Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Síða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2004 Hreinsunar- átakið 2004 Árlegt vorhreinsunarátak verður 21. júní til 2. júlí nk. og vilja bæjaryfir- völd hvetja íbúa til að hreinsa lóðir sínar í hinu sameiginlega árlega átaki við að hreinsa og fegra bæinn. Mikilvægt er fyrir ásýnd bæjarins að húseignir og lóðir séu snyrtilegar. Húseigendum og lóðarhöfum er skylt að sjá um að svo sé. Þó er víða að finna hús og lóðir þar sem viðhaldi og frágangi mannvirkja er verulega ábótavant. Þetta setur ekki einungis Ijótan svip á umhverfið heldur leiðir það oftast til aukakostnaðar síðar fyrir eigendur og rýrir endursöluverð eigna. Húseigendur og lóðarhafar em því hvattir til þess að huga vel að eignum sínum með stöðugu viðhaldi. Bent er á að hægt er að losa sorpið í flokkunarstöð Sorpeyðingarstöðv- arinnar. Þessar tvær vikur munu bæjarstarfsmenn fara um hverfi bæjarins og hirða upp rusl, en skipu- lag verður sem hér segir: Mánudag og þriðjudag 21. og 22. júní, svæði 1: Frá hraunjaðri að Skólavegi, neðan Kirkjuvegar. Miðvikudag og fimmtudag 23. og 24. júní, svæði 2: Frá Skólavegi að Illugagötu. Föstudag og mánudag 25. og 28. júní, svæði 3: Ofan Kirkjuvegar, austan Strembugötu. Þriðjudag og miðvikudag 29. og 30. júní, svæði 4: Ofan Kirkjuvegar, vestan Strembugötu. Fimmtudag og iöstudag I. og 2. júlí, svæði 5: Vesturbærinn Rósalind lofar góðum tónleikum Eyjakonan Rósalind Gísladóttir er einn meðlima í Söngkvartettinum OPUS sem heldur tónleika í sal Lisa- skólans í dag, 17. júní, á þjóðhátíðar- daginn og hefjast þeir klukkan 21:00. Rósalind er uppalin í Vestmanna- eyjum en er fædd í Sydney Ástralíu þar sem fjölskylda hennar var búsett um nokkurra ára skeið. Þaðan fluttu þau til Vestmannaeyja rétt áður en gaus árið 1973 og lá þá leiðin upp á fastalandið en þau fiuttu fijótlega aftur til Eyja. Foreldrar Rósalindar eru Gísli Steingrímsson og Erla Jóhannsdóttir og á hún 6 systkini, þau; Siffu, Hebu, Donna, Jóa, Höllu og Ragga. I stuttri upprifjun um uppvöxtinn í Eyjum sagðist Rósalind hafa verið í Bamaskólanum en þar stoppaði hún stutt, aðeins eitt ár og þaðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hún lærði hárgreiðslu. „Ég var á samningi hjá Báru Kemp hár- greiðslumeistara og starfaði hjá henni í tæp sjö ár,“ sagði Rósalind. Eftir að hún lauk meistaraprófi í hársnyrtingu vorið 1994 byrjaði hún í söngnámi í Söngskólanum í Reykja- vík sama haust. Þar var Ólöf Kolbrún Harðardóttir söngkennari hennar. Á meðan hún var í Söngskólanum keypti hún hársnyrtistofuna Papillu ásamt Áma Kristjánssyni og rak hana í rúm tvö ár. Þá tók söngurinn yfir og auk námsins var hún meðlimur í Ópem- kómum í íslensku Óperunni. Eftir fimm ára nám og áttunda stig í söng frá Söngskólanum fór hún ásamt unn- usta sínum, sem einnig var í námi við Söngskólann, til Spánar í fram- haldsnám en þegar þau fluttust heim til íslands, nánar tiltekið til Grinda- víkur þar sem unnusti hennar Gunnar Kristmannsson, fékk skólastjórastöðu í Tónlistarskólanum. Rósalind byijaði að kenna söng þar ásamt því að stjóma kómm. I OPUS em auk Rósalindar sem er mezzó-sópran, Valgerður Guðna- dóttir sópran, Einar Öm Einarsson tenór og Gunnar Kristmannsson barítón. Á píanó leikur Vignir Þór Stefánsson. Rósalind segir að á efnisskránni séu þekktar perlur úr söngleikjum og kvikmyndum meðal annars eftir Porter, Gershwin og Bemstein, svo eitthvað sé nefnt. Segir hún þetta virkilega vandaðar og llottar útsetn- ingar. „OPUS er glænýr kvartett sem slíkur en við höfum öll sungið eitthvað saman, tvö eða fleiri. Við Valgerður sungum t.d. í Carmen eftir Bizet í Iðnó á vegum Ópem Reykjavíkur í desember síðastliðnum, þar sem ég söng hlutverk Carmen en Valgerður Fresquitu. Einnig vorum við Gunnar og Valgerður með semi-uppfærslu af Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart í fyrra. Til gamans má geta þess að Valgerður söng einmitt hlutverk Barbarínu úr Brúðkaupi Fígarós í Islensku ópemnni í vor.“ Það er ekki bara að Rósalind sé mætt til Eyja til að syngja því um helgina verður hér niðjamót afa hennar og ömmu, Hallfríðar Ingi- bjargar Kristjánsdóttur og Steingríms Benediktssonar. Þar verða mættir bræðumir, Gísli, Svavar, Bragi og Páll Steingrímssynir og fjölskyldur þeirra. BRÆÐURNIR: Bragi, Svavar, Gísli, Jón Helgi, Páll og Benedikt. HÉR er OPUS-hópurinn með undirleikara sínum. Rósalind er fremst á myndinni. — , Jónsi kom þrátt fyrir allt GLEÐIDAGUR TM átti að vera á laugardaginn og aðajtrompið hljómsveitin í svörtum fotum og að sjálfsögðu Jónsi. Þeir ágætu menn náðu ekki til Eyja, flugvélin sneri við, en þeir létu það ekki á sig fá og mættu daginn eftir og skemmtu miklum fjölda fólks. Guðbjörg í Tryggingamiðstöðinni og hennar konur sáu svo um að gefa fólki eitthvað í svanginn sem jók enn á gleðina á Gleðidcgi TM. . -■ - . X " W . - x i-J ■! A ''liíl )' f 11 ■ u i a, 4' ^ “ > k . - 3 *4 ■ ' ■ ‘V - Jir Hvíti skötu- selurinn varð ekki langlífur Hann er nú genginn á vit feðra sinna hvíti skötuselurinn sem kom til Náttúrugripasafnsins á föstudaginn var. Þessi hvíti skötuselur, sem er sá fyrsti sem Kristján Egilsson, forstöðu- maður safnsins, veit um, kom í grásleppunet á Breiðafirði síðdegis á fimmtudaginn. Hann var sprelllifandi við komuna til Eyja og var honum komið fyrir í einu af búmm safnsins. En honum var ekki ætlað lengra líf, var dauður þegar Kristján kom til vinnu á sunnudagsmorguninn. Nú er hann kominn í frost og verður senni- lega stoppaður upp. Er brjósta- haldarinn fundinn? Ungur maður í Fiskiðjunni, nánar tiltekið á hann heima á Breka- stígnum, kom með grænan bijóstahaldara í prentsmiðjuna og sagðist hafa fundið hann undir koddanum sínum. Bað hann okkur að athuga, hvort þetta gæti verið sá bijóstahaldari, sem auglýst var eftir í síðasta blaði. Lét hann þessa vísu fijóta með: Sá ég í huganum brjóstin ber Bráðhugguleg, framstœð og hlý Afleiðingin ekki er Osýnileg, ellegar ný Því miður reyndist þessi bijósta- haldari Fiskiðjumannsins ekki sá sem auglýst var eftir, en nú er hann sem sagt auglýstur laus til umsóknar. Getur hver sem er fengið hann, gefi réttur eigandi sig ekki fram innan viku. (10. mars 1983) Vilcli klippingu eins og Fríkki Dóttursonur Gauja Manga, Andri Ólafsson sem stendur í marki 6. flokks Týs, varað undirbúa sig fyrir Shell- mótið og að sjálfsögðu fýlgdi að fá sér nýja klippingu. Árkaði hann á rakarastofu með mömmu sinni. Andri hafði alveg á hreinu hvernig klippingu hann vildi því um leið og hann settist í stólinn dró hann mynd af Friðrik Friðrikssyni markmanni meistara- flokks ÍBV í fótboltanum upp úr pússi sínu og sagðist vilja fá klippingu eins og Friðrik. Mætti hann því til leiks á Shellmótið með sams konar klippingu og fýrir- myndin. (l.júlí 1993) Aðeins kr. 720 Við sögðum frá því í síðasta blaði að undir bíl og farþega kostaði 720 krónur með Heijólfi aðra leiðina. Ólafur Runólfsson framkvæmdastjóri Heijólfs hafði samband við blaðið og benti okkur á, að svo dýrt væri ekki með skipinu. heldur kostaði 720 krónur fyrir bíl og tvo farþega aðra leiðina. (23.júní 1983)

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.