Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Qupperneq 5

Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Qupperneq 5
- 3 - Tilvalið tækifæri. Á ritvelli samvinnumanna hefur það ár séra nú er langt á liðiö, hvað eftir annað verið rætt um svo- nefnda "félagslega deyfð". Þykir hún tískufyrirbæri og hættuleg góðum málefnum, einkum í þjóðfélagi, sem ætlast er til að hafi lýðræði að homsteini og burð- arási. "Deyfð" er ekki rismikið orð í málinu. Ég held að fóstri minn, á þeim árum þegar ég var ungur, hefði notað orðið "fjörlaus", og dregið dæmi af máli hestamanna. Þo ber þess að gæta, að orð hafa nokkurn merkingamun á vörum élíkra manna og á ýmsum tímum. É*> man vel er ég heyrði á mál þeirra vinanna, féstra mms og hesta-Bjama, sem var skagfirðingur. Þeir ræddu um fimm vetra fola, sem Bjami gaf féstra mínum falann. "Heldurðu að hann verði fjörugur", sagði fóstri". "Ég held hann verði viljugur", sagði hesta- Bjami. "Já, en heldurður að hann verði fjörugur?" "Eg held hann^verði viljugur," endurték hesta-Bjarni. Ég man að ég var nokkuð undrandi, þegar féstri minn keypti folann þrátt fyrir ummæli Bjama, sem samkvæmt málvitund minni^voru loðin. Það var ekki fyrr en síðar, eftir að ég hafði kynnst folanum nokkuð náið, að mér skildist að þeir vinimir, féstri minn og hesta-Bjami höfðu báðir meint það sama. Þeir lögðu sömu merkingu í élík orð. Fóstri minn mundi, að ég held, ekki hafa talað um "félagslega deyfð". Hann hefði talað um "fjörleysi" í félagsmalum. Það orð og hugtak hefði hentað honum og hans tíma. Hann gat leyft sér þann munað að taka mið af orðfæri hestamanna, um hvað sem rætt^var. Og orðið fjörugur er rismikið orð og hefði átt vel við um rismikla félagshyggju. En__allt hefur sinn tíma. Orð og hugtök. Viðhorf til málefna.og aðstaða til framkvæmda. Umbreyting tímans er éhagganleg staðreynd og um leið alls, sem háð er samtíð sinni. Þess vegna hefur allt sinn tíma. Þess vegna henta ekki í dag þau orð sem áttu við í gær, hvað þá fyrir heilli mannsævi. Og ný lífsvið- horf krefjast nýrra orða og hugtaka. Þess vegna getur vel verið að orðin "félagsleg deyfð" eigi við £ dag. Hafi nú sinn tíma. Og eins og þau orð hefðu ekki átt við á vörum féstra míns, er alls ekki sjálfsagt að þau þurfi að eiga við á vörum nýrrar kynsléðar. Það sem er éumbreytanlegt í þeirri veröld, sem hér um ræðir, hversu breytileg sem hún annars kann að vera, er sú staðreynd, að mennirnir á hverjum tíma skapa það mannlíf, sem lifað er, gefa orðunum inntak

x

Boðberi K.Þ.

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.