Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 6

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 6
2 það að menntamálaráðherra hafi ekki beinlínis þeirri trú, að ég gæti gert eftirfarandi orð að veitt þeim umboð til slíks. mínum: Höfundurinn virðist ekki vita af því flóði tímarita í læknavísindum, sem skolar hér á land á degi hverjum. Hann getur kynnt sér þá gagnaþjónustu sem í boði er, með því að bregða sér á einhvem þriggja stóm spítalanna í Reykjavík. Hann getur líka fengið að kynnast þeim nánu tengslum, sem em milli bókasafna spítalanna innbyrðis, við önnur tímaritasöfn í landinu og við læknisfræðilega gagnabanka í útlöndum. Að beinn aðgangur um tölvur og gagnaöflun er orðinn leikur einn, því að bókasafnsfræðingamir sjá ljúflega um að hafa upp á því, sem þörf er á hverju sinni. Hann gæti kannað aldur þeirra heimilda, sem fylgja vísindagreinum íslenzkra lækna og hann getur líka fengið að vita um öll þau ósköp sem íslenzkir læknar birta á íslenzku og svo í erlendum tímaritum. Þetta er allt rækilega tíundað í tölvunni hjá yfirbókasafnsfræðingnum á Landspítalanum. Vel má vera, að réttar séu fullyrðingamar um það, að við læknamir séum upp til hópa menntunarsnauðir (1) og að við hugsum smátt og sjaldan (2), en það er þá ekki við kennarana í læknadeild að sakast. En meðal annarra orða: Kannski er það bara af hinu góða, að ekkert miðstýrt læknisfræðibókasafn er til í landinu og að öll áherzla hefir verið lögð á kaup og vörzlu tímarita í stofnunum. Því eins og læknirinn fullyrti, standa lærdómar sízt á stöðugu (4). »Það hefir orðið hlutskipti mitt að klastra saman nokkrum nýyrðum um læknisfræðileg hugtök, ekki fyrir það, að ég hafi haft óviðráðanlega köllun til þess, og enn síður fyrir það, að ég hafi fundið mig öðrum fremri til þess. Ekki veit ég heldur upp á mig, að mér hafi gengið framhleypni, yfirgangur eða fordild til. Hitt er það, að ég hef neyðzt til að bera þetta við vegna starfs míns, sem m.a. er fólgið í því að hagræða til útgáfu ýmsu lesmáli, þar sem víð læknisfræðileg hugtök er fengizt, er mörg hver hafa ekki átt sér neinn viðunandi búnað til birtingar í íslenzku máli« (5). Nú verð líka ég að játa, að ég væri ekki að stauta við að klambra saman þessum heitum í samvinnu við góða menn, og það helzt ekki nema einu heiti fyrir hvert hugtak, eða að reyna að koma saman sæmilega nothæfum skilgreiningum, nema ég hefði af því nokkra ánægju. Þó er það sem meira er, að ekki hefi ég fundið betra tómstundagaman til þess að halda mér við í fræðunum. Endanlega verð ég að játa, að ég hélt í minni sælu trú, að þessi iðja væri alveg hættulaus og gæti í sumum tilvikum jafnvel verið dálítið gagnleg. En því virðist nú aldeilis ekki vera þannig varið, ef trúa má höfundi fyrmefnds kvers. Þá hlýt ég lengi að hafa stundað þá stórhættulegu iðju, að íslenzka fræðiorð í þágu meira eða minna málbrjálaðra sérfræðinga. Því hlýt ég líka að vera með veikina! AÐ VERA MEÐ SKILGREININGAVEIKINA í fyrrgreindu riti, [en efnið mun upphaflega hafa verið flutt sem erindi í Háskóla íslands], er það útlistað hversu hættuleg er hópiðja íðorðasmiða. Verstur er Einar B Pálsson fyrrum prófessor í verkfræði, því »[h]ann vill setja á stofn fullt af íðorðanefndum í hverri deild Háskólans og segja þeim fyrir verkum með ýmsum hætti.« Alverst er þó að sögn höfundar, að prófessorinn dreymir um að hafa eitt íðorð fyrir hvert hugtak og svo er hann haldinn þeirri áráttu að vilja skilgreina hugtökin (2). Hann er semsagt með veikina! Eg hefi verið að fást svolítið við nýyrðasmíð síðasta aldarfjórðunginn og hefi lifað sæll í HVAR Á AÐ FLOKKA SKILGREININGAVEIKINA? Hvemig lýsir svo kvillinn sér? Þeir, sem sagðir eru skilgreiningaveikir, em sífellt að skilgreina og það sem verra er, að þeir safna um sig öðm fólki og fá það líka til þess að skilgreina. Veikin er þannig bráðsmitandi. Þetta virðist vera einhverskonar hóptruflun - folie á deux, folie á trois - folie collectif? Það liggur nú beint við að kanna, hvort hægt er að smeygja skilgreiningaveikinni inn í hefðbundna flokkun sjúkdóma. Miðað við ofanritað væri ekki óvitlaust, að reyna að skipa henni meðal þeirra kvilla, sem sameiginlega heita geðröskun (6,7). Þar

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.