Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.10.1917, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.10.1917, Blaðsíða 4
36 HAGTÍÐINDI 1917 síðkastið og verðið hækkað um meir en 70% síðasta ársfjórðung- inn. Hefur það meir en tvöfaldast síðan i fyrrahaust og meir en þrefaldast síðan ófriðurinn byrjaði. Brauðverðið liefur lialdist óbreytt síðastliðinn ársfjórðung, en með reglugerð stjórnarráðsins 5. sept. var bökurum aftur leyft að baka bollur. Verð á sykri hefur líka hjerumbil staðið i stað. Verð á kjöti er nokkru lægra heldur en i sumar, en þó töluvert hærra heldur en í fyrrahaust. Feitmeti, sem verið hefur fáanlegt, hefur til- tölulega lítið hækkað í verði síðasta ársfjórðunginn, en íslenskt smjör liefur ekki verið til sölu í verslunum í byrjun októbermánað- ar. Sama máli er að gegna um egg. Verðið á nýmjólk var hækkað úr 38 aurum upp í 44 aura frá 1. ágúst. Um miðjan október var það aftur hækkað upp i 48 aura, en sú liækkun kemur ekki fram í yfirliti því, sem hjer birtist. Ef verðið á öllum þeim vörurn, sem yfirlitið tilgreinir, er talið 100 í júlímánuði 1914 eða rjett áður en stríðið byrjaði, þá hefur það verið að meðaltali 171 í oklóber 1916, 242 í júlí þ. á. og 264 í október þ. á. Hefur þá verðliækkunin numið að meðaltali á þessum vörum 164% síðan striðið byrjaði, 55% síðan í fyrrahaust og 9% á síðasía ársfjórðungi. Hjer við er þó aðgætandi, að upp á síðkastið eru ýmsar af þeim vörum, sem hjer eru taldar, orðnar ófáanlegar (í október þ. á. eru það 10 vörutegundir af 63) og eru þær taldar með sama verði eins og þegar þær fengust siðast. Þær fylgjast því ekki lengur með verðhækkuninni og draga meðaltalið niður á við. En ef slept er þessum 10 vörutegundum, sem ekki fengust sam- kvæmt skýrslunum í byrjun októbermánaðar, og aðeins litið á þær 53, sem eftir eru, þá hafa þær að meðaltali hækkað í verði um 170% síðan stríðið byrjaði, um 61% síðan í fyrrahaust og um 11% síðastliðinn ársfjórðung. Dánarorsakir 1912—1915. Samkvæmt lögum nr. 30, 11. júlí 1911 um dánarskýrslur má prestur ekki jarðsetja lík neins manns, sem dáið hefur í kauptúni, sem er læknissetur, fyr en hann hefur fengið dánarvottorð hans frá lækni, en á því ber að tilgreina dauðameinið auk annara upplýsinga um manninn, Við aðra menn skal prestur tilgreina dauðameinið í kirkjubókinni eftir þeim upplýsingum, sem hann getur bestar fengið. Hjeraðslæknar gera svo skýrslur um dauðameinin, hver fj'rir sitt læknishjerað, eftir útskriftum úr kirkjubókunum og dánarvottorðum

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.