Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.01.1916, Page 10

Hagtíðindi - 01.01.1916, Page 10
6 HAGTÍÐINDI Samanborið við mannfjölda komu á hvert þúsund landshúa 1914 26.5 lifandi fædd börn, en árið 1913 komu á livert þúsund 25.4, árið 1912 25.8 og 1911 sama tala. Hafa þannig fæðst tiltölulega íleiri börn 1914 heldur en næstu árin á undan, en yfirleitt hafa samt fæðingarnar orðið fátíðari á síðari árum. 1901 —1910 komu að meðaltali 27.s lifandi fædd börn á hvert þúsund landsbúa og síð- asta áralug nítjándu aldarinnar jafnvel 31.2. Hins sama liefur orðið vart í flestum menningarlöndunum, eu einna mest þó á Frakklandi. Þar komu að eins 18.s lifandi fædd hörn á livert þúsund landsbúa árið 1913, en næst Frakklandi ganga að þessu leyli Belgía, írland, England, Sviss og Norðurlönd. Á íslandi er tíðleiki fæðinganna lik- astur því sem er í Danmörku og í nágrannalöndunum Noregi og Skotlandi. í Danmörku komu 1913 25.6 lifandi fædd börn á hvert þúsund landsmanna, á Skotlandi 25.5 og í Noregi 25.2. í öllum öðrum löndum Norðurálfunnar en þeim, sem nefnd hafa verið, eru fæðingar tíðari heldur en á íslandi. Af lifandi fæddum börnum lijer á landi árið 1914 voru 333 eða 14.3°/o óskilgetin. Er það óvenjulega margt, því að 1913 voru að eitis 12.8°/o óskilgetin, 1912 12.2°/o og 1911 13°/o. Árin 1901 —10 voru að .meðaltali 13.3°/o óskilgetin, 1891—1900 16.c°/o. Af fæðingunum 1914 voru 25 tvíburafæðingar, en 1913 voru 34 tvíburafæðingar og 2 þríburafæðingar og 1912 33 tvíburafæðingar og 1 þríburafæðing. Andvana fædd börn árið 1914 voru 56. Er það það fæsla, sem verið hefur á nokkru ári á þessari öld. Árið 1913 fæddust andvana 84 börn, 1912 76 og 1911 63. Árin 1901 —10 voru and- vana fæddir að meðaltali 71 á ári, en 1891—1900 79. Manndauði. Árið 1914 dóu hjer á landi samkvæmt skýrslum presta 1 429 manns. Var það hált á fjórða hundrað manns fleira lieldur en næsta ár á undan. Þá dóu 1 060, en árið 1912 dóu 1 170 og 1911 1 151. Árið 1914 hcfur verið óvenjumikill manndauði eflir því sem verið liefur á síðari árum. Af hverju þúsundi dóu 16 2. Að vísu er það lítið í samanburði við það, sem manndauði var á öldinni, sem leið, en á siðustu árum liefur hann farið mjög minkandi og árið 1913 var hann langminslur, sem hann hefur nokkru sinni verið. Þá dóu að eins 12.1 af þúsundi, en árin næslu þar á undan (1912 og 1911) dóu 13.5 af þúsuudi. Árið 1913 var maundauði í Hollandi 12.3 af þúsundi, i Danmörku 12.5, í Noregi 13.2, í Svíþjóð 13.c og á Eng- landi 13.7. í öðrum löndum Norðurálfunnar var manndauði ineiri.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.