Baldur


Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 2

Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 2
34 B A L D U R Landsmót skíðamanna háð á ísafirði. Guðmundur Guðmundsson frá Iþróttabandalagi Akur- eyrar, skíðakóngur Islands 1945. i Skammtad lir skrínunni. Landsmót skíðamanna var háð hér í Seljalandsdal á sama tíma og hin árlega skíðavíka Isl'irðinga. Þátttakendur í motinu voru 47 í'rá íþróttasamböndum i Reykjavík, Akurcyri, Siglu- i'irði, Isat'irði, Eyrarhreppi í' Skutulsfirði og Strandasýslu. Mótið hófst á skírdag, 24. inarz, en lauk 3. apríl. Veður var yndislega gott alla dagana, sem mótið stóð yfir, nema páskadaginn, þá var talsvert l'rost og snjókoma.. Fyrsta dag landsmótsins var keppt i bruni og svigi kvenna í A-, B- og C-flokki, 18 km. göngu karla, 20 ára og eldri, A-, og B-flokki, og 15 km. göngu 17—1!) ára. Orslit þennan dag: 1 A- og B-flokks hruni kvenna var fyrst Margrét Ólafsdóttir 43,0 sek. Maja örvar 45,1 sek. Guð- björg Þórðardóttir 67,9 sek. 1 C- flokki Inga Árnadóttir 36,0 sek., Guðrún Pálsdóttir 37,8 sek. Þessar stúlkui\kepptu all- ar fyrir I. B. R. og voru einu stúlkurnar, sem þátt tóku í mótinu. Orslit í svigi kvenna urðu þessi: A- og B-flokkur, Maja örvar 73,7 sek. Margrét 96,5 sek., G-uðbjörg 111,5 sek. C-fl.: Inga 60,1 sek., Guðrún 80,8 sek. Þrír fyrstu menn í 18 km. göngu í A-fl. voru Guðmundur Guðmundsson, I. B. A., 77 mín., 18 sek. Sigurjón Halldórsson, I. B. I., 80 mín., 32 sek. Jónas Ásgeirsson, I. R. S. 82 mín., 42 sek. Af B-flokks-mönnúm urðu fyrstir Reynir Kjartansson, I. B. R., 83 mín. 29 sek. Bjarni Halldórsson, I. B. I. 86 mín., 12 sek. Iiaukur Benediktsson, I. B. I., 86 mín., 48 sek. I 15 km. göngu urðu fyrstir Ingibjörn Hallhertsson, 1- þróttabandalag Strandasýslu, 65 mín., 31 sek. Guðm. Bene- diktsson, I. B. I., 68 min., 28 sek. Guðbrandur Guðbrands- son, I. B. S., 69 mín 4 sek. Annan dag mótsins, föstu- daginn langa, var keppt í svigi karla A-, B- og C-flokki og ennfrenmr fór fram sveit- arkeppni um slalombikar Litla skíðafélagsins. Orslit urðu þessi: I A-flokki varð fyrstur Guðm. Guðmundsson frá I. B. A. á 2 mín. 38,8 sek, annar Magnús Brynjólfsson, I. B. A., 2 mín., 45 sek., þriðji Jón M. Jónsson, I. B. R., 2 mín., 46,2 sek. I B-l'lokki varð fyrstur Þói-ir Jónsson, 1. B. R., 2 mín., 4 sek., annar Finnur Björns- son, I. B. A. á 2 mín 24,6 sek., þriðji Haukur Ben. I. B. I., 2 mín., 31 sek. Þessir urðu fyrstir í C-flokki: Stefán Kristj ánsson, I. B. R., 2 mín., 12,4 sek. Hörð- ur Ólafsson, I. B. R., 2 mín., 14,3 sek. Guðmundur Samúels- sön, I. B. R., 2 mín., 18,1 sek 1 svigkeppninni sigraði sveit Iþróttabandalags Akureyrar á 8 mín., 59,5 sek., önnur varð sveit I. B. R. á 9 mín., 16,5 sek., þriðja sveit í. B. I. á 11 mín., 30.5 sek. Skemmstan tíma i sveitarkeppninni hafði Jón M. Jónsson l'rá I. B. R. 1 mín. 59,4 sek. Á laugardag átti að keppa 1 bruni en varð að l'resta keppninni. Páskadag átti að keppa í stökki og bruni, en var aðeins hægt að ljúka stökkinu. Orslil urðu þessi: I A-flokki stökk Jónas Ásgeirsson, I. R. S., 25.5 og 24,5 metra, h'laut 230,1 stig. Guðmundur Guðmunds- son I. B. A. 23 og 24 metra, hlaut 216,4 stig. Björn Blöndal, l. B. R., 21,5 og 21 metra, hlaut 195,6 stig. B-flokkur: Haukur Benediktsson, I. B. I., 21 og 21,5 m. , hlaut 201,5 stig, Sigurður Jónsson, I. B. I., 20,5 og 21 m., hlgiut 194,5 stig. Magnús Björnsson, I. B. R., 21 og 20,5 m., hlaut 193,8 stig. I aldursflokki 17—19 ára stökk Jónas Helgason, I. B. I., 19.5 og 18,5 m., hlaut 176,1 stig. Þórir Jónsson, 1. B. R., 16,5 og 18 m., hiaut 174,9 stig. Finnur Björnsson, I. B. A., 22 og 22 m., en féll í fyrsta stö'kki, 165,5 stig. I tvikeppni, göngu og stökki sigraði Guðmundur Guð- mundsson, 1. B. A., hlaut 456,1 stig, annar varð Jónas Ás- geirsson, 1. R. S., 440,1 stig, þriðji Haukur Benediktsson, 1. B. 1., 385,1 stig. Bruni karla varð eigi lokið fyr cn á þriðjudag, og fór það þannig: I A-l'lokki varð Jón M. Jónsson, I. B. R„ 2 mín. 27,5 sek. Hreinn Ólal'sson, I. B. A., 2 mín., 27,6 sek. Magnús Brynj- ólfsson, I. B. A., 2 mín., 35,6 sek. 1 B-l'lokki varð Þórir Jónsson 1. B. R. 2 mín., 33,8 sek. Guðm. Benediktsson, I. B. I., 2 mín., 36,2 sek. Haukur Benediktsson, I. B. I., 2 mín., 46,5 sek. I C-flokki var Guðmundur Samúelsson, I. B. R., 2 mín., 38.5 sek. Þórir Kristjánsson, I. B. I., 2 mín., 45,5 sek. Magn- ús Björnsson, I. B. R., 2 mín., 45,9 sek. Á mótinu var keppt um Skíðabikar Islands, sem er verðlaun fyrir bezta afrek i tvíkeppni, göngu og stökki og vann liann Guðmundur Guð- mundsson, I. B. A., ásamt nafn- „Vér eplin...“ Ritstjóri Skutuls skrifar all mikið um utanríkismál um þessar mundir. I tilel'ni al’ þeim skrifum er fróðlegt að rifja upp það, sem þessi sami ritstjóri skrifaði um þessi mál í sambandi við lýð- veldiskosningarnar í vor, til þess svona. að sýna, að þarna skrifar maður sem hægt er að taka mark á. I Skutli, sem út kom fyrsta dag lýðveldiskosninganna, 20. maí i fyrra, mátti lesa eftirl'ar- andi: „Þegar hinni blinduðu þjóð hefir tekizt að samþykkja stj órnarskrárnefnuna, kemur Alþingi saman. — Þess fyrsta verk hlýtur að verða yfirlýs- ing um, að Kristján konungur tíundi sé settur al'. Þá fer fram forsetakjör. Þar sem ekki liel'- ir tekizt að fá algert samkomu- lag um neinn nema Svein Björnsson sem forseta, nær hann kosningu, einkum sökum j)ess áð íhaldinu er kunnugt um, að hann stendur í þeim sporum, að hann getur ekki tekið við kosningu nú undir jjessum kringumstæðum. — Sveinn Björnsson hlýtur því að afþakka heiðurinn, og rætist þá sá draumur íhalds og kom- múnista að koma Einari Arn- órssyni í forsetastólinn. Þessu næst verður leitað bótinni skíðakóngur Islands 1945. Guðmundur ' vann einnig svigmeistarabikarinn, sem er verðlaun fyrir bezta afrek í A- flokki í svigi. I flokkskeppn- inni vann sveit I. B. A. slalom- bikar Litla skíðafélagsins, en svigbikar 2 vann I. B. R., sem átti anna.n,M'jórða og finnnta mann í B-flokks svigi. Svigbraut kvenna í A- og B- flokki var 60 m. há, í C-flokki 50 metra há. Svigbraut karla í A-flokki var 250 m. há og 38 hlið, i B- flokki 200 m. há, í C-l'lokki 180 m. há. Svigbraut fyrir sveitarkeppni um slalomþikar Litla skíðalelagsins va.r l80 m. há. Brunbrautin byrjaði á Mið- l'ellshálsi og endaði niðri í Tungudaí, rétt framan við Val- höll. Hæð 450 m., lengd um 2500 metrar. Landsmótinu lauk með því að Skíðaráð Isafjarðar og 1. B. I. höl'ðu boð inni fyrir keppendur og starfsmenn. ------o------- Ujúskapur. Katrín Arndal, hjúkrunar- kona, frá Hafnarfirði, og Júlí- us Thorberg Helgason, raf- virkjanemi, voru gefin saman í hjónaband al' sóknarprestin- um hér 31. f. m. samþykkis og viðurkenningar erlendra ríkja á lýðveldinu. (Til þessa hefir nefnilega gleymzt að gera það.) Hinar sameinuðu þjóðir hljóta, vegna framkomunnar við konung Dana, sem eru í fylkingu og fóstbræðralagi sameinuðu þjóðanna, — að svara þeirri beiðni með því að kalla sendi- herra sína heim. — Rússar við- urkenna lýðveldið, vegna framtíðardrauma sinna um Malta Atlantshafsins, og verð- ur þvi sendiherra Rússa kyrr í Reykjavík, þólt liinir fari. Þannig verður Island viðskila við öll nágrannalönd sín i Ev- rópu. En livað gera j)á Bandarík- in? Þau bregðast ekki samein- uðu þjóðunum. Þau viður- kenna ekki lýðveldið. En þau kalla þó ekki sendiherra. sinn heim. Bandaríkin liafa nefni- lega tekið að sér hervernd Is- lands. Hana. verða þeir að framkvæma, ekki sizt vegna þess að ella væri eyvirkið mik- ilvæga í raun réttri afhent Rússum". Það er von, að maður, sem birti slíka speki!! á prenti fyrir 9 mánuðum síðan, skrifi um utnríkismál með talsverðu yfir- læti og telji sig sjálfkjörinn leiðbeinanda á því sviði. „Vér eplin, sögðu hrossataðs- kögglarnir“. Bærinn og nágrennið. Dánarfregnir. Esther Kristjánsdóttir and- aðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 24. marz s. 1. Hún var 19 ára að aldri, dóttir hjónanna Salómc Sveinbj arnardóttur og Kristjáns Magnússonar, mesta myndar og eínisstúlka. Lík hennar var flutt hingað með^Esju og jarðsungið hér 31. marz að viðstöddu miklu fjölmenni. Sigríður Þorkelsdóttur, há- öldruð kona, andaðíst hér á Elliheimilinu 29 f. m. Kristín Þorsteinsdóttir, Grund hér í bænum, andaðist liér í sjúkrahúsinu 3. þ. m. Ilún var alþekkt myndar og merkis- kona. Spellvirkjar. Mjög hefur borið á því í vetur, að spellvirki hafi verið framin á sumarbústöðum í Tungudal og víðar hér í ná- grenninu. Á nokkrum sumar- bústöðum hafa verið brotnar rúður, brotist inn í suma þeirra, gler brotið í gróðurhús- um og allskonar skemmdir framdar. Þrjár kærur hafá lögregl- unni borist út af þessum skemmdarverkum og er málið Framhald á 4. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.