Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1920, Blaðsíða 5

Hagtíðindi - 01.05.1920, Blaðsíða 5
1920 HAGTlÐINDI 21 yfirleitt líka orðið nokkur verðhækkun á útfiutlu vörunum, en út- flutningsmagnið hefur minkað svo mikið, að verðmagnið hefur þráfl fyrir það lækkað svo mjög. í samanburði við árið 1914 hefur verð- magn innflutningsins hækkað næstum um 140 °/o, en útflutningsins ekki nema um 43 °/o. Árið 1917 varð verðmagn útfluttu vörunnar miklu minna heldur en aðfluttu vörunnar, alveg öfugt við það sem venjulegt hefur verið á undanförnum árum, og munurinn er svo rnikill, framundir 14 milj. kr., að hann meir en vegur upp á móti mismuninum á hinn veginn árið sem hann var mestur (1915). Eftirfarandi yfirlit sýnir verslunarviðskifti landsins við einstök lönd árið 1917. Aðflutt Útflutt þús. kr. þús. kr. Danmörk , 15 931 554 Bretland 9 088 12185 Noregur 898 3 800 Svípjóð 1 702 326 Frakkland 35 5 633 Portúgal 801 )) Spánn 1 701 4 700 Ítalía 54 783 Bandaríkin 13 186 1 689 Önnur lönd 70 45 Samtals .. . 43 466 29 715 Verslunarviðskiftin hafa þetta ár eins og næsta ár á undan verið langmest við Bretland. Reyndar hefur innílutningur þaðan verið tiltölulega minni heldur en á undanförnum árum. Hefur venjulega nál. Vs af verðmagni innfluttu vörunnar komið frá Bretlandi, en þetta ár ekki nema V5- Aftur á móti hefur útflutningurinn orðið langmestur til Brellands, enda fengu Bretar forkaupsrjett á flestum afurðum landsins samkvæmt bresku samningunum. Rúml. 2/5 af útflutningnum fóru til Bretlands og er það líkt hlutfall eins og árið 1916, en miklu meira heldur en árin þar á undan. Árið 1915 fór þannig ekki nema 14 °/0 af útílutningnum til Bretlands. Næst á eftir Bretlandi kemur Danmörk, sem fram til 1916 hefur verið langmesta viðskiftaland íslands. Innflutningur þaðan hefur þó verið meiri að verðmagni heldur en nokkru sinni áður og hlutfallslega litlu minni en undanfarin ár (37 °/o af öllum innflutn- ingnum). Aftur á móti hefur aukningin á úlflutningnum til Bretlands komið langmest niður á Danmörku, svo að útflutningurinn til Danmerkur hefur ekki orðið nema rúml. Y2 milj- kr. árið 1917 á móti 4 milj. kr. 1916 og 15 milj. kr. 1915. Danmörk hefur þannig

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.