Innsýn - 01.03.1978, Page 6

Innsýn - 01.03.1978, Page 6
Lesendaþáttur í umsjá Einars V. Arasonar SUMIR, SEM MAÐUR TALAR VIÐ UM SPÁDÓMA, STAÐHÆFA AÐ DANÍELSBÓK SÉ SKRIFUÐ Á ANNARRI ÖLD FYRIR KRIST: HVAÐ ER TIL í ÞESSU OG HVENÆR VAR BÓKIN SKRIFUÐ? svar Þetta er spurn- ing sem fjöldi bóka hefur verið skrifaður um. í stuttu máli er þetta að segja: Sé Dan- íelsbók trúverðug, þá var hún rituð af Daníel spá- manni á 5. öld f.Kr. Hefur hún að geyma marga spádóma um framtíðina. Þetta var viðxirkennt af fræðimönnum þar til nýlega. Grundvöll- urinn fyrir afneitun Dan- íelsbókar sem sannrar, er sá að gengið er út frá því í byrjun, að spádómar, sem segi til um framtíðina, séu ekki til, Guð hreinlega starfi ekki þannig. Þar sem þessi afstaða er tekin, þá þarf að gera eitthvað við Daníelsbókina. Þessir fræði- menn viðurkenna að bókin tali um málefni og atburði á öldunum fyrir Krist (varð- andi Babýlon, Medó-Persíu o.þ.h.). NÚ, þar sem spá- dómar eru ómögulegir, þá hlýtur bókin að hafa verið rituð aftir allt þetta. Þannig kreista þeir fram kenningar um að einhver hafi skáldað þetta verk til þess að uppörva Gyðinga á tímum Makkabeauppreisnarinnar á annarri öld fyrir Krist. Notuð voru ýmis rök þessu til stuðnings, t.d. varðandi sögulegar staðhæfingar, sem koma fram hjá Daníel, en sem sagnfræðingar fornald- arinnar, sem voru uppi rétt eftir þetta umtalaða tímabil (þ.e. 5. öldina), höfðu allt annað að segja. Svo fræði- mennirnir sögðu: "Sjáið, hefði Daníel þessi verið uppi á 5. öld fÍKr., þá hefði hann vitað þessa hluti og verið sammála sagn- fræðingunum." En viti menn, ýmsir fornleifafundir hafa svo algerlega þaggað niður í þessum mönnum, því það hefur sannast að Daníel

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.