Baldur


Baldur - 24.06.1944, Qupperneq 1

Baldur - 24.06.1944, Qupperneq 1
B A L D U R UTGEFANDI: SÓSIALISTAFÉLAG ISAFJARÐAR Kemur út einu sinni í viku, minnst 40 blöð á ári. Árgangurinn kostar 10 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Halldór Ólafsson, Odda. X. ÁRG. ísafjörður, 24. júní 1944 16. tölublað. Lýðveldisfagnaður á ísafirði 17. júní 1944. Frú Borghildur Magnúsdóttir fimmtug. Lýðveldishátíðin hér á Isa- firði hófst með guðsþjónustu í Isafjarðarkirkju kl. 10. f. h. Sóknarpresturinn, séra Sigurð- ur Kristj ánsson, prédikaði, en Sunnukórinn, undir stjórn Jón- asar Tómassonar, annaðist sönginn. Laust eftir liádegi safnaðist fólk saman á leikvellinum við Gagnfræðaskólann. Var þar mikill mannfjöldi, þegar út- varpið frá Þingvöllum hófst. Hátalara hafði verið komið fyrir í glugga á Gagnfræða- skólanum og gat mannf j öldinn hlýtt á hina hátiðlegu athöfn, er stofnun hins íslenzka lýð- veldis var lýst yfir að Lög- bergi. Er þeirri athöfn var lokið og lýst hafði verið forsetakjöri, sem einnig var útvarpað, hróp- aði mannfjöldinn ferfalt húrra fyrir hinum nýkjörna forseta Islands. Eftir það var hlýtt á ávarp forseta til þjóðarinnar, og að þvi loknu hófst hópganga á hátíðastaðinn í Stórurð. Fremst í hópgöngunni gekk Lúðrasveit Isafjarðar og lék göngulög. Þá komu íþrótta- menn, piltar og stúlkur, í íþi-óttabúningum; siðan skátar í búningum sínum og þarnæst hópur skólabarna. . Gengu allir þessir aðilar í skipulögðum fylkingum og báru islenzka fána. Á eftir fylkingum iþróttamanna, skáta og barna kom svo mannfjöld- inn. Var gengið, sem leið liggur, um Austurveg, Hafnarstræti og Urðarveg á hátiðastaðinn, sem fyr er nefndur. Sögðu gamlir Isfirðingar, að meiri mann- fjölda hefðu þeir ekki séð hér saman kominn áður, svo þeir myndu eftir. Þegar á hátíðastaðinn kom var þjóðsöngurinn, Ó, guð vors lands, leikinn og sunginn af Lúðrasveit Isafjarðar og Sunnukórnum. Að því loknu flutti forseti bæjarstjórnar, Guðm. Gíslason Hagalín, ræðu dagsins. Eftir ræðu hans söng Sunnukórinn þrjú íslenzk lög. Þá flutti Sverrir Guðmundsson, formað- ur Iþróttabándalags Isfirðinga, ávarp íþróttamanna. Síðan söng Sunnukórinn þrjú lög. Hófst þá fimleikasýning. — Sýndu fyrst 15 stúlkur undir stjórn Maríu Gunnarsdóttur íþróttakennara, og síðan 8 pilt- ar undir stjórn Halldórs Er- lendssonar, íþróttakennara. Hafði fimleikapallur verið byggður á liátiðasvæðinu og fóru fimleikarnir fram á hon- um. Skilyrði til að sýna þarna voru þó mjög slæm. Rigning var allan daginn, frá þvi nokkru áður en lagt var í hóp- gönguna, og pallurinn blautur af rigningarvatni og sleypur af þeim sökum. Olli það iþrótta- fólkinu mikilla örðugleika, en þrátt fyrir það tókust fimleik- arnir ágætlega. Þegar fimleikasýningunni var lokið voru flutt stutt ávörp ýmsra stétta- og félagssamtaka í bænum. Þeir, sem ávörpin fluttu, voru þessir, og töluðu i þessari röð: Ávarp sjómanna flutti Har- aldur Guðmundsson skipstjóri, formaður Sjómannadagsráðs Isafjarðar. Ávarp iðnaðarmanna flutt af Bárði G. Tómassyni skipaverk- fræðing, formanni Iðnaðar- mannafélags Isfirðinga. Ávarp verkamanna, er Ragn- ar G. Guðjónsson, fjármálarit- ari verkalýðsfélagsins Baldur, flutti. Frú Bergþóra Árnadóttir, rit- ari kvenfélagsins Ósk, flutti á- varp kvenna. Hafði hún klæðst íslenzkum skautbúningi i til- efni þess, að hún kom þarna fram sem fulltrúi ísfirzkra kvenna á stofndegi hins ís- lenzka lýðveldis. Var hún eina konan hér, er har þann búning á þessum hátíðisdegi. Ávarp Good-templara flutti Guð- mundur Sveinsson skrifstofu- njaður, fyrv. umdæmistemplar, og Haukur Helgason banka- ritari, formaður Stúdentafé- lags Isafjarðar, flutti ávarp menntamanna. Milli ávarpanna og íþrótta- sýninganna voru ættjarðarljóð sungin og leikin og önnuðust það Sunnukórinn, undir stjórn Jónasar Tómassonar, Karlakór Isafjarðár, undir stjórn Högna Gunnarssonar, og Lúðrasveit Isafjarðar, stjórnandi Gunnar Hallgrímsson. Otihátíðinni lauk með því að allir sungu „Ég vil elska mitt land“ og „I faðmi fjalla hlárra“. Eins og fvr var sagt, var hellirigning allan daginn, en veður að öðru leyti frekar milt. Hinn 17. júni siðastl. varð" frú Borghildur Magnúsdóttir, veitingakona, Pólgötu 4 hér í hænum 50 ára. Frú Borghildur Magnúsdótt- ir er ein af þekktustu og vin- sælustu konum þessa bæjar. Hún hefui' af miklum dugn- aði og myndarbrag rekið mat- sölu hér í hænum i 23 ár, og ég fullyrði, án þess að kasta nokkurri rírð á önnur matsölu- og veitingahús hér, að veitinga- hús frú Borgliildai' liefur bor- ið af i rausn og myndarskap, enda hefur hvert rúm verið skipað hjá henni frá þvi fyrsta, sérstaklega hafa ísfirzk- ir sjómenn notið hjá henni góðrar aðhlynningar, og munu þeir áreiðanlega margir muna það. Frú Borghildur hefur verið og er með afbrigðum vin- sæl veitingakona, og þeir, sem keypt hafa hjá henni fæði, hafa sjaldnast farið frá henni, nema að þeir hafi stofnað eig- ið heimili eða fluzt burt úr bænum. Frú Borghildur er ekki vin- Dró rigningin mjög úr á- nægju hátíðahaldanna og fóru margir heim áður en þeim var lokið. Hátalara var komið fyrir á liátiðasvæðinu, svo allir gátu heyrt til ræðumanna. Islenzkir fánar blöktu á stöngum við l'imleikapallinn og ræðustól og umhverfis hátiðasvæðið þar sem hæst bar. Yfir inngöngu- hliðið var málað á hvítan dúk: 17. júní 1944. Um kvöldið var skemmtun í Alþýðuhúsinu. Baldur Johnsen liéraðslæknir flutti þar ræðu, Guðm. G. Hagalín las kvæði og Lúðrasveitin, Sunnukórinn og Karlakór Isafjarðar léku og sungu ættjarðarsöngva. Að endingu sungu allir viðstaddir ættjarðarsöngva, og þar með var lokið hátiðahöldum dags- ins. Merki lýðveldishátiðarinn- ar. voru seld allan daginn. Voru þau úr pappa: íslenzk- ui' fáni, með rísandi sól yfir og áprentað 17. júní 1944, fest á silkihorða, sem var með litum íslenzka fán- ans. Mátti svo heita að hver einasti maður, ungur og gam- all, bæri merki dagsins. Málm- merki af sömu gerð, sem ætlunin var að selja einnig sæl fyrir það eitt að hafa á borðum mikinn og góðan mat heldur njóta þeir, sem hjá henni eru, sérstakrar umliyggj u og velvildar og liún er jafnan hoðin og búin að gera þeim allt til hæfis. Það var ekki ætlun mín að rekja æfiferil frú Borghildar i þessum fáu línum, heldur eru þær örlitill þakklætisvottur l'rá mér fyrir margra ára góða viðkynningu, og ég get af per- sónulegri reynslu fullyrt að ekkert er of fnælt af því sem sagt er hér að framan, og um frú Borghildi má segja með sanni eins og sagt var um Berg- þóru, að liún er drengur góður. Þessi orð vil ég svo enda með þeirri ósk til handa hinu unga íslenzka lýðveldi að það eignist margar konur, er skili dagsverki sínu með jafn mikl- um ágætum og frú Borghildur hefur gert. Þá mun vel fara. Ég óska henni svo innijega til hamingju og langra og far- sælla lifdaga. H. Ól. þennan dag, koniu ekki svo snemma að þess væri kostur. Voru þau seld eftir liátíðina og eru nú öll uppseld. Islenzkir fánar hlöktu við hún víðar um bæinn en nokkru sinni áður, flögguðu þó færri en vildu, vegna þess að ekki var auðið að ná i nægilega marga fána. Verzlunin Dagsbrún hafði i gluggum sínum myndir af Jóni Sigurðssyni og íslenzka borð- fána. Hún var eina verzlunin hér í bænum, sem prýdd var i tilefni dagsins. — Skip, sem lágu á höfninni, bæði íslenzk og erlend, voru öll skrýdd fánum og merkjaflögg- um. Á dönsku skipi, sem hér lá, mátti lesa úr merkjaflögg- unum heillaósk til íslenzka lýðveldisins. Þar stóð: „Til Lykke med Islands Uafhængig- hed Hátíðahöldin fóru öll fram með hinni mestu prýði og virð- ugleik. Kom glöggt fram ein- lægur fögnuður fólks yfir því að hafa nú að nýju heimt fullt frelsi og jSjálfstæði eftir hart nær 7 ahía baráttu. Mun þessi dagur blessaður af lslending- um meðan íslenzk tunga er töluð. ★

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.