Baldur - 10.06.1944, Side 1

Baldur - 10.06.1944, Side 1
BALDUR UTGEFANDI: SÓSÍALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR X. ÁRG. ísafjörður, 10. júní 1944 Kemur út einu sinni í viku, minnst 40 blöð á ári. Árgangurinn kostar 10 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Halldór Ólafsson, Odda. 14. tölublað. Gróði Eimskipafélagsins og Coca-Cola stjórnin. Hinn stórmikli miljónagróði Eimskipafélags Islands s.l. ár og það sem af er þessu ári hefur vakið undrun og hneyskli manna um land allt. Samkvæmt reikningum l'é- lagsins, sem lagðir voru fram á aðalfundi þess 3. þ. m. nam heildargróðinn s.l. ár ltr. 26— 27 miljónir, er það 6—7 milj. kr. meiri gróði á þessu eina ári en félaginu hefur tekist að skrapa upp á undanförnum 29 starfs árum sínum og jafn- mikið öllum tekju-, eignar- og stríðsgróðaskatii rikissjóðs síð- astliðið ár, auk þess græddi fé- lagið um 9 milj. kr. 4 fyrstu mánuðum þessa árs. Morgunblaðið og önnur í- haldsblöð i Reykjavík liafa látið i ljós undrun sína yfir þvi, að það sé talið nokkuð til- tökumál þótt „óskabarn þjóð- arinnar“, Eimskipafélagið, græði nokkra tugi miljóna á einu ári og 4 mánuðum. Með því sé starfsemi félagsins að- eins tryggð í framtiðinni. Það sé nú þess umkomið að auka skipastól sinn. Það er að vísu í alla staði æskilegt að hagur Eimskipafé- lagsins sé með sem mestum blóma, en þegar þess er gætt að á þessum óhæfilega gróða Eim- skipafélagsins er verzlunar- milliliðum gefnar um 13 milj- ónir króna i álagningu á óhæfi- lega há farmgjöld félagsins og tolla á þá farmgjaldahækkun, þannig að þessi gróði félagsins hefur hlaðið á sig verðhækkun, er hækkar dýrtíðina í landinu um 45—50 miljónir króna, þá verður ekki annað sagt en að þessi gróði „óskabarnsins“ sé orðinn þjóðinni ærið dýr, enda er það alþjóð kunnugt að það er ekki af umhyggju fyrir hag Eimskipafélagsins eingöngu, sem klika sú, er stj órnar því félagi, hefur í skjóli rikis- stjórnarinnar og verðlagseftir- litsins, okrað svo óhæfilega á farmgjöldum, «em raun ber vitni um, heldur er það framar öllu öðru gert með hag heild- salanna fvrir augum. Verðlags- ákvæðin eru nú einu sinni þannig, að því dýrar, sem var- an er keypt, því meira græða þeir, sem selja hana, enda er það opinbert leyndarmál, að um langt skeið hafa innflytj- endur háft sérstakar skrifstof- ur vestan hafs til þess a.ð út- búa fyrir sig fagtúrur með hærra innkaupsverði í því skini að auka álagningu sína liér heima, einnig er vitað, að innflytjendur liafa afþakkað stórfelldan afslátt, sem þeir liafa fengið lijá Eimskip, auð- vitað í þessum sama tilgangi, að auka álagninguna lijá sér. Þáttur ríkisstjórnarinnar, og þá aðallega viðskiptamálaráð- herra og verðlagseftirlitsins i þessu máli, er regin hneyksli frá upphafi til enda. Þessir herrar, sem stöðugt eru að þvæla um ógnir dýrtíðarinnar og hafa marg lýst því yfir, að þeirra einasta stefnumál væri baráttan gegn dýrtiðinni, horfa á það í heilt ár og 4 mánuði betur að dýrtiðin i landinu er aukin um 45—50 miljónir króna fyrir óliæfilegt farm- gj aldaokur Eimskipafélagsins, Og megnið af þessum gróða er fengið eftir skip, sem ríkis- stjórnin sjálf tekur á leigu og afhendir Eimskip til reksturs, og liafði hún því öll ráð i hendi sinni til þess að hindra þessa fjárglæfra. Og á sama tírna er skipaútgerð ríkisins rek- in með tapi. ^Þessir herrar hafa líka hvað eftir annað gengist inn á farmgjaldahækk- anir hjá Eimskip bæði í ágúst í hitteðfyrra og í fyrravor. Reynslan hefur nú sýnt hver þörf hefur verið þeirra liækk- ana. Og nú þegar lineykslið er orðið alþjóð kunnugt, eru farmgjöld lækkuð um 45%. Reyndar liöfðu farmgjöld vexáð lækkuð um 13% í janúar, svo heildarlækkunin nemur524/2 %> og auk þess er Eimskipafélag- ið látið greiða um 1 miljón kr. til að lækka vöruverðið. Þann- ig á að di'aga fjöður yfir þetta fjái’glæfrahneyksli. En þjóðin gerir sig ekki ánægða með slíkt yfirklór. Krafa hennar hlýtur að vera að þeir herrar, sem valda hér mestu vun, verði sviptir völdum og dregnir til ábyrgðar verka sinna. Vonandi ber Alþingi gæfu til þess að losa þjóðina við forustu þess- ara harðsvíruðu fulltrúa striðs- gróðaklíkunnar, sem nú eru berir að meira falsi og stór- felldari fjárglæfi’um en hér hafa áður þekkst. Kolbeinn Jakobsson, fyrr bóndi í Unaðsdal, and- aðist hér í Sj úkrahúsinu i fyrri nótt. Hátíðahöldin 17. júní. Nefnd sú, er bæjarsjjórn kaus til að undii’búa hátíða- höld hér á Isafii’ði i tilefni af lýðveldisstofnun 17. júní. hef- ur nú í samráði við fulltrúa frá ýmsum félagssamtökum í bæn- um gengið frá dagskrá hátíða- lialdanna í aðalati’iðum. Ákveðið hefur verið að liá- tíðahöldin fari fram uppi i Stórurð í lægðinni utan við stórurðarhrygginn. Þarna er ágætur samkomustaður, útsýni gott yfir bæinn og víðar, meira skjól en víða annarstaðar og ágætt að sjá það, sem fram fer til skemmtunar. Verður þarna byggður pallur fyrir fimleika- sýningar og söngfólk, staðui’- inn hreinsaður og prýddur með fánum og öðru eftir því, sem föng eru á. — Dagskrá hátíðalxaldanna verður í aðalatriðum þannig: Kl. 10 f. h.: Hátíðaguðsþjón- usta í kirkjunni, sóknarprest- urinn prédikar. Kl. 13,30: Útvarp frá há- tíðahöldunum á Þingvöllum. Verður hátalari settur á Gagn- fræðaskólann, svo fólk geti komið þar saman og hlýtt á hátíðahöldin og vill nefndin sérstaklega hvetja fólk til þess að fjölmenna þar og hlýða í sameiningu, þegar stofnun liins íslenzka lýðveldis verður lýst á hinum fornhelga þing- stað þjóðarinnar. Yrði sú ör- lagaríka atliöfn mönnum þá niiklu minnisstæðari heldur en ef hver sæti heima og hlust- aði á sitt útvarpstæki. Menn nytu þá í sameiningu þessarar hátíðlegu stundar og finndu til þess betur en ella að hér er sá atburður að gerast, sem alla þjóðina varðar og hún fagnar í sameiningu. Kl. 15 lýkur „fyrri hluta hátíðaútvarpsins frá Þingvöll- num, hefst þá hópganga frá Gagnfræðaskólanum og á há- tíðastaðinn. Er skorað á fólk að fjölmenna í hópgönguna, og væri æskilegt að félög mættu þar með fána sína og einkenni, t. d. skátar, íþrótta- menn o. fl. Á hópgöngunni spilar lúðra- sveit öxar við ána og fleiri lög. Þegar á hátíðastaðinn kem- ur verðiir jxjóðsöngui’inn leik- inn og sunginn. Þá hefst aðal- ræða dagsins, er Jóhann Gunn- ar Ólafsson bæjarfógeti flytur. Þá verða flutt ávöi'p ýmsra fé- lagssamtaka í bænum, sýndir fimleikar kvenna og kax-la og söngur og hljóðfæraleikur, er Sunnukórinn, Karlakór Isa- fjarðar og Lúðrasveitin ann- ast. Forseti bæj arstj órnar flyt- ur stutta ræðu, 5—10 mínútur, og að endingu verður fjölda- söngur: „I faðmi fjalla blárra“ og Ég vil elska mitt land“. Og lýkur útihátíðinni þar með. Um kvöldið verður fjölbreytt skemmtun í Alþýðuhúsinu. LYÐVELDIÐ VIÐURKENNT. Fulltrúar Sovétríkj anna, Bretlands, Bandaríkjanna og norsku stjórnarinnar i London hafa sent íslenzku ríkisstjórninni heillaóskir í tilefni þjóðai-atkvæða- greiðslunnar um lýðveldis- stofnun og sambandsslit. Ennfremur hafa fulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna og Noregs tilkynnt, að þeir mæti sem fulltrúar ríkis- stjórna sinna á hátíðahöld- um Ij'ðveldisstofnunarinn- ar á Þingvöllum 17. júní. Vér Islendingar fögnum af alhug árnaðaróskum þessara þjóða og skoðum þær vott fullrar viðurkenn- ingar þeirra á rétti íslenzku þjóðarinnar til að ráða málum sínum sjálf og ó- tvíræða sönnun þess, að þau viðurkenni íslenzka lýðveldið. Glæsileg urslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar. Með sambandsslitum: 70 536, móti 365. Með lýðveldisstofnun: 68 862, móti 106k. . .Úrslit þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar eru nú orðin kunn um land allt. Þátttaka varð 96—• 98%. 1 tveimur héruðum Vest- ur-Skaftafellssýstu og Segðis- firði varð þátttakan 100% og i Dalasýslu kusu allir, sem voru á kjörskrá, nema einn. Baldur getur a,ð þessu sinni ekki birt úrslit atkvæðagreiðsl- unnar í einstökum liéruðum, en eftir 17. júní verða úrslitin í hverju einstöku héraði birt.

x

Baldur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.