Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1920, Blaðsíða 6

Hagtíðindi - 01.05.1920, Blaðsíða 6
22 H AGTÍÐINDl 1920 ekki einungis hrapað niður fyrir Bretland heldur líka niður fyrir Frakkland, Spán, Noreg og Bandaríkin. Næst á eftir Bretlandi og Danmörku komu Bandaríkin árið 1917. Innílutningur þaðan nam rúml. 13 milj. kr. og útflutningur l2/3 milj. kr. Er það s/io af öllum innflutningnum og nál. 6 °/o af útflutningnum. Árið áður námu öll verslunarviðskiftin við Bandaríkin ekki nema 8^/2 milj. kr. og enn minna árin þar á undan. Það er ein- göngu stríðið og samgönguvandræðin við Bretland og Norðurlönd, er af því leiddu, sem hafa hleypt svo fram viðskiftunum við Bandarikin. Fyrir utan Bretland, Danmörku og Bandaríkin hafa þetta ár verið mest viðskifti við Spán, Frakkland, Noreg og Svíþjóð. Venju- lega eru viðskiftin við Frakkland vart teljandi, en þetta ár hefur næstum 75 af úlflutningnum miðað við verðmagn farið þangað. Það eru kaupin á botnvörpungunum, sem valda þessu, og ennfremur töluverð fiskkaup. Til Spánar hefur farið 16 % af útflutningnum, til Noregs 13 °/o, en til Sviþjóðar ekki nema 1 °/o. Aftur á móti hefur innflulningurinn verið meiri þaðan, meðal annars vegna kaupanna á Sterling. Hefur hjerumbil 4 °/o af verðtnagni innflutningsins verið frá Svíþjóð og álíka mikið frá Spáni, en ekki nema 2 °/o frá Noregi. Ítalía og Portúgal reka lestina af þeim löndum, sem nokkur teljandi viðskifti hafa haft við ísland þetla ár. Til Ítalíu hefur farið 2^/2 °/o af útflutningnum og frá Portúgal hefur komið nál. 2 °/° af innflutningnum (salt). Viðskiftin við önnur lönd en þau sem þegar eru nefnd hafa verið alveg hverfandi. Meðal þeirra er Þýskaland, sem ókleift var að skifta við vegna hafnbanns Englendinga. Verðlagsskrárnar 1920—21. Hjer fer á eftir yfirlit yfir verðlagsskrár þær, sem gerðar voru síðastliðið haust og gilda frá 16. maimánaðar 1920 til jafnlengdar 1921. Er hjer tekið meðaltal af verðlagi hverrar vöru í öllum verð- lagsskránum, ennfremur hæsta og lægsta verð á hverri vöru og skýrt frá í hvaða verðlagsskrám það kemur fyrir, og loks er tilgreint í hve mörgum verðlagsskrám hver vara kemur fyrir. Hæsta I.ægsla Meðalverð verð verð .4. Fríður peningur. 1. 1 kýr, 3—8 vetra, í fardögum ... 2. 1 ær, 2-6 v., loðin og lembd, i fard. 3. 1 sauður, 3—5 vetra, á hausti ... kr. kr. kr. 483.54 617.71 Eyf. 299.29 V.-Sk. 19 58 84 70.12 — 33.60 A.-Sk. 18 73.72 125.75 Vm. 34.00 — 11

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.