Hagtíðindi - 01.12.1970, Síða 12
208
HAGTtÐINDI
1970
Útfluttar vörur eftir löndum. Janúar—nóvember 1970 (frh.).
Tonn 1000 kr.
Sviss 0,0 10
Vestur-Þýzkaland ... 12,6 762
Bandaríkin 19,7 5.960
Kanada 10,9 2.733
Ástralía 0,0 4
91 Gamlir málmar 5.771,6 45.662
Danmörk 1 058,8 16.108
Noregur 529,1 1.391
Svíþjóð 749,0 3.234
Belgía 438,3 2.295
Bretland 278,4 1.050
Holland 1 629,7 13.910
Sviss 1,1 710
Vestur-Þýzkaland ... 1 087,2 6.964
93 Gömul skip 2.505,0 16.701
Ítalía 2 505,0 16.701
Tonn 1000 kr.
99 Ýmsar vörur 4.945,2 36.078
Danmörk 286,2 4.591
Færeyjar 98,5 2-956
Noregur 43,9 2.409
Svíþjóð 1 750,0 12.958
Belgía 0,3 83
Bretland 1.205,1 2.920
Holland 1.290,8 2.452
Ítalía 0,6 8
Sviss 0,0 67
Austur-Þýzkaland .. 0,3 8
Vestur-Þýzkaland ... 32,1 1.012
Bandaríkin 236,9 6.532
Kanada 0,5 82
Útsöluverð á ýmsum neyzluvörum og þjónustu í Reykjavík.
Hér fara á eftir verðupplýsingar, sem safnað hefur verið vegna hins ársfjórðungslega útreiknings
á vísitölu framfærslukostnaðar í Reykjavík. Er hér um að ræða framhald af hliðstæðum upplýsingum,
sem frá og með árinu 1968 hafa verið birtar í desemberblaði Hagtíðinda hvert ár. Auk verðupp-
lýsinga miðað við byrjun mánaðanna febrúar, maí, ágúst og nóvember, eru hér birtar upplýsingar
um verð á sömu vörum og þjónustu í nóvemberbyrjun næsta ár á undan, svo að fram koma verð-
breytingar á 12 mánaða tímabili.
Alls eru hér birtar verðupplýsingar um 195 vöru- og þjónustutegundir, en í vísitölunni eru nú
um 490 liðir, auk þess sem margir þeirra eru byggðir á fleiri eða færri undirliðum.
Sumar þær vörur, sem hér um ræðir, eru seldar á sama verði alls staðar, vegna opinberra verð-
ákvæða eða vegna einhvers konar samkomulags hlutaðeigandi seljenda. Að því er snertir þessar
vörur er hið fasta verð þeirra tilgreint hér. Fyrir vörur, sem seldar eru á mismunandi verði í búðum,
er að jafnaði gefið upp meðalverð samkvæmt athugunum skrifstofu verðlagsstjóra í mörgum smá-
söluverzlunum, sem hafa vörurnar til sölu. — Verðupplýsingar eru flestar frá skrifstofu verðlags-
stjóra.
í desemberblaði Hagtíðinda 1969 var greint frá niðurgreiðslu ríkissjóðs á vöruverði til loka
þess árs. Frá þeim tíma og til nóvemberbyrjunar 1970 urðu þessar breytingar á niðurgreiðslu vöru-
verðs: Frá 1. marz 1970 hækkaði hún á verði dilkakjöts úr kr. 17,30 í kr. 20,90 á kg, og aftur frá
15. september í kr. 23,70 á kg. Frá 1. marz 1970 hækkaði einnig niðurgreiðsla á smjörverði úr kr.
94,35 í kr. 99,60 á kg. Niðurgreiðsla á nýmjólkurverði hækkaði 1. nóvember 1970 úr kr. 5,23 á ltr.
mjólkur í lausu máli og kr. 5,43 á ltr. hyrnumjólkur, í kr. 7,95 og kr. 8,15 á ltr., og þá var einnig hafin
niðurgreiðsla á rjómaverði, kr. 37,70 á Itr. — í grein í síðasta blaði Hagtíðinda um verðstöðvun og
auknar niðurgreiðslur í sambandi við hana er m. a. skýrt frá breytingum, er urðu á niðurgreiðslu
vöruverðs frá 17. nóvember og 1. desember 1970.
Söluskattur (7‘/2% til febrúarloka 1970, síðan 11%) er alls staðar meðtalinn í útsöluverði.
Hann er á öllum hér töldum vörum og þjónustu, nema mjólk, helztu fisktegundum, dagblöðum,
leigubifreiðaakstri, þjónustu pósts og síma og þjónustu hljóðvarps og sjónvarps. Það skal tekið fram,
að söluskattur er á rafmagns- og hituveitutöxtum.
Þegar vara hefur ekki verið á boðstólum í byrjun einhvers mánaðar (eins og á sér tiltölulega
oft stað um grænmeti), er tilgreint síðasta verð á henni. — Skilgreiningar vörutegunda eru oft styttar
frá því, sem er í grundvelli framfærsluvísitölunnar, þar eð þær mundu taka of mikið rúm.