Alþýðublaðið - 20.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.11.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið Sv. ?) sér ekki annað en skríl meðal þeirra verkamanna, eða feirra verka- eða iðnfélaga, sem farið hafa fram á kauphækkun, eða komið með kröfur um bætt- an hag verkamanna. Höfundurinn virðist ekki þekkja neitt til þess, hvernig kröfum þeas- um heflr verið tekið, meðal ann- ars af Loyd George. Hann mundi ekki hafa tekið námuverkfallinu á Englandi eins og hann gerði, hefði að baki þess staðið tómur „skríll" eða einstakir uppreisnarliðar. Nei, öðru nær. Hann vissi að hér voru menn á ferðinni og kröfum þeirra varð að sinna. Og þannig hefir það verið all- staðar annarsstaðar. Þó innan um hafi að vísu borið á einstöku upp- reisnarmönnum. En það ætti höf. að vita, að engum er ver við þá, en einmitt verkamönnum. Höf. virðist heldur ekki vel kunnugt um, hvaðan uppreisnar- mönnum kemur styrkur. En þeirra hjálparhella hefir einmitt verið auðvaldið, sem á þann hátt ætl- aði að sprengja félagsskap verka- manna, en hefir bara enn ekki tekist það. Til þess voru verka- menn of sterkir. Annars er það einkennilegur hugsunarháttur, að skella ávalt skuldinni á verkamenn. Þeir eiga að eiga upptökin að baráttu þeirri sem nú stendur milli þeirra og vinnuveitenda. Þetta er svo fjarri öllum sanni, enda viðurkenna það allir, sem einhverja þekkingu hafa á málinu. Það eru ekki verkamenn sem upptökin eiga að dýrtíðinni. Lítið á kaup hásetanna á vöruflutninga- skipunum og fragtirnar. Og sjáið arðinn sem hluthafar skipanna fá. Hann var hjá mörgum þeirra hér, þegar búið var að draga frá allan kostnað og leggja mikið í vara- sjóð, 80°/o — áttatíu prósent. Bankar gefa af inneign 4x/a—5°/o. Eða lítum á nauðsynjarnar; smjör, kjöt, mjólk, sykur o. fl. Á að telja almenningi trú um, að verðið sé kauphækkun verkamanna að kenna? Þó líklega ekki fyrstu stríðsárin, meðan verkamenn höfðu sama kaup og fyrir stríðið. Það er framleiðandinn og milli- liðirnir sem sakirnar eiga; þessar fésjúku mannssálir, sem hafa not- að sér neyð fjöldans, til þess að Auglýsingar. hrúga saman fó. Yið þá ætti bet- ur orðið „skríll". Á vindlaverksmiðjum hér í K.- höfn, kaupir heildsalinn vindla- kassann á 10 kr. — tíu krónur — en hann kostar í búðum 25 kr. Skyldi þetta vera verkamanninum að kenna? Nei, það eru millilið- irnir. Nei, Baldur minn Sveinsson, þú nærð þér ekki niðri þarna Og eg vona að íslenzkir verkamenn hafi þegar náð þeim þroska, að þeir skilji hvaðan ógæfan stafar, og fari ekki fyrir þessa illgjörnu grein þína, að skjálfa af ótta fyrir því, að þeir séu of heimtufrekir í kiöf- . um sínum Þeim ber skylda til þess, vegna konu sinnar og barna, að halda fram kröfum síuum hik- laust, og stjórn ríkisins ber að styðja þá í kröfum þeirra, Eg vona að þeim skiljist það nú, að þeir eru eögín sníkjudýr á þjóðlíkamanum. Porfinnur Kristjánsson. ^tmerikst qppátækl Biblían á kvikmynd. Los Angelos í Kalíforníu á vest- urströnd Ameríku er aðal-miðstöð kvikmyndaframleiðslunnar þar í landi og einhver mesta kvikmynda- stöð í heimi. Nýskeð hefir verið stofnað nýtt kvikmyndaleikfélag, með það fyrir augum fyrst og fremst, að kvikmynda alla Heilaga Ritningu. Ýmsir beztu „fag*menn í kvikmyndalistinni aðstoða Yið myndatökuna og er ætlast til, að bæði testamentin verði í 250 þatt- um alls. Jafnskjótt og myndin verður leikin, á nefnd af hinum fremstu andlegra stéttarmönnum Ameríku að dæma hana og hafa eftirlit með því, að ekkert só rang- fært, eða felt úr, sem nokkra þýð- ingu getur haft. Sömuleiðis á sér- stök nefnd klerka að sjá um það lesmál, sem fylgja á myndinni. Langt er síðan búið var að safna því feiknafó, sem til fyrir- tækisins þarf, og er þegar byrjað á undirbúningi. Musterið í Jerú- salem er þegar langt komið að reisa á hæð einni í Kaliforníu. Auglýsingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Guð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. Brátt verður hafin smíði Arkar Nóa, Babelsturnsins og babylon- isku hallarinnar. Smíðinni er stjórn- að af lærðum húsgerðarfræðingum og með aðstoð lærðra fornfræð- inga. Myndina er sagt að eigi að nota, sem lið í baráttunni við alls kyns ófagnað og illdeilur manna og þjóða á meðal á jörðu hér, einkum eigi hún að verða óbrigð- ult meðal gegn hinum svo nefnda Bolshevisma. Það skal hér látið ósagt hve mikil áhrif mynd þessi getur haft í þá átt, en þó er ekki óliklegt, að sum atriði hins Gamla- Testamentis, verði þau leikin, geti haft áhrif í öfuga átt. Komist myndin á markaðinn, er enginn vafi á því, að hún get- ur á margan hátt orðið til stór- gagns, til þess að vekja áhuga manna á því, að kynna sér gull- korn þau, sem felast í Biblíunni. Og ekki ættu kvikmyndir að spilla fyrir trúboðsstarfi kristniboðanna, sem ferðast um meðal ómentaðra- blökkumanna og annara „sauð- svartra syndasela". Takist myndin ] vel, er enginn vafi á því, að hún verður heilbrigðasta og bezta myndin, sem enn hefir gerð verið til þess, að græða fó á og fræða almenning á. Hún ætti tæplega að geta hnekt siðferðisþroska manna, eins og því miður alt of margar kvikmyndir gera. £ið Clemenceaus betur. Kaupmannahöfn 18. nóv. Frönsku kosningarnar hafa farið þannig að liðar Clemenceaus hafa betur. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.