Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.05.1955, Blaðsíða 3

Hagtíðindi - 01.05.1955, Blaðsíða 3
1955 HAGTlÐINDI 47 daga. Faglærðir menn fá þetta Iíka, en hjá þeim rennur þessi greiðsla í sjúkrasjóð viðkomandi félaga. Þá var og ákveðið, að orlofsfé skyldi hækka úr 5% í 6% af kaupi, þannig að orlofið verði 18 virkir dagar, í stað 15 daga áður. Orlof ber að reikna af dag- vinnukaupi eingöngu. Loks var í hinurn nýju samningum ákvæði um stofnun atvinnuleysistrygg- ingasjóðs, og var ríkisstjórnin þar aðili á þann hátt, að hún gaf fyrirheit um, að á næsta þingi skyldu sett lög um atvinnuleysistryggingar í samræmi við ákvæði sanninganna þar að lútandi. í sjóð þennan á að greiða sem svarar 4% af árlegri kaupgreiðslu til meðlima félaga í Alþýðusambandinu, miðað við dagkaup Dags- hrúnar, og greiði vinnuveitendur 1%, ríkissjóður 2% og sveitarfélög 1%. Greitt verður í sjóðinn fyrir vinnu frá og með 1. júní 1955. Auk þess, sem hér hefur verið getið um, voru teknar til greina ýmsar sér- kröfur félaga um hlunnindi eða samræmingu kaups. Með því að 1% veikindapeningar, hækkun orlofs úr 5% í 6% og 4% tillagið í atvinnuleysistryggingasjóð reiknast líka af þeim 10%, sem kaup hækkaði um, þá er hækkuninl6,6% að öllu meðtöldu, miðað við dagvinnukaup og ef ekki er tekið tillit til sérákvæða í samningum einstakra félaga, sem raunar skipta litlu máli fyrir heildarniðurstöðuna. Frá sjónarmiði vinnuveitenda er hækkunin 13,3% þ. e. 16,6% að frádregnum 3,3% vegna tillags ríkissjóðs og sveitarfélaga í atvinnu- leysistry ggingasj óð. Flest verkalýðsfélög, sem voru utan kjaradeUunnar í marz/apríl s.l., hafa sagt upp samningum sínum, og má gera ráð fyrir, að samið verði um hliðstæðar breytingar á þeirra kjörum. Hinn 10. maí 1955 samþykkti Alþingi lög um breytingar á greiðslu verðlags- uppbótar á laun opinberra starfsmanna, sem koma til framkvæmda 1. júlí 1955. Verður skýrt frá ákvæðum þessara laga í næsta blaði Hagtíðinda, jafnframt því að gerð verður stutt grein fyrir niðurstöðum samninga um kjör verzlunarfólks í Reykja- vík, er nú standa yfir, ef þeim verður þá lokið. Innflutningur nokkurra vörutegunda. Janúar—apríl 1955. Magnseiningin Jan.—apríl 1954 Apríl 1955 Jan.—apríl 1955 er tonn fyrir allar vörurnar, nema timbur, aem talið er í þúi. ten.feta Kornvörur, að mestu til manneldis .. Magn Þúi. kr. Magn Þúi. kr. Magn Þúi. kr. 4 349,9 9 597 1 408,2 3 119 3 702,7 7 437 Fóðurvörur 4 810,0 7 388 858,7 1 222 8 841,6 12 881 Sykur 1 688,4 3 537 1 113,4 2 173 2 285,3 4 785 Kaffi 573,1 10 970 331,1 6 594 604,5 12 352 Áburður 5 611,3 6 264 - - 882,9 1 150 Kol 17 834,6 6 923 366,7 160 27 600,4 10 659 Salt (almennt) 26 773,7 5 327 6 032,7 1 629 17 088,9 4 232 Brennsluolía o. fl 21 791,8 8 977 9 976,4 3 656 19 842,2 7 465 Bensín 9 608,4 9 124 493,7 341 11 053,2 11 990 Smurningsolia 1 207,7 3 458 409,1 1 455 931,4 3 033 Sement 13 024,2 4 185 185,0 67 13 222,1 4 455 Timbur (þús. teningsfet) 243,7 6 877 23,6 556 138,5 4 546 Járn og stál 3 877,3 12 094 704,9 1 501 3 293,2 8 954

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.