Innsýn - 01.03.1978, Page 11

Innsýn - 01.03.1978, Page 11
11 TAMES HUZZEY œskulýó sleiötogi James Huzzey, æskulýðs- leiðtogi samtaka Sjöunda dags aðventista í Suður- Englandi kom hingað til landsins í þessum mánuði vegna bænavikunnar að Hlíðardalsskóla. Einnig mun hann hafa æskulýðsnám- skeið. Við náðum tali af Huzzey rétt eftir að hann steig út úr Flugleiðabílnum. Hann var ánægður að vera kominn aftur til íslands, en hann var hér fyrir þrem árum aðalræðumaður ungmennamóts- ins. Hann eignaðist þá inarga góða vini hér. Huzzey er fæddur í Watford, Englandi, en þar hafa höfuðstöðvar aðventista í Englandi verið í tugi ára. Hann ólst þó ekki upp í Watford heldur Luton, um 50 km fyrir utan London. Þar'munu Vauxhall bílarnir vera framleiddir. Við spurðum hann hvort hann æki þá ekki í Vauxhall. Kvað hann nei við því, hann æki í ítölskum Lancía. Faðir hans er úrsmiður og þá iðn lærði Huzzey einnig. Eftir það hefur hann nám við New- bold College og að því loknu fer hann til Wales sem prestur safnaðarins. Þar var hann í 6 ár á meðal kola- námumanna. Þá liggur leiðin til Norður-Englands sem æskulýðsleiðtogi og síðan til Suður-Englands sem leik- mannaritari og nú æskulýðs- leiðtogi. 1 Suður-Englandi eru um 7 þúsund aðventistar þar af 3000 ungmenni. Huzzey og kona hans, sem einnig er frá Watford, eiga þrjár dætur, Cheryl 15 ára, Susan 14 ára og Elizabeth 12 ára. Að lokum sagðist James Huzzey alltaf hrífast af lífsgleði og lífsorku íslensku æskunnar. Eftir að hann var hér á ungmenna- móti fyrir þrem árum hafa íslensku ungmennin eignast sérstakt rúm í hjarta hans. Þegar hann heimsækir New- bold reynir hann ætíð að hitta íslendingana þar.Hann hvetur aðventæskuna á Islandi til þess að helga lif sitt og hæfileika Guði og þjóna hnnnm

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.