Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Page 6
6 Fréttir / Fiommtudagur 17. júní2004 Stakkstæði við Olnboga Nýlega var byrjað á sérstöku átaks- verkefni á vegum bæjarins, endur- gerð stakkstæðis við Olnboga. Stakkstæði voru fram yfir miðja síð- ustu öld mjög áberandi í Vest- mannaeyjum, grjótreitir þar sem saltfiskur var sólþurrkaður á sumrin. Nær öll stakkstæðin hurfu síðan undir mannvirki og götur eftir að aðrar verkunaraðferðir vom teknar upp. Sá glöggi maður, Hávarður Sigurðs- son í Ahaldahúsinu, benti menn- ingarmálanefnd á það sl. haust að gamalt stakkstæði væri undir jarð- vegslagi við Olnboga. Að hans áeggjan var ráðist í að endurbyggja það og er sú vinna nú hafin. Hafa ungir menn að undan- fömu unnið við að fletta jarðvegi ofan af grjótinu undir stjóm Áhaldahúss- manna og í samráði við menningar- fulltrúa. Ætlunin er að koma stakk- stæðinu í sem næst upprunalegt ástand í sumar enda eðlilegt að varðveita jafn veigamikinn þátt úr atvinnusögunni og stakkstæðin vom. Hávarður segir að þetta stakkstæði hafi verið lítið en sérlega fallegt og ekki skemmir fyrir að nánasta um- hverfi þess er sögulegt þar sem þekktasti draugur Eyjanna, Olnboga- draugurinn, á sína sögu þar. Hávaði og Jóns- messuganga I bæjarráði lá fyrir bréf frá íþróttakennurum grannskóla bæjarins vegna hávaðamengunnar í nýja sal íþróttamiðstöðvarinnar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla nánari upplýsingar um stöðu málsins og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs. Þá var samþykkt að veita styrk vegna Jónsmessugöngunnar sem verður 24. júní næstkomandi. Ekki er að sjá staf um það hvaðan og hvert eigi að ganga. Bæjarráð fagnar góðri hugmynd og samþykkir að greiða kostnað vegna leiðsögumanns og laun starfsmanna sundlaugar þann tíma sem aukaopnun vegna göngunnar krefst. Dannebrog í heimsókn í Eyjum - Smíðað 1932: Eins og virðuleg frú væri mætt -sem ber aldurinn einstaklega vel Vestmanneyjar skörtuðu sínu fegursta þegar danska konungsskipið Danne- brog kom til hafnar í Vestmanna- eyjum um kvöldmatarleytið á föstu- daginn. Þar var mættur Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari, sem náði fall- egum myndum af skipinu þar sem það var að snúa á höfninni með Heima- klett í baksýn. Dannebrog stoppaði hér í hálfan annan sólarhring, hélt héðan klukkan níu á sunnudagsmorguninn áleiðis til Grænlands þar sem kon- ungshjónin dönsku koma um borð ásamt Friðriki krónprins og Mary Donaldson eiginkonu hans. Mun Dannebrog sigla meðfram ströndum Grænlands með kóngafólkið. Eyjólfur Martinsson, konsúll Dana í Vestmannaeyjum, segir að það hafí verið ánægjulegt að fá Dannebrog til Eyja en þetta mun vera í fyrsta skiptið sem skipið kemur til hafnar hér. „Þetta var óformleg heimsókn en þeir komu héma við til að taka vatn og olíu. Fannst það þægilegra en að fara til Reykjavíkur," sagði Eyjólfur en af þessu tilefni kom nýr sendiherra Dana á íslandi í heimsókn. „Nýir sendiherrar em vanir að koma í heimsókn til að sýna sig og sjá aðra en þama sló hann tvær flugur í einu höggi með því að heimsækja mig og heilsa upp á áhöfnina á Dannebrog sem telur 52 manns.“ Dannebrog, sem er 72 ára gamalt skip, er mikil listasmíð og er allt eins og nýtt, allt stál og látún fínpússað og mikil vinna hefur verið lögð í að slípa niður og lakka allt tréverk. Og allt virðist í uppmnalegu horli. „Skipið er í notkun frá apríl og fram í september en annars er það geymt inni í upphituðu tjaldi þar sem hitinn er að jafnaði 25 gráður. Þar er skipið allt tekið í gegn, málað og pússað í hólf og gólf og mér skilst að þeir séu nokkrir lítrarnir af fægilegi sem þarf til á hverju ári.“ Eyjólfur segir að það hafi verið gaman að koma um borð og sjá vistar- vemr kóngafólksins. „Þær em allar með gömlu sniði, mjög snyrtilegar en íburður ekki mikill. Mér skilst að konungshjónin, Margrét og Hinrik og Friðrik og Mary verði ferjuð um borð með þyrlu. Ganghraðinn er 13 sjómfíur og áætluðu þeir að koma til Grænlands eftir fjóra sólarhringa. Frá Grænlandi siglir Dannebrog til Comwall í Englandi og þaðan til Grikklands," sagði Eyjólfur að lokum. Dannebrog ber aldurinn vel, eins og virðuleg frú en í dag þekkjum við ekki skip af þessari gerð nema af myndum. Gamli Ægir, skip Landhelgisgæsl- unnar sem lauk sínu hlutverki eftir miðja síðustu öld, var með sama lagi, mjóu stefni og með drottningarrass. 5SsiHHH!f=áÍiBS^^S Wvifiiwt pt f ’ liríp ''ý'ý&' ■mfZ \íÆ Jji ' mwigmm f&Ufk’ 'ÆmwvMa 7 ÞESSA mynd tók Sigurgeir Jónasson ljósmyndari af Dannebrog þegar skipið kom til hafnar í Eyjum á föstudagskvöldið. Margt til gamans gert á 17. júní Dagskrá 17. júní verðuróvenju vegleg að þessu sinni og hefst hún með hátíðarmessu en svo tekur við skrúðganga, Lúðrasveit mun leika, Leikfélagið bregða á leik auk annarra skemmtiatriða, hlaups, leikja, glens og gamans og Götuleikhús Vinnu- skólans mætir á svæðið. Tyrkjaránið verður flutt að Hraun- búðum og í Dalabúi, klassískir tón- leikar verða í Safnaðarheimilinu, Maður og öngull, sýningin í Safna- húsinu, Opus syngur í Listaskólanum um kvöldið og Kvenfélagið Líkn er með veitingar. Dagskráin er eftir- farandi í stómm dráttum: Kl. 10.30 verður sýning á Tyrkjaráninu 1627 áHraunbúðum. Kl. 11:00 verður Skáta- og lýðveldishátíðarmessa í Landakirkju. Prestur sr. Þorvaldur Víðisson. Skátafélagið Faxi myndar fánaborg í kór og böm frá IBV íjölmenna. Kl: 13:25 Safnast saman við íþrótta- miðstöðina fyrir skrúðgöngu. Kl: 13:30 Skrúðganga Gengið verður frá íþróttamiðstöðinni að Stakkagerðistúni. Lúðrasveit Vest- mannaeyja leikur fyrir göngunni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna. Einnig taka þátt félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja, ÍBV og Óðni og Rán. Kl: 14:00 Hátíðardagskrá á Stakka- gerðistúni. Formaður menningar- málanefndar, Sigríður Bjamadóttir setur hátíðina, Andrés Sigmundsson formaður bæjarráðs flytur hátíðar- ræðu. Fjallkonan er Guðrún Lena Eyjólfsdóttir. Þá leikur Lúðrasveitin létta lagasyrpu undir stjóm Stefáns Sigutjónssonar, Njáll Ragnarsson nýstúdent flytur ávarp og böm af leikskólum bæjarins syngja undir stjóm Eyvindar Inga Steinarssonar. Þá verður fimleikasýning, Hafdís Víglundsdóttir syngur og Gísli Stef- ánsson leikur undir, íris Guð- mundsdóttir syngur ásamt Unni Ólafsdóttur við undirleik Sigurmundar Einarssonar. Ráðhúshlaupið í umsjón Ung- mennafélagsins Óðins verður á sínum stað og ýmislegt fleira verður til skemmtunar gert. Kl. 17:00 verða í Safnaðarheimili klassískir tónleikar, flytjendur Rut Ingólfsdóttir fíðluleikari og Richard Simm píanóleikari. K1 17:00-18:30 era unglingatón- leikar á Stakkó með Armæðu og Hugarástandi Kl. 20:00 Tyrkjaránið 1627. Sýning í Dalabúinu Kl. 21.00 Tónleikar Opus í sal Listaskóla. Berglind Kristjánsdóttir sýndi um síðustu glerverk sem hún hefur gert á síðustu mánuðum. Þar var bæði um að ræða hagnýta hluti og hluti sem hafa minna hagnýtt gildi. En eitt eiga þeir sameiginlegt, þeir eru fallegir og sýna að höfundurinn hefur næmt auga fyrir bæði formum og litum. Berglind hefur lengi gert sér dátt við listagyðjuna en þangað til á þessu ári haldið sig við málverkið. Þá varð hún sér úti um bræðsluofn og síðan hefur hún verið ústöðvandi ef marka má allan þann fjölda verka sem hún sýndi um helgina. Þar var að finna myndverk, kertastjaka og platta af öllum gerðum og stærðum. Fjölbreytnin var ótrúleg og margt mjög fallegt. Um var að ræða sölusýningu og létu margir freistast til að kaupa hluti enda verðið sanngjarnt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.