Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Side 6

Boðberi K.Þ. - 01.12.1977, Side 6
- 4 - og hugtökunum orö, móta samtíö sína og umhverfi eftir sinni ei^in mynd. Hin felagslega deyfö", sé hún til staöar^og þar sem hún er til staðar, er einkenni síns tíma - á sinn tíma nú í ár og í dag. Hún á bólstað sinn í hugskoti manna. í viðhorfi þeirra, "fjöri" og "vilja". Henni verður ekki breytt, nema menn skilji hana og vilji breyta henni sjálfir. Þeir þurfa hennar ekki langt að leita, aðeins að stinga hendinni í eigin barm. Til skilnings á henni þurfa menn ekki heldur langt að leita. Aðeins aðsetjast niður augnablik og hugsa um lífsviðhorf sitt o^ lífsaðstöðu, um samtíð sína og framtíðarhorfur. __ Siðan að gera upp við sig, hvort einhverra úrbóta sé þörf og hverhig úr verði bætt. Sé "félagsleg deyfð" staðreynd, er það lágkúruleg staðreynd og þess makleg að verða breytt. Enda ekkert stórvirki. Nú styttist óðum til þess að boðaðir verði aðal- fundir deilda^Kaupfélags Þingeyinga og þangað komi kaupfélagsstjóri og fleiri trúnaðairmenn félagsins, reiðubúnir til þess að ræða félagsmál, gefa skýringar, fræða, leggja á ráð og taka við viturlegum ráðum og hógværum aðfinnslum.^ Það getur ekki hjá því farið, að fundarsókn deild- armanna §efi nokkra bendingu um það, hvort K.Þ. á við að bua hina félagslegu deyfð. Að vísu hefir fundarsókn um langt skeið verið misjöfn frá einum stað til annars og frá ári til árs. Menn skvldu vera gætnir í^dómum og^ályktunum með fundarsókn eina að leiðarljósi. En óneitanlega getur hún ekki annað en vísað nokkuð til vegar. Og það hlýtur að vera umhugs- unarefni fyrir trúnaðarmenn félagsins hve lengi þeir endast til að fara til funda, sem mjög lítið eru sótt- ir. Hins vegar þarf líka að varast að vanmeta fundar- sókn þeirra fáu en áhugasömu, sem alltaf mæta. En fróðlegt verður að vita hvemig til tekst í þetta sinn og ekki nema mannsverk að reka af sér sliðru- orð deyfðarinnar. Ekki verður síður fróðlegt að vita hvemig hús- mæður á kaupfélagssvesðinu bregðast nú við, eftir allt sem konur hafa’ skrifað og skrafað á "kvennaári" og eftir allt sem um þær hefur verið sagt. Það getur ekki átt sér stað annað, en að þeim komi jafnmikið við starfsemi kaupfélagsins og bændum þeirra. Það getur ekki verið annað en að starfsemi kaupfélagsins, bráðum í eitthundrað ár,^hafi haft og hafi enn áhrif á lífs- kjör húsmæðranna á félagssvæðinu. Ekki vilja hús- mæður láta efast um hæfni sína til félagsmála jafnt

x

Boðberi K.Þ.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Boðberi K.Þ.
https://timarit.is/publication/993

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.