Fréttir - Eyjafréttir - 17.06.2004, Page 16
16
Fréttir / Fimmtudagur 17. júní 2004
ALLS voru saman komnar um 600 stelpur í HöIIinni auk aðstandenda og það ríkti mikil eftirvænting meðan á verðlaunaafhendingu stóð.
Vöruvalsmótið, knattspyrnumót í yngri flokkum kvenna:
Vel heppnoð þrótt fyrir erfíðar aðstæður
Hugmyndir uppi um að breyta fyrirkomulagi mótsins
Um helgina fór fram hið árlega
Vömvalsmót en í ár komu um 600
stelpur til Eyja til að spila fótbolta.
Mótið stóð frá morgni föstudags og
fram á sunnudag og vom leiknir á
annað hundrað leikir en samtals vom
58 lið frá tíu félögum á mótinu. Það
þarf ekki að spyrja að því þegar
kemur að skipulagningu, bæði í
Vömvalsmótinu og Shellmótinu, að
allar tímasetningar stóðust og
framkvæmd mótsins tókst með
afbrigðum vel. Mikil reynsla býr að
baki mótahaldinu og fátt sem kemur
forráðamönnum IBV í opna skjöldu
hin síðari ár.
Mótið hófst strax á föstudags-
morgninum en liðin komu flest til
Eyja kvöldið áður. Leikið var frá níu
til fimm síðdegis á föstudegi og
laugardegi en á sunnudaginn fóm
fram úrslitaleikimir. Leikið var í
þremur flokkum, fjórða, fimmta og
sjötta flokki og svo að sjálfsögðu A-,
B- og C-lið. Fyrir utan alla leikina
var svo séð til þess að stelpunum
leiddist ekki, á föstudag var setning
mótsins þar sem þeir Auddi og Pétur
Jóhann úr 70 mínútum fóm á
kostum. Þá vakti Idolkeppnin mikla
athygli og nokkrar efnilegar
söngraddir vom á meðal
knattspymukvennanna.
Veðrið hefur auðvitað mikið með
það að segja hvemig til tekst á
mótum sem þessu en veðrið á fyrsta
degi var eins og það gerist best, sól
og blíða. En á laugardeginum má
segja að andstæðan hafi verið í veðri
því þá var rok og rigning. Þrátt íyrir
þetta spiluðu stelpumar sína leiki og
létu vonda veðrið ekkert á sig fá. A
sunnudaginn var svo þokkalegt veður
þannig að keppendur fengu
sýnishom af því besta, versta og því
sem er þar á milli í veðri.
Gengi Eyjaliðanna var ágætt. ÍB V
vann til þrennra gullverðlauna og til
þrennra bronsverðlauna. Fjórði
flokkur A og B og sjötti flokkur B1
VÖRUVALSMEISTARAR í 4. flokki A með þjálfurunum Önnu Fríðu og Kidda Georgs.
ÞESSAR vösku stelpur urðu Vöruvalsmeistarar í 4. flokki. B. ÞESSAR stúlkur, í 6. flokki B 1, urðu Vöruvalsmeistarar.