinnuveitendur mótmæltu þeg- ar, sögðu tímann of stuttan. Það hefir og reynst, að þessr tími var of stuttur, því samning- um er fyrst lokið fyrir fáum dög- um og hefir þó staðið yfir fullaris mánuð. Úrslitin urðu fullur sigur fyrir verkamenn. Pengu þeir öllum kröf- um sínum fulinægt, 2 kr. um timann og 50°/o hækkun á „ak- kord“. Úrslitum þessum hafa vinnu- veitendur tekið illa. Þykir þeim sinna hagsmuna hafa verið illa gætt, og hafa þeir sent stjórninni (ríkisstjórninni) mótmæiaskjal í tilefni þess, en lítið hefir vegur þeirra vaxið við það. Láta þeir þess getið í því mót- mælaskjali, að stjórnin hafi sýnfc óþarfa framhleypni með því, að gripa á þennan hátt inn í verk- fallið, enda þótt vinnuveitendur krefðust þess af henni. Þeir þykj— ast sjá, aö vinnuveitendur hefðu; að öðrum kosti unnið verkfallið,, en fáir munu trúa því aðrir. Verkamenn hafa að sínu leyti þakkað stjórn félags síns fyrir vel unnið verk, og er ekki annað að sjá, en að fyrst um sinn sé frið- urinn í höfninni tryggur, og er~ sízt vanþörf á því. Khöfn 29. okt. 1919. Porfinnur Kristjánsson. ,,Grvásteiim“ Greinarnar komu því miður alt of seint til þess að komast í blaðið fyrir kosningar. Oftast ómögulegt að koma greinum nema þær séu komnar fyrir hádegi, daginn áðui en þær eiga að koma. Á

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.