Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1917, Blaðsíða 7

Hagtíðindi - 01.10.1917, Blaðsíða 7
1917 HA.GTÍÐINDI 39 greiddu atkvæði 10 603 eða 69.2 °/o» tiltölulega mjög litlu færri heldur en við næstsiðustu kosningar, en af kvenfólki greiddu að eins at- kvæði 3 427 eða 30.2 °/o, miklu meir en helmingi færri. 143 menn eða um l°/o af þeim, sem neyttu kosningarrjettar, kusu í öðrum hreppi heldur en þar sem þeir stóðu á kjörskrá gegn því að sýna votlorð frá sýslumanni um, að þeir stæðu á kjörskrá annarsstaðar innan sama kjördæmis. Með lögum nr. 47, 30. nóv. 1914 var sjómönnum og öðrum, sem staddir eru utan þess hrepps eða kaupstaðar, þar sem þeir slanda á kjörskrá, þegar kosning fer fram, leyft að kjósa brjeflega fyrir kjörfund. Af greiddum atkvæðum haustið 1916 voru 262 eða um l3/4°/o slík brjefleg atkvæði, en auk þess munu nokkur slík at- kvæði ekki haía komið til greina vegna þess, að þau komu of seint eða fóru að öðru leyti í bága við þær reglur, sem um þau eru settar. Tiltölulega langflest voru brjeflegu atkvæðin í Mýrasýslu, 49 af 374 eða rúml. 13°/o. Ógild urðu 705 atkvæði eða 5% af öllum greiddum atkvæðum. Er það einkennilega há tala. Við næstu kosningar á undan (1914), urðu ekki ógild nema 1.8 °/o af greiddum atkvæðum. Árið 1911 urðu tiltölulega miklu fleiri atkvæði ógild, en þó ekki nema 4.3 °/o. Það lægi nærri að ætla, að fjöldi ógildu atkvæðanna haustið 1916 staf- aði frá nýju kjósendunum eða frá nýju reglunum um brjefleg at- kvæði fjarverandi kjósenda, en það hefði þá átt að koma enn greini- legar i Ijós við landskosningarnar um sumarið, en einmitt þá urðu ógild atkvæði óvenjulega fá. Landsko8ningarnar. Hinar fyrstu hlutbundnu kosningar til efri deildar alþingis samkvæmt stjórnarskránni frá 19. júní 1915 og kosningalögum 3. nóv. 1915 fóru fram 5. ágúst 1916. Voru kosnir með hlutbundnum kosningum um land alt 6 landskjörnir þingmenn og jafnmargir varamenn. Kjósendur á kjörskrá til þessara kosninga voru alls 24 189 eða tæplega 27°/o af landsbúum. Er það töluvert færra heldur en við kjördæmakosningarnar vegna þess, að kosningarrjetturinn til kjör- dæmakosninga er bundinn við 25 ára aldur, en til landskosninga við 35 ára aldur. Allir kjósendur á aldrinum 25—35 ára falla því burt við þessar kosniugar. I þetta sinn snerti þetta skilyrði þó ekki nýju kjósendurna (konur og hjú), því að aldurstakmarkið fyrir þá var við báðar kosningarnar upp \ið 40 ár. Af kjósendunum \ið

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.