Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Page 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Page 8
4 a. Hægt er að búa til sífellt næmari skynjara, svo sem öflugri magnara og skarpari sjár, í því skyni að gera okkur kleift að víkka skyn okkar. Búnaður til víkkunar sjónar eru til dæmis smásjáin og röntgentækið (9). b. Verið getur, að ekki sé hægt að skynja beint þá einingu, sem við erum að fást við, ekki einu sinni með skynvíkkandi tæki. í því felst hins vegar alls ekki, að af þeirri ástæðu sé ekki hægt að færa sönnur á hana. Það sem við þurfum að fá í hendumar er búnaður, sem við getum notað til þess að nema boð frá einingunni og em rafsjáin og hjartarafritinn tæki af þessu tagi (9). Annað dæmi er, að hægt er að færa sönnur á tilvist [enn] óskynjanlegra einda, til dæmis með því að nota þokuhylki eða hraðla. Gera verður ráð fyrir nokkurri óvissu um þau hugtök, sem notuð em. Nýtt hugtak er ekki einfaldlega kynnt og því síðan gefinn fastur rökfræðilegur og þekkingarfræðilegur sess um aldur og ævi. Það er meðal annars háð þekkingu okkar og tæknibúnaði, hvemig hugtökunum reiðir af. Nýtt íðorð má nota til þess að vísa til einingar, sem hugsanlega fær að vera í framboði til setu í raunheimi, það er, að við gætum tekið það alvarlega, að hún sé hugsanlega til. Síðan getur það gerzt, að breytt viðhorf í vísindakenningum svipti eininguna þessari stöðu. Hún reynist vera ímyndunin ein. Dæmi um það er, að menn héldu lengi vel, að til væri efni, aether - ljósvaki, sem fyllti rúmið milli hnatta og efnisagna. Þessari hugmynd var kollvarpað árið 1887 með tilraun þeirra Michelsons og Morleys (10). Málið getur líka farið út í hitt borðið. Hægt er að nota framfarir í erfðavísindum til þess að skoða þetta nánar. GENIÐ OG KJARNSÝRAN Út frá erfðalögmáli Gregors Mendels (1822 - 1884), gerðu menn ráð fyrir því, að til væri erfðaþáttur, sem ætti rétt til framboðs til setu í raunheimi. Til litninganna, sem eru staflaga formgerðir innan kjamans, hafa menn þekkt í meira en öld. Aðaluppistaða litninga er deoxýríbókjamsýran (DKS) og er hún erfðaefni flestra lífvera. I litningunum eru erfðaeiningamar, genin, geirar í DKS- lengjunum og em mörg þúsund gen í hverjum litningi. Geninu var gefið nafn 1909. Það var síðan árið 1953 að Watson og Crick gátu sér þess til, að DKS lægi á tvöföldu skrúfuferli (11), það er að segja, að hún væri gerð úr tveimur lengjum, sem vinda sig hvor um aðra. Enn tuttugu ámm síðar tókst Herbert Boyer og Stanley Cohen í Kalifomíu að flytja sameind úr DKS milli ólíkra fmmna. Þeir urðu þannig upphafsmenn þess, sem nú er nefnt erfðatækni, en hún nýtist við að raðtengja genefni frá lifandi verum (12) og með henni má til dæmis breyta genamynstri mannsins. Það, að genið og síðan kjamsýran náði kjöri, má þakka þróun frumufræðinnar og þeirri nýju tækni, sem hún hefir fært læknisfræðinni. Þessar sögur segja okkur það, að þegar búið er að samþykkja framboð til raunheims, er næsta skrefið að finna ráð til þess að bera nánari kennsl á frambjóðandann eða á hinn bóginn að sýna fram á það, að hann sé hreinlega ekki til, samanber ljósvaka listaskáldsins góða. Þessum dæmum má nú snúa við, því að ný tækni getur valdið því, að skilgreina þarf nýjar einingar. NÝ TÆKNI KALLAR Á NÝ HUGTÖK Nýlegar framfarir í lífvísindum og læknisfræði, sérstaklega í fósturfræði manna og dýra, hafa opnað athyglisverða nýja möguleika í vísindum, greiningu og meðferð, og með glasafrjóvgunartækni hefir maðurinn aflað sér leiðar til íhlutunar og stjómar mannlegs lífs (13). Ráðgjafarþing Evrópuráðsins hefir fjallað rækilega um þann siðfræðivanda, sem þessu fylgir: í einni samþykkt þess segir, að réttur til þess að erfa genamynstur, sem ekki hefir verið breytt með tilgerðum ráðum felist í rétti til lífs og rétti til mannlegrar reisnar, sem njóta vemdar annarrar og þriðju greinar Evrópusáttmálans um mannréttindi (14). í annarri samþykkt þess kemur fram, að frá frjóvgun eggfrumunnar þróist mannlegt líf í samfelldu föstu mynstri, að ekki sé hægt að draga skýr mörk á fyrstu stigum þess (fósturvísisskeið) og að þar af leiðandi sé

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.