Baldur


Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 07.04.1945, Blaðsíða 4
36' B A L D U R Þökkum hjartanlega mikla vinsemd og hlut- tekningu við andlát og jarðarför móður og tengdamóður okkar SIGRlÐAR V. JÓNSDÓTTUR. Isafiröi, 31. marz 19h5. Lára Eðvarðsdóttir. Elías J. Pálsson. m Vinnufatnaður — hlífarfttt. Allskonar vinnufatnaður og hlífðarföt til sjós og lands á unga og gamla höfum við fyrirliggjandi. Verzlun J. S. Edwald. Setuliðstimbur Gólfborð, battingar, plankar, tré og trétex verður selt næstu daga með sanngjörnu verði. Viðurinn er þur og harður, allur rotvarinn með þar til gerðum vökva. Verzlun J. S. Edwald. Skrár yfir fasteignaskatt og vatnsskatt í Isafjarðarkaup- stað fyrir árið 1945 liggja frammi á bæjarskrifstofunni 3. til 15. apríl n. k. Kærum til leiðréttinga á sköttum sé skilað á skrif- stofu bæjarins fyrir 15. apríl. Isafirði, 26. marz 1945. BÆJARSTJÖRI. Aðalfundur Fisksölusamlags Vestfirðinga verður haldinn á skrif- stofu samlagsins á Isafirði mánudaginn. 9. apríl 1945. DAGSKRÁ: Samkvæmt 8. gr. samlagslaganna. Isafirði, 24. Bærinn og nágrennið. Framh. af 3. síðu. í rannsókn. Ekki hefur orðið uppvíst hvaða pörupiltar eru hér að verki. Það er óneitanlega hart að menn skuli ekki geta átt sum- arbústaði sína i friði fyrir skemmdarverkalöngun ein- hverra óþokka. Þyrfti sem fyrst að hafa hendur í hári slíkra pilta. 0------- Útflutningur íslenzlaa afurða í janúar. Samkvæml febrúarhefti Hag- tiðinda hefur útflutningur ís- lenzkra afurða í janúar 1945 verið sem hér segir: marz 1945. Samlagsstjórnin. ísfiskur 9 032 410 kg., verð kr. 9 392 650,00. Freðfiskur 3 245 230 kg., verð kr. 7 066 500,00. Síldarmjöl 870 000kg., verð . kr. 421 900,00. Útflutningsverðmæti samtals kr. 16 881 050,00. Á sama tíma í fyrra var flutt út 5 346 774 kg. af ísfiski, verð kr. 4 822 108,00, 725 706 kg. af freðfiski, verð kr, 1 599 096,00, 6134 tunnur síld, verð kr. 1 275 224,00 og ýmsar vörúr að verðmæti kr. 8037,00. Verðmæti útflúttra afurða nam þá samlals kr. 7 704 465,00 eða rúmum 9 milj. kr. miimi cn á sama tíma í ár. Prentstofan Isrún h. f. Tilkynning frá skrifstofu bæjarstjóra. Fyrsta apríl fellur í gjalddaga önnur afborgun útsvara. Þeir einstaklingar og fyrirtæki, sem ennþá hafa ekki staðið skil á fyrstu greiðslunni, sem féll í gjalddaga 1. marz s.l. eru áminntir um að gera skil án frekari dráttar. Isafirði, 26. marz 1945. Skrifstofa bæjarstjóra. Tilkynning frá Nýbyggingarráði. Umsóknir um fiskibáta byggða innanlands. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta byggja innan- lands á næstu 1—2 árum 50 fiskibáta af þessum stærðum: 25 báta, 35 smálesta að stærð, og 25 báta, 55 smálestir að stærð. Tilskilið er, að ríkisstjórnin geti selt þessa báta ein- staklingum, félögum eða stofnunum til reksturs. Teikningar af 35 smálesta bátunum hafa þegar verið gerðar og eru til sýnis hjá Nýbyggingarráði, en verið er að fullgera teikningar af 55 smálesta bátunum og verða þær og til sýnis strax og þeim er lokið. Umsóknir um þessa báta sendist til Nýbyggingar- ráðs, sem allra fyrst og eigi síðar en 15. maí 1945. Þeir, sem þegar hafa óskað aðstoðar Nýbyggingarráðs við út- vegun báta af þessum stærðum, sendi nýjar umsóknir. Við útvegun bátanna verður að öðru jöfnu tekið til- lit til þess, í hvaða röð umsóknirnar berast. Nýbyggingarráð. Tilkynning Að marggefnu tilefni viljum vér taka það fram, að heimsóknartími til sjúklinga er daglega aðeins frá kl. 2 til kl. 3i/2 e. h. Á~ öðrum tíma eru heimsóknir til sjúklinga algjörlega bannaðar, nema með sérstöku leyfi læknis eða hjúkrun- arkonu, í hvert sinn. Isafirði, 22. marz 1945. Sjúkrahús Isafjarðar. Eldhiisstiilku, helzt vana matreiðslu, vantar okkur 14. maí. Nánari upplýsingar hjá forstöðukonunni. Elliheimili Isafjarðar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.