Innsýn - 01.02.1979, Side 8
BATNANDI MANNI BEST AD LIFA
TÍmamót eru alltaf sér-
stök. Þau knýja fram ákveðn-
ar tilfinningar, minnisverða
atburði eða persónur, rifja
upp vini, fjölskyldugleði,
eða sorg. Þau minna óneitan-
lega á hversu maðurinn í
sjálfu sér er lítilmótlegur.
TÍmamót eru einnig tilefni
loforða. Þegar áramóta-
hátíðahöldin og skemmtana-
ljóminn er að hverfa, stend-
ur maður eftir sem hlutlaus
þátttakandi, argur vegna
hversdagsleikans sem blasir
við og spyr:Hvernig má ný-
byrjað ár vera framför í
lífi mínu; hvernig má kom-
andi ár umbreyta ævisögu
minni; hvernig má ég gerast
sannari í hugsun, orði og
verki?
Flest okkar látum hverj-
um deginum nægja sína þján-
ingu, og þykir jafnvel nóg
um. En áramót hvetja til
umhugsunar sem spannar
lengra í tíma, bæði til for-