Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Page 1
Áætlun Herjólfs
Brottfarartímcir
Sumar 1.S-31.8. Frá Vestmannaeyjum Frá Þortákshöfn
Sun.-fös. 8.15/16.00 12.00/19.30
Lau. 8.15 12.00
Nánari uppljrsingar er að finna á www.her30lfur.is og á síóu 415 í
Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veittar í síma 481 -2800.
HERJÖLFUR
31. árg. / 24. tbl. / Vestmannaeyjum 17. júní 2004 / Verð kr. 190 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is
ÞAÐ er oft stutt á milli sorgar í gleði í boltanum og það átti líka við á Vöruvalsmótinu sem var um helgina.
$ Þrír skólar, þrjár stefnur
Nú þegar mikil umræða er í bænum
um leikskólamál og spáð í hvort
reistur verður fjögurra eða sex
deilda leikskóli er við hæfi að gera
grein fyrir þeim þremur stefnum
sem leikskólar bæjarins vinna eftir.
Allir skólarnir starfa eftir aðal-
námsskrá leikskóla sem var gefin út
af menntamálaráðuneytinu 1999.
Rauðagerði
Hugmyndafræði Howards Garner
um fjölgreindakenningu er höfð að
leiðarljósi á Rauðagerði en einnig er
stuðst við ýmsar aðrar kenningar.
I leikskólanum er lögð áhersla á
einstaklinginn og hæfileikar sem
hver og einn býr yfir fá að njóta sín.
Tekið er mið af því að hver einstak-
lingur læri á þeim hraða sem honum
hentar og eru notuð kennslugögn í
anda Maríu Montessori.
Fjölgreindarkenning Howard
Garner: Málgreind, rök- og
stærðfræðigreind, rýmisgreind,
líkams- og hreyftgreind, tónlistar-
greind, samskiptagreind, sjálfs-
þekkingagreind og umhverfis-
greind.
Kirkjugerði
Stefnan á Kirkjugerði er að hafa
leikskólann umhverfisvænan og
stuðla að umhverfismenntun og
umhverfisuppeldi. Unnið er með
náttúru og umhverfi Vestmannaeyja,
farið er í vettvangsferðir þar sem
örnefni eru kynnt, saga þeirra sögð
og unnin verkefni út frá því.
Eyjalögin, þjóðhátíðarlögin, eru í
hávegum höfð og lögð áhersla á að
bömin kunni þó nokkur. Ekki má
gleyma að ýmis efni em endurunnin
og til dæmis má nefna að papp-
írskaup hafa lítil sem engin verið í
fimm ár.
Sóli
Þama er unnið eftir Hjallastefnunni
svokölluðu. Hún byggir meðal
annars á: Einfaldleika, opnum
efnivið, jákvæðni, vináttu, gleði,
aga og kærleika. Eitt aðalmarkmið
Hjallastefnunnar er jafnrétti kynj-
anna. Hjallastefnan notar kynja-
skiptingu sem meginaðferð þar sem
börnum er skipt á kjarna/deildir
eftir kyni.
Markmið skiptingarinnar er að
auka möguleika á jákvæðni blöndun
þar sem stúlkur og drengir geta
mæst án þess að gjalda fyrir kyn
sitt. Ekki er boðið upp á hefðbundin
leikföng sem aðeins bjóða upp á
eina lausn heldur er notaður
svokallaður „opinn efniviður" s.s.
heimagerður leir, allt sem lýtur að
skapandi starfi og föndri, trékubbar
og fleira.
TO
u
Golfararnir
börðust við veðrið
Eitt af
haldið í
stóru golfmótunum
Eyjum síðustu helgi.
var
I BLS. 18
Drottningarsnekkja
í heimsókn
Dannebrog var hér á ferðinni um
síðustu helgi og vakti mikla
athygli.
| BLS. 8
Mildi að ekki fór verr:
Barn á
hjóli lenti
á rútu
Hjólið lenti undir
afturhjóli rútunnar
Tilkynnt var um fjögur umferð-
aróhöpp í síðustu viku, í þrjú
skipti var um að ræða árekstur
milli bifreiða en engin slys urðu á
fólki. í eitt skipti var það um að
ræða að barn hjólaði út á götu og
inn í hliðina á rútu sem var ekið
þar framhjá. Framhjól reið-
hjólsins lenti undir afturdekki
rútunnar og eyðilagðist. Mikil
mildi þykir að bamið hafi sloppið
ómeitt en það er ljóst að verr
hefði getað farið.
Vill lögregla brýna fyrir for-
eldrum að passa upp á að börn
þeirra séu ekki að hjóla á um-
ferðargötum, kenna þeim hvar
þau eiga hjóla og hvar ekki. Þá
vill lögregla ítreka enn og aftur
við foreldra að sjá til þess að börn
þeirra séu með hjálma á höfðinu
þegar þau eru á reiðhjóli. Það er
margsannað mál að hjálmamir
bjarga.
Fimmtán ára
Kvennahlaup
Kvennahlaup ISI fagnar 15 ára
afmæli laugardaginn 19. júní
næstkomandi og verður að venju
hlaupið í Vestmannaeyjum, frá
íþróttamiðstöðinni og hefst
hlaupið kl. 14.00. Er hlaupið í
umsjón Umf. Óðins.
Meginmarkmið Kvennahlaups
er að vekja áhuga kvenna á
reglulegri hreyfingu og heilsu-
samlegu lífemi almennt. I ár hafa
ÍSI og Lýðheilsustöð ákveðið að
taka saman höndum og nýta styrk
Kvennahlaups ÍSÍ til að vekja
athygli á heilsufarsmálefnum sem
snerta ekki síst konur.
15-0
Það er ekki amalegt að vera
stuðningsmaður knattspyrnuliða
ÍBV þessa vikuna en á aðeins
tveimur dögum skoruðu Eyja-
menn fimmtán mörk gegn engu
marki gestanna á Hásteinsv-
ellinum. Kvennaliðið vann
Stjörnuna 11-0 og karlaliðið
Keflvíkinga 4-0 en nánari um-
íjöllun á íþróttasíðum blaðsins.
1
TM-Öryggi
fyrir fjölskylduna
www.tmhf.is
Sameinaðu allar tryggingar á
einfaldan og hagkvæman hátt.
ÖRYGGI
Bílaverkstæðið
Bragginn s.f.
Flötum 20
Viðgerðir og smurstöð
Sími 481 3235 ,
Rettmgar og sprautun
Sími 481 1535
www.bokabudin.is