Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1920, Blaðsíða 4

Hagtíðindi - 01.05.1920, Blaðsíða 4
20 H AGTÍÐINDI 1920 tvöfaldað, þó var tollur á saltfiski hækkaður úr 10 au. upp í 25 au. á hverjum 50 kg og tollur á hverri tunnu af síld úr 50 au. upp í 2 kr. Ennfremur var útfiutningstollur lagður á ýmsar landafurðir. Tollupphæð sú, sem hjer er tilgreind, er sú tollupphæð, sem tilfallið hefur á árinu, en hún fellur ekki saman við þá tollupphæð, sem greidd hefur verið í rikissjóð á árinu, því að annarsvegar bætist við tollur af vörum í lollgeymslu frá fyrra ári, en hins vegar dregst frá tollur af vörum í tollgeymslu í árslok. Tollur af vörum í toll- geymslu í árslok nam alls 71 335 kr. (vínfangatollur 29 595 kr., tóbakstollur 33 780 kr., kafii- og sykurtollur 7 053 kr. og tetollur 907 kr.), en tollur af vörum í tollgeymslu frá árinu á undan nam 9 396 kr. (tóbakstollur 8 388 kr. og te- og súkkulaðitollur 1 008 kr.). Tollupphæðin, sem innborgast hefur í ríkissjóð úr Reykjavík árið 1919 hefur því verið hjerumbil 62 þús. kr. lægri heldur en sú sem tilfærð er í yfirlitinu hjer að framan. Verslunin við önnur lönd árið 1917. í Hagtíðindum 3. árg. nr. 3 og 4 (mai og júní 1918) er skýrt frá magni aðfluttra og útfiuttra vara árið 1917 samkvæmt upplýs- ingum þeim, sem um það hafa fengist úr lollreikningunum. Sam- kvæmt endanlegri upptalningu í verslunarskýrslunum fyrir það ár hefur verð aðfluttu vörunnar numið alls 43 miljónum og 466 þúsund krónum, en útflullu vörunnar 29 miljónum 715 þúsund krónum. Til samanburðar er yfirlit yfir verð aðfiuttra og útfluttra vara síðustu 5 árin, sem skýrslur eru fullgerðar um. Aðflutt Utflutt Samtals Útfl. umfr. aðfl. milj. kr. milj. kr. milj. lcr. milj. kr. 1913 ............. 16.7 19.i 35.8 2.4 1914 ....... 18.1 20.s 38.9 2.7 1915 ............. 26.3 39.g 65.9 13.4 1916 ............. 39.2 40.1 79.3 0.9 1917 ............ 43.5 29.7 73.2 -f- 13.s Árið 1917 hófst kafbátahernaðurinn fyrir alvöru og tálmaði mjög samgöngum við önnur lönd, enda varð þá vörumagn bæði inn- flutnings og útflutnings miklu minna heldur en á næstu árunum á undan. Samt hefur verðmagn innflutningsins aukist um 11 °/o árið 1917 vegna verðhækkunar innfluttu varanna, en verðmagn útflutn- ingsins hefur aftur á móti lækkað um rúml. x/4 (26 °/0)- Þó hefur

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.