Hagtíðindi

Árgangur

Hagtíðindi - 01.12.1988, Blaðsíða 24

Hagtíðindi - 01.12.1988, Blaðsíða 24
420 1988 Mynd 1. Fjölgun og fækkun fólks eftir landsvæðum 1988. I I I I i Hlutdeild landsvæðanna í mannfjölda 1988,20% á milli strika Breidd súlanna sýnir hlutdeild hvcrs landsvæðis í mannfjöldanum descmber 1988, Ld. sésl að í Reykjavík búa tæplega 40% landsmanna, og að utan höfuðborgarsvæðis og Suðumesja búa um 40%. - Hæð súlanna sýnir hlutfallslega fólksfjölgun frá 1. descmber 1987 til l.dcsembcr 1988.-Flatarmál hverrar súlusvarar til tölu einstaklingasem fjölgaði um eða fækkaði áárinu. 2,0%, og hefur fólki í sýslunni fækkað um 262 síðan 1983. Ekki er getið breytinga á mannfjölda í sveitarfélögum með færri en 400 íbúa, en stórar hlutfallstölur í þeim geta by ggst á smáum brey tinga- tölum. 1 strjálbýli, þ.e. utan staða með 200 íbúa eða fleiri, stóð íbúafjöldinn í heild í stað. Er það breyting frá því sem hefur venjulega verið, því að þar hefur yfirleitt fækkað jafnt og þétt ár frá ári. Til skýringar skal tekið fram, að fólksfjölgunar- tölumar eru reiknaðar eftir endanlegum mann- fjöldatölum 1987 og bráðabirgðatölum 1988, en endanlegar mannfjöldatölur 1. desember 1988 munu verða birtar í júníblaði Hagtíðinda 1989. Bráðabirgðatölumar eru nú frábrugðnar því sem verið hefur því að böm fædd í nýliðnum nóvember em nú komin í tölumar. Breytíngar, sem eiga eftir að verða á íbúatölum, verða þess vegna fyrst og fremst vegna flutninga milli sveitarfélaga og milli landa, sem er tilkynnt um of seint. Loks má nefna að höfuðborgarsvæðið er hér talið ná yfir Reykjavík, Kópavog, Seltjamames, Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Mosfells- bæ, Kjalameshrepp og Kjósarhrepp.

x

Hagtíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagtíðindi
https://timarit.is/publication/994

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.