Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.02.1992, Blaðsíða 12
8 Þá datt henni í hug að þetta gæti verið sjúkdómur og leitaði því læknis: - Ég er hrædd um að ég sé komin með spúnk, sagði hún. Fyrst fæ ég kláða um allan kroppinn. Og augun falla alveg saman, þegar ég sef. Stundum fæ ég hiksta. Og á sunnudaginn leið mér eiginlega ekki vel, eftir að ég var búin að borða fullan disk af skósvertu og mjólk. Ég hefi ágæta matarlyst, en maturinn fer svo oft öfugt ofan-í-mig og þá hefi ég ekkert gagn af honum. Það hlýtur að vera spúnkurinn sem sækir á mig. En segðu mér annars - er þetta smitandi? - Ég held að þér líði betur en flestum öðrum. Ég er viss um það, að þú ert ekki með spúnk. - En það er þó alla vega til sjúkdómur, sem heitir það, sagði Lína langsokkur. - Nei, sagði læknirinn, hann er ekki til. En jafnvel þó svo að hann væri til, þá held ég að hann myndi ekki bíta á þig. VIÐ HVAÐ ER ÁTT, ÞEGAR TALAÐ ER UM SJÚKDÓM? Læknisfræðin er reyndarhyggjugrein og sjúkdómur er meginhugtak hennar. Hann er læknisfræðinni, það sem massinn er eðlisfræðinni, sameindin efnafræðinni og fruman líffræðinni. Allt fram á sautjándu öld merkti sjúkdómur einfaldlega vanlíðan og ekki var til nein ákveðin sjúkdómsmynd í hugum manna. Það var ekki fyrri en 1676, að Thomas Sydenham dró fyrstu markalínumar. Hann setti fram verufræðilega sjúkdómskenningu (27) og sagði, að til væru afmarkaðir sjúkdómar og að þeir birtust í sjúklingunum sem dæmigerð framvinda einkenna og teikna. Þessi skilgreining varð grunnur klínískrar nútímalæknisfræði, með því að hún gerði mönnum kleift, að greina með vissu sértæka sjúkdóma út frá skráningu á gangi þeirra. Énn fastari skorður voru settar 1858 af Rudolf Virchow, þegar hann fullyrti að öll sjúkdómsferli væri að finna í frumunni. Fram að því höfðu læknar staðsett þessi ferli í æðri líkamskerfum: Hippókrates gaf í skyn að þau yrðu í líkamanum öllum, Giovanni Battista Morgagni [1682 - 1771] að þau væru í líffærum og Marie Frangois Xavier Bichat [1771 - 1802] taldi ferlin vera í vefjunum. Það var þetta innsæi Virchows, að orsaka sjúkdóma væri að leita í frumunni, sem leiddi til enn nákvæmari sjúkdómslýsinga en áður höfðu verið mögulegar og það er okkur leiðarljós enn í dag (28). Sjúkdómaflokkunin er mannanna verk og sem læknum ber okkur að skilgreina eins nákvæmlega og hægt er, hvað við eigum við með þeim sjúkdómanöfnum, sem við höfum sjálf fundið upp. I latneska heitinu »definitio« felst það, að hugtakinu eru dregin mörk og í latnesku sögninni »definio« felst að afmarka og túlka hugmyndir eða orð í ljósi hvers annars. Skilgreiningamar verður að festa í orð, til þess að hægt sé að gera ráð fyrir að merking þeirra sé kunn (29). Til þess að geta skilgreint sjúkdómsheild, þurfum við því að setja skilmerki, sem ávallt eru upp fyllt af þeim, sem sagðir eru hafa sjúkdóminn og aldrei er fullnægt af þeim, sem ekki eru sagðir hafa hann (30). Þetta má einfaldlega orða þannig, að án nákvæmra skilgreininga væri engin læknisfræði til í nútímaskilningi. HVERS VEGNA SKIPULEGT ÍÐORÐASTARF? ... »situr fjarri heimsins glo.umi og ys tímanna streitt við að hnoða orðadeig sitt í esperantiskar flatkökur handa starfandi og stríðandi landsins börnum framtíðarinnar. Auðvitað dettur mér ekki í hug að synja fyrir, að slíkt bakarastarf mœtti bera nokkurn árangur, er góðra gjalda vœri verður í brauðskorti, og vceri ekki um aðfást, ef þessi framtaksama nefnd héldi sinni framleiðslu algerlega út af fyrir sig og viki sér undan að gramsa jafnframt í náttúrulegum nýbakstri og öðru lífsins brauði tungunnar, ... (31)« GAGNRÝNI Á ORÐANEFNDIR EINTRJÁNINGA »1 fðorðanefndum situr fjöldi fólks, þar á meðal drjúgur slatti af eintrjáningum því að íðorðastörf eru yndi eintrjáninga, og þrasar og þvargar um orð og skilgreiningar. Svo þegar niðurstaða er fengin eftir langa mæðu er hún niðurstaða opinberrar nefndar. Þá er henni auðvitað framfylgt og séð til þess að hver maður noti rétt orð og réttar skilgreiningar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.