Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Blaðsíða 4

Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Blaðsíða 4
- 2 - geri nú skyldu sína, athugi fjárhagsstöðuna og greiði skuldir sínar fyrir áramótin. Það má ekki bregð- ast að þeir, sem sýnd er tiltrú, geri nú skyldu sína við okkur. Þegar þetta er ritað er búið að gera upp alla reikn- inga sauðfjárafurða frá s.l. ári (1976) Tekist hefur að ná fullu verðlagsgrundvallarverði á kjöt, slátur og gærur. Framleiðsluráð hefur tekið kr. 12.- i verðjöfnunargjald af dilkakjöti og 6.- af ær- kjöti, og átti grundvallarverð til bænda að lækka sem þessu nam. Vegna góðrar útkomu á afurðareikningunum gat kjöt- reikningur sjálfur greitt þennan kostnað svo að hann fellur ekki á bænduma. Við náðum því eins og áður segir fullu grundvallarverði á kjötið og 3.- krónum að auki. Ég fagna því að við höfum náð svona góðri niður- stöðu á afreikningum til bænda. 1 dag eru komnir til^ olckar sölureikningar um kýr- kjöt og nautakjöt, en endarlegt uppgjör her heima liggur ekki fyrir. F.K. MJALTAVÉLAR■ Hefi til sölu mjaltavélar ALFA LAVAL. Vélarnar eru fremur lítið notaðar. Jóhannes Bjömsson, Ytri-Tungu. JÁRN og GLERVÖRUD. K.Þ. vill vekja athygli á því að öll byggingavara + verkfæri er flutt í nýju byggingavörudeild K.Þ. við VALLHOLTSVEG. J. deild.

x

Boðberi K.Þ.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.