Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Síða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 17.júní2004 Nýsköpunarstofa Vestmannaeyja formlega opnuð Það var sannarlega hátíðarstund í Höllinni á föstudagsmorguninn þar sem tilefnið var formleg opnun Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja. Það kom í hlut iðnaðarráðherra að opna Nýsköpunarstofu og afhenda fyrstu hvatningarverðlaun stofunnar sem komu í hlut fiskvinnslufyrirtækisins Godthaab í Nöf sem hóf starfsemi í febrúar 2002.1 upphafi unnu þar 20 manns en núna eru þeir um 45. Nýsköpunarstofu bárust hlýjar kveðjur og starfsmennirnir, Sigurjón Haraldsson forstöðumaður og Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi, gerðu grein fyrir væntingum sínum til starfsins og því hclsta sem þau eru með á prjónunum. Þarna voru mætt Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, þingmennirnir Lúðvík Bergvinsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Drífa Hjartardóttir, Björgvin G. Sigurðsson og Hjálmar Arnason, fulltrúar meirihluta bæjarstjórnar en hvergi bólaði á fulltrúum sjálfstæðismanna í bæjarstjórn en Guðjón Hjörleifsson og Arnar Sigurmundsson báðu fyrir kveðjur. Auk þeirra voru ýmsir gestir og svo einstakl- ingar og forráðamenn félaga og fyrirtækja sem tilnefnd voru til hvatningarverðlaunanna. Valgerður sagði, þegar hún opnaði Nýsköpunarstofu, að bæði formaður bæjarráðs, Andrés Sigmundsson og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri hefðu rætt við sig um aðkomu ríkisvaldsins til uppbyggingar atvinnulíti í Vestmannaeyjum. Hún sagðist vænta mikils af Nýsköpunarstofu og samstarfs hennar við Impru og Byggðastofnun. „Nýsköpunarstofu er ætlað mikið hlutverk til að efla Vestmannaeyjar og bæta samkeppnisaðstöðu þeirra. Hér er við staðbundinn vanda að ræða sem verður best leystur með samstarfi og almennum aðgerðum stjórnvalda,“ sagði Valgerður. Þingmennirnir Drífa, Lúðvík og Hjálmar óskuðu nýstofnaðri Nýsköpunarstofu til hamingju með ósk um að hún ætti eftir að reynast Vestmannaeyjum vel. Nokkur eftirvænting ríkti þegar kom að því að upplýsa hver hlyti fyrstu hvatningarverðlaun Nýsköpunarstofu en talsvert er síðan óskað var eftir tilnefningum. Eftirfarandi fyrirtæki og einstaklingar voru tilnefndir: Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur á Hressó, Sigmar og Grímur í Höllinni, Selma Ragnarsdóttir, Godthaab í Nöf, Miðstöðin og Ægisdyr, áhugamannafélag um jarðgöng milli lands og Eyja. Það þurfti ekki að koma á óvart að þau komu í hlut Godthaab í Nöf. Jón Ólafur Svansson tók við verðlaunum fyrir hönd fyrirtækisins úr hendi Valgerðar iðnaðarráðherra. Bergur Elías Agústsson bæjarstjóri: Klífa þarf mörg fjöll og marga tinda * -I þessari baráttu okkar þurfum við einnig á aðstoð að halda frá hinu opinbera og ég efast ekki um að stjórnvöld munu aðstoða okkur I ræðu sinni byrjaði Bergur Elías Agústsson bæjarstjóri ó því að vísa til þess hvað veðrið var fallegt ó föstu- daginn þegar, Vestmanna- eyjar skörtuðu sínu fegursta, í sól og logni, fuglalíf stór- kostlegt, hundruð barna og forróðamanna þeirra hafa sótt Eyjarnar heim til íþróttaiðkunar. Það gerist ekki mikið betra að mati Bergs sem þarna vísaði til Vöru- valsmótsins, knattspyrnumóts kvenna í yngri flokkunum. Þá var tif 1 Eyjum „Vestmannaeyjar hafa verið og eru ein stærsta verstöð landsins með öflugan fiskveiðiflota og stöðug fyrirtæki. Hér á árum áður var mikill uppgangur og fólksfjölgun enda næga vinnu að hafa bæði til lands og sjávar. Mikill fjöldi manna kom til Vestmannaeyja á vertíð þar sem unnið var nótt sem nýtan dag. Þá var líf og Ijör í Eyjum,“ sagði Bergur Elías og bætti við að margt hefði breyst á undanfömum árum. Það eigi ekki síst við sjávarútveginn þar sem tækni hafi fleygt gríðarlega fram bæði í landvinnslu og fisk- veiðum með þeim afleiðingum að störfum í þessum geira hefur fækkað verulega. í sjálfu sér er hér um eðlilega þróun að ræða þar sem sjávarútvegurinn er á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og ætli menn að standa sig í samkeppninni sé hag- ræðing og gæði það sem skitir máli. ALLmargir gestir voru mættir við opnunina. „Áhrifa þessarar þróunar gætir út í allt hagkerfi Eyjanna, þar sem flestar atvinnugreinar byggja afkomu sína á tengslum við sjávarútveginn. Niður- staðan er fólksfækkun sem er áhyggjuefni. Þetta gildir að sjálfsögðu ekki aðeins um Vestmannaeyjar heldur mörg önnur byggðarlög á landsbyggðinni er byggja afkomu sína á sjávarútvegi.“ Bergur Elías sagði þetta gera kröfúr um leit að nýjum leiðum til að skapa störf og auka velferð í samfélaginu. „Það er ekki þannig að Eyjamenn hafi ekki reynt en niðurstaðan er sú að árangurinn hefur ekki verið í samræmi við erfiðið. í þessu samhengi má nefna Þróunarfélag Vestmannaeyja og Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Hverju um er að kenna verður ekki farið yfir hér.“ Að gefast ekki upp Hann sagði Eyjamenn ekki vera þekkta fyrir að gefast upp og því hafi verið ákveðið að setja á laggimar Nýsköpunarstofu, Eyjunum til framdráttar. Markmið starfseminnar hefur verið skilgreint og byggist á þremur meginþáttum: Nýsköpun. finna sóknartækifæri til eflingar at- vinnulífsins." Bergur Elías skilgreindi þetta á eftirfarandi hátt: Markaðsmál: Efla og styrkja ímynd Vestmannaeyja. Ráðgjöf: Veita einstaklingum og fyrirtækjum faglega ráðgjöf. „Bæjarfélagið, sem að þessu stendur, gerir sér fyllilega grein fyrir því að uppbygging og efling atvinnu verður ekki til á einum degi heldur sé um mikla og vel skipulagða vinnu að ræða. Klífa þarf mörg fjöll og marga tinda. 1 þessari baráttu okkar þurfum einnig á aðstoð að halda frá hinu opinbera og ég efast ekki um að stjómvöld munu aðstoða okkur í þessu mikilvæga verkefni. Kæm gestir, það er mín von að dagurinn í dag verði lýsandi fyrir framtíð Vestmannaeyja,“ vom lokaorð bæjarstjóra við þetta tækifæri. SIGURJÓN framkvæmdastjóri, Kristín Jóhannsdóttir markaðsfulltrúi en bæði starfa þau hjá Nýsköpunarstofu, Valgerður ráðherra og Andrés Sigmundsson formaður bæjarráðs og Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.