Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Qupperneq 13
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2004
13
Merkingu lista-
verka að ljúka
Undanfama daga hefur verið unnið
að því að merkja listaverkin sem
unnin voru í verkefninu Hraun og
menn, árið 1999. Þá unnu 23
listamenn frá öllum
Norðurlöndunum listaverk sem
komið var fyrir víðs vegar á
Heimaey. Þau verk hafa hins vegar
verið með öllu ómerkt ffarn til þessa
en nú er búið að bæta úr því.
Settar hafa verið plötur úr ryðfriu
stáli á verkin eða við þau og í
plötuna graftð nafn verkefnisins og
ártal, heiti verksins og nafri
listamannsins. Eftir er að merkja
fjögur af 23 verkum, en eftir er að
ganga endanlega frá þeim fjórum
verkum og verður gert í sumar.
Plötumar vom unnar af fyrirtækinu
Skilti og merkingar í Reykjanesbæ
sem átti mjög hagstætt tilboð í
verkið, en vinnan við að koma
merkingunum fyrir er unnin í
sérstöku átaksverkefni á vegum
bæjarins.
I framhaldi af þessu er nú verið að
vinna að skrá yfir þessi verk og
önnur útilistaverk í Vestmannaeyjum
og ætlunin að útbúa síðar meir
bækling með helstu upplýsingum um
þau verk ásamt staðsetningu þeirra.
Félagar í Klúbbnum Geysi
Ánægðir með Eyjaheimsókn
-Tilgangur starfseminnar að brúa bilið fyrir einstaklinga, sem hafa átt við
langvarandi geðræn veikindi að stríða, út í samfélagið á nýjan leik, sagði
Eyjakonan Jóhanna María Eyjólfsdóttir sem var fararstjóri hópsins
FÉLAGAR í Geysi voru ánægðir með ferðina til Eyja þar sem þeir nutu leiðsagnar Jóhönnu Maríu sem er efst til hægri á myndinni,
Um sjómannadagshelgina var hér á
ferðinni hópur fólks, um 25 félagar í
Klúbbnum Geysi sem er fyrir fólk
sem á eða átt hefur við geðræn veik-
indi að stríða. Klúbburinn starfar eftir
hugmyndafræði Fountain House, sem
leggur áherslu á markvissa uppbygg-
ingu á hæfileikum og getu einstakl-
ingsins.
Sérstök forvitni Frétta var vakin á
ferðalöngunum þegar í ljós kom að
einn af fararstjórunum var Eyjakonan
Jóhanna María Eyjólfsdóttir, Martins-
sonar og að einn af starfsmönnum
Geysis er Benedikt Gestsson, fyrrum
blaðamaður Frétta, sem því miður átti
ekki heimangengt. Jóhanna María
segir að markmiðið með starfsemi
Geysis, sem er sjálfseignarfélag með
13 manna stjóm, sé að brúa bilið milli
stofnana og samfélagsins. „Tilgang-
urinn er að brúa bilið fyrir einstakl-
inga, sem hafa átt við langvarandi
geðræn veikindi að stríða, út í
samfélagið á nýjan leik,“ sagði
Jóhanna María sem er stjómarfor-
maður klúbbsins.
Það er gert með því að virkja
einstaklinginn til starfa á ný, t.d. til
náms, vinnu eða virkrar þátttöku í
starfsemi klúbbsins. Arangurinn af
starfsemi klúbbsins er mjög góður og
hefur þátttaka félaga í starfseminni
geftð fjölda einstaklinga viðvarandi
bata á sínum veikindum og von til
þátttöku í lífinu á nýjan leik. Auk dag-
legra starfa taka félagar þátt í
ráðstefnum og fundum hérlendis og
erlendis og ennfremur er farið í styttri
skemmtiferðir.
A hverju sumri er farin ferð út á
land og nú urðu Vestmannaeyjar fyrir
valinu. „Við komum til Eyja föstu-
dagskvöldið 4. júní og fómm með
seinni ferð Hetjólfs á mánudeginum,“
bætti Jóhanna við og sagði að almenn
ánægja hafi verið með ferðina. „Þetta
var 25 manna hópur, félagar og fjöl-
skyldur þeirra og gist var í Skáta-
heimilinu. Var hópurinn afskaplega
ánægður með móttökumar þar. Farið
var í skoðunarferð og bátsferð undir
frábærri leiðsögn Simma. Sumir
félaganna reyndu fyrir sér í sprangi og
á laugardagskvöldið var farið á
Lundann og sjómannadagsballið. A
Lundanum var Eyjahljómsveitin
Tríkot að spila og naut hún mikilla
vinsælda hjá fólkinu. A mánudeginum
heimsóttum við Kertaverksmiðjuna og
ísfélagið og frá Eyjum héldu allir
ánægðir með góða ferð,“ sagði Jó-
hanna María.
Þú skiptír máli, eru einkunnarorð klúbbsins
Á heimasíðu Geysis segir meðal
annars: „Við trúum því að með því að
gefa hverjum tækifæri á því að nýta
sínar sterkustu hliðar, séum við að
þjálfa viðkomandi til ljölbreyttrar
þátttöku í samfélaginu.
Hið innra starf byggir á gagn-
kvæmum stuðningi og virðingu fyrir
öðmm. Það að hjálpa og aðstoða
aðra felur í sér sjálfshjálp.
Það að hafa stjóm á eigin lífi er
gmnnþörf í lífi hvers manns. Ef á-
byrgðin er tekin af fullorðinni
manneskju verður hún fyrir
niðurbroti. Sjálfsvirðing og trú á
eigin getu hrynur. Þess vegna
leggjum við áherslu á jákvæða
athygli og horfum á styrkleika, í stað
þess að einblína á sjúkdóminn og
þann stimpil sem honum fylgir.
I starfi Klúbbsins Geysis em engar
kvaðir lagðar á félaga umfram það
sem hver og einn er tilbúinn að
gangast undir. Starf klúbbsins byggir
meðal annars á umhyggju, því það er
þörf fyrir hvem og einn félagsmann.
Þegar þú gengur í klúbbinn gleðjumst
við yfir þátttöku þinni. Félagsleg
einangmn þarf ekki lengur að valda
vanlíðan, því í klúbbnum átt þú
félaga sem láta sér annt um velferð
þína. Þú hefur allt að vinna. Taktu
fyrsta skrefið í átt til betra lífs. I
Klúbbnum Geysi leggur hver og einn
sitt af mörkum eftir getu og vilja.
Allir hafa eitthvað að gefa og hver
félagi er mikilvægur í starfsemi
okkar. Hugsanlega getur tilvera þín
og líðan breyst til betri vegar.
Þú skiptir máli!“
Allir í klúbbnum bera sameiginlega
ábyrgð á rekstrinum. Störf innan
hússins skiptast í eftirfarandi deildir:
Eldhúsdeild, skrifstofudeild,
viðhalds- og rekstrardeild. Félagar og
starfsfólk skipta með sér verkum og
ákveða í sameiningu hvaða störf þarf
að inna af hendi. Óll vinna innan
klúbbsins er unnin í sjálfboðavinnu.
Starfseminni er skipt upp í deildir
sem em skrifstofudeild, eldhúsdeild
ogviðhalds- og rekstrardeild.
í stjóm klúbbsins sitja Ama
Schram blaðamaður, Guðrún
Hannesdóttir forstöðumaður
Hringsjár, Gunnhildur Sigurðardóttir
fulltrúi Rauða kross Islands,
Hallgrímur Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Ræsis hf„ Helgi S.
Guðmundsson framkvæmdastjóri,
Ingólfur H. Ingólfsson félagsfræð-
ingur, Jóhanna María Eyjólfsdóttir
formaður og dagskrárgerðarmaður
hjá Sjónvarpinu, Jón Snorrason
framkvæmdastjóri, Lára Bjömsdóttir
félagsmálastjóri Reykjavíkurborgar,
Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur,
Styrmir Gunnarsson ritstjóri
Morgunblaðsins, Þómnn Hafstein
lögfræðingur hjá EFTA og
Ögmundur Jónasson alþingismaður
og formaður BSRB.
Vemdari klúbbsins er Vigdís Finn-
bogadóttir fyrram forseti.
Sæunn Magnúsdóttir:
Já ætli maður drífi sig ekki bara, þó
að það sé vinna daginn eftir.
Ivar Bergsson:
Nei. Eg hef ekki farið síðustu
Ijögur árin og ætli ég breyti nokkuð
hefðinni í ár.