Hagtíðindi

Volume

Hagtíðindi - 01.04.1930, Page 7

Hagtíðindi - 01.04.1930, Page 7
1930 HAGTÍÐINDI 23 Samkvæmt skýrslunum hefur innflutningurinn verið rúml. 6 °/o meiri á 1. ársfjórðungi þ. á. heldur en á sama tíma í fyrra. Af innfluttu vörunum til marzloka í ár komu á Reykjavík. Almennar vörusendingar 5 470 072 kr. eöa 60% Pósfsendingar............ 252 854 — — 60 — Samtals 5 722 926 kr. eða 60 % Síðan síðasta tölublað Hagtíðinda kom út, hafa enn bætzt við skýrslur frá fyrra ári, er nema 1 430 000 kr. Hækkar þá innflutningsupphæðin alls það ár upp í hérumbil 70 milj. króna. Atvinnulausir menn 1. febrúar 1930. Samkvæmt lögum nr. 57 frá 7. maí 1928 á að safna skýrslum um atvinnuleysi sjómanna, verkamanna og iðnaðarmanna í kaupstöðunum 4 sinnum á ári, 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember. Agrip af skýrslunum skal þegar í stað senda Hagstofunni, svo að hún geti birt yfirlit yfir þær. En það virðist svo sem áhuginn fyrir skýrslusöfnun þess- ari sé fremur lítill víðasthvar. Frá Neskaupstað hafa engar skýrslur komið enn og heldur ekki frá ísafirði, en upplýsingar hafa komið þaðan um, að skýrslum hafi þar aðeins verið safnað 1. maí f. á. og hafi þá engir komið, enda vinna þá mikil í bænum og yfirleitt hafi atvinna verið óvenjulega mikil þar síðastl. ár. Eftirfarandi yfirlit sýnir tölu atvinnulausra manna í kaupstöðunum síðan byrjað var að safna skýrslunum, samkvæmt þeim skýrslum, sem Hagstofan hefur fengið í hendur. 1929 1930 1. febr. 1. maí 1. ágúst 1. nóv. 1. febr. Reykjavík 165 5 22 48 39 Hafnarfjörður 58 » 5 » 3 Isafjörður — » — Siglufjörður 1 » — Akureyri 68 » — — 2 Seyðisfjörður — X X 15 21 Neskaupsfaður — — — Vestmannaeyjar .... X — — 29 3 Samtals 292 5 27 92 68 Merkið » er sett þar sem enginn hefur verið atvinnulaus sam- kvæmt skýrslunum, — þar sem engin talning hefur fram farið eða engar skýrslur komið um talningu, og x þar sem skýrslur hafa að vísu komið, en ónothæfar. Um atvinnuleysi 1. febr. síðastl. hafa komið upplýsingar úr öllum kaup- stöðunum, nema Siglufirði og Neskaupstað. Ef nokkuð er á skýrslunum að byggja, þá sýna þær, að atvinnuleysi hefur verið mjög lítið í kaupstöðunum 1. febrúar síðastliðinn og miklu minna heldur en um sama leyti í fyrra.

x

Hagtíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.