Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 9
5 nauðsynlegt að skilgreina líffræðilega stöðu fósturvísisins (13). Ráðgjafarþingið álítur enn fremur, »að þó svo að mannsfóstrið birtist á samfelldum þróunarstigum, er bera sitt hvert nafnið (okfruma, þyrpill, kímill, forfósturvísir (forhreiðrunarfósturvísir), fósturvísir og fóstur, sýni það einnig stigvaxandi sérhæfingu sem lífvera og haldi eigi að síður líffræðilegum og erfðafræðilegum einleika«. FÓSTURVÍSIR - FÓSTUR OG HIÐ MANNLEGA Þetta ferli má tímasetja: Við frjóvgunina - getnaðinn - renna saman eggfruma og sæðisfruma og úr verður okfruma. Hálfum öðrum sólarhring eftir að frjóvgun hefst, hefir okfruman skipt sér einhvers staðar á leiðinni frá eggjastokki til leghols, og um tólf tímum seinna eru frumumar orðnar fjórar. A fjórða degi eru frumumar orðnar átta til sextán í þéttum hópi, þyrpill. Þær skipa sér þannig, að í miðju er innri fumumassinn, sem verður upphaf fósturvísisins og utar liggur ytri frumumassinn, sem myndar næriþekjuna, sem verður upphaf fylgju og fylgjulíffæra. A fjórða og fimmta deginum myndast kímill, sem verður holur innan, þegar vökvi safnast í. A sjötta og sjöunda degi þungans hefst hreiðrunin í legslímunni og kemur það ferli ekki frekar við sögu. Næsta skrefið í þróun einstaklingsins er þegar innri fmmumassinn tekur að skipa sér í tvflaga, flata og hringlaga skífu - fósturvísisþynnuna. Um það bil á fjórtánda degi hefir þriðja lagið (miðlagið) myndast vegna innhverfingar útlagsins milli þess og innlagsins. Þar kemur á fimmtánda til átjánda degi fram gmnn miðjurenna, frumlínan (16). Myndun hennar hafa vísindamenn notað til þess að skilja á milli sameindamassa, sem þeir hafa gefið heitið forfósturvísir og hugsanlegrar mannvem, fósturvísisins (17). Á fósturvísisskeiðinu myndast líffærin hvert af öðm og er því lokið í lok áttundu viku eða um 56 dögum eftir frjóvgun og um það bil sem hægt er að greina rafbylgjur í heila lífverunnar, tekur fósturskeiðið við. Fósturvísirinn og fóstrið hafa fengið alveg sérstaka stöðu, því að talið er nauðsynlegt, að komið sé fram við mannlega fósturvísa og fóstur af þeirri virðingu, sem hæfir mannlegri reisn (15). Hér verður að staldra við og spyrja, hvað geti falizt í hugtakinu »mannlegur«. Svarið verður, að það hugtak má skilgreina á marga vegu: Hægt er að gefa sér, að lífvera sé mannleg í erfðafræðilegum skilningi, þar sem hún er í hópi lífvera af tegundinni Homo sapiens og hins vegar að hún sé mannleg, vegna þess hún á fulla aðild að siðrænu samfélagi (18). Ef við leggjum áherzlu á siðferðilega horfið, þurfum við að útskýra hver réttindi við teljum að fóstrið eða fósturvísirinn hafi [eða hafi ekki]. Það er vegna þess, að hugtakið siðræn staða er venjulega útlistuð með réttindum þess er í hlut á. Annað horf veit að því, hvenær við teljum að lífveran hafi öðlast mannlegt líf. Ef við tökum íhaldsama afstöðu, getum við fullyrt, að það gerist við getnað, en aðrir miða við hreiðrun fangs, fjörgun, lífvæni fósturs eða fæðingu. Þeir sem frjálslyndari teljast, halda því fram að fóstur sé alls ekki mannlegt. Þeir neita því að sjálfsögðu ekki að fóstrið sé líffræðilega mannlegt fóstur. Staðhæfingin felur fremur í sér, að fóstrið sé ekki mannlegt í siðferðilegum skilningi, því að það hafi engin mikilvæg réttindi. Þetta tengist aftur spumingunni um það, hvað það er að vera persóna og því að hafa öðlast sál. AÐ EYÐA FÓSTRI - Umræðan um það, hvort leyfilegt eða réttmætt er að eyða fangi, hvort sem það nú er fósturvísir eða fóstur, verður því ekki vitræn, nema skilgreint sé hvað felst í hugtökunum, sem verið er að fjalla um og hvenær og hvers vegna við teljum sjálf, að lífvera sé mannleg eða ekki. Siðferðilegi vandinn er leystur af læknum fyrir lækna á eftirfarandi hátt: í yfirlýsingu Alþjóðafélags lækna, sem kennd er við Osló, um fóstureyðingu af heilsufarsástæðum segir, að fyrsta meginreglan sem skyldi lækninn, sé virðing fyrir mannlegu lífi frá upphafi þess. Hins vegar leiði aðstæður, þar sem brýnir hagsmunir móður rekist á brýna hagsmuni hins ófædda bams hennar, til valkreppu og veki þá spum, hvort af ásettu ráði skuli bundinn endi á meðgöngu eða ekki. Mismunandi viðbrögð við þessum aðstæðum leiði af mismunandi viðhorfum til lífs hins ófædda bams. Það sé háð sannfæringu og samvizku einstaklinga og beri að virða það. Það sé ekki hlutverk

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.