Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1955, Blaðsíða 3

Hagtíðindi - 01.05.1955, Blaðsíða 3
1955 HAGTlÐINDI 47 daga. Faglærðir menn fá þetta líka, en hjá þeim rennur þessi greiðsla í sjúkrasjóð viðkomandi félaga. Þá var og ákveðið, að orlofsfé skyldi hækka úr 5% í 6% af kaupi, þannig að orlofið verði 18 virkir dagar, í stað 15 daga áður. Orlof ber að reikna af dag- vinnukaupi eingöngu. Loks var í hinum nýju samningum ákvæði um stofhun atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, og var ríkisstjórnin þar aðili á þann hátt, að hún gaf fyrirheit um, að á næsta þingi skyldu sett lög um atvinnuleysistryggingar í samræmi við ákvæði sanninganna þar að lútandi. í sjóð þennan á að greiða sem svarar 4% af árlegri kaupgreiðslu til meðlima félaga í Alþýðusambandinu, miðað við dagkaup Dags- brúnar, og greiði vinnuveitendur 1%, ríkissjóður 2% og sveitarfélög 1%. Greitt verður í sjóðinn fyrir vinnu frá og með 1. júní 1955. Auk þess, sem hér hefur verið getið um, voru teknar til greina ýmsar sér- kröfur félaga um hlunnindi eða samræmingu kaups. Með því að 1% veikindapeningar, hækkun orlofs úr 5% í 6% og 4% tillagið í atvinnuleysistryggingasjóð reiknast líka af þeim 10%, sem kaup hækkaði um, þá er hækkuninl6,6% að öllu meðtöldu, miðað við dagvinnukaup og ef ekki er tekið tillit til sérákvæða í samningum einstakra félaga, sem raunar skipta litlu máli fyrir heildarniðurstöðuna. Frá sjónarmiði vinnuveitenda er hækkunin 13,3% þ. e. 16,6% að frádregnum 3,3% vegna tillags ríkissjóðs og sveitarfélaga í atvinnu- leysistryggingasjóð. Flest verkalýðsfélög, sem voru utan kjaradeilunnar í marz/apríl s.I., hafa sagt upp samningum sínum, og má gera ráð fyrir, að samið verði um hliðstæðar breytingar á þeirra kjörum. Hinn 10. maí 1955 samþykkti Alþingi lög um breytingar á greiðslu verðlags- uppbótar á laun opinberra starfsmanna, sem koma til framkvæmda 1. júlí 1955. Verður skýrt frá ákvæðum þessara laga í næsta blaði Hagtíðinda, jafnframt því að gerð verður stutt grein fyrir niðurstöðum samninga um kjör verzlunarfólks í Reykja- vík, er nú standa yfir, ef þeim verður þá lokið. Innflutningur nokkurra vörutegunda. Janúar—apríl 1955. Magnseiningin er tonn fyrir allar vðrurnar, nema timbur, iem talið er í þúf. ten.feta Kornvöiur, að mestu til manneldis Fððurvðrur .................... Sykur ......................... Kaffi .......................... Aburður....................... Kol........................... Salt (almennt) .................. Brennsluolía o. íl................ Bensin ......................... Smurningsolia................... Sement ........................ Timbur (þús. teningsfet)........, Jám og stál.................... Jan__aprfl 1954 Magn 4 349,9 4 810,0 1 688,4 573,1 5 611,3 17 834,6 26 773,7 21 791,8 9 608,4 1 207,7 13 024,2 243,7 3 877,3 Þói. kr. 9 597 7 388 3 537 10 970 6 264 6 923 5 327 8 977 9 124 3 458 4 185 6 877 12 094 I Aprll 1955 Magn 1 408,2 858,7 1 113,4 331,1 366,7 6 032,7 9 976,4 493,7 409,1 185,0 23,6 704,9 ÞrSi. kr. 3 119 1 222 2 173 6 594 160 1 629 3 656 341 1455 67 556 1501 Jan.—aprfl 1955 Magn 3 702,7 8 841,6 2 285,3 604,5 882,9 27 600,4 17 088,9 19 842,2 11 053,2 931,4 13 222,1 138,5 3 293,2 Þúl. kr. 7 437 12 881 4 785 12 352 1 150 10 659 4 232 7 465 11 990 3 033 4 455 4 546 8 954

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.