Baldur


Baldur - 17.06.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 17.06.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 67 Látum bjarkirnar gróa BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Fyrsta ár lýðveldis á íslandi. Þegar litið er yi'ir þetta iyrsta ár, sem liðið er irá lýð- veldisstofnun á Islandi, verður það einkum tvennt, sem ástæða er til að staldra við. Myndun ríkisstjórnar fyrsta vetrardag og ófriðarlokin í Evrópu. Hin almenna þátttalca þjóð- arinnar í lýðveldiskosningun- um í fyrra vor og fögnuður hennar á stofndegi lýðveldis- ins, sýmdi greinilega, að ís- lenzka þjóðin getur staðið sam- an, sem einn maður, þegar skyldan kallar og nauðsyn krefur. 1 framhaldi af þfeirri þjóð- areiningu, * sem þá skapaðist tókst líka að sameina meiri- hluta alþingis um ríkisstjórn, sem hefur þá meginstefnu „að tryggja það, að allir lands- menn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur. Myndun þessara ríkis- stjórnar má hyklaust telja merkasta atburð þessa fyrsta lýðveldisárs, ekki aðeins vegna þess að með henni sameinast þrír stj órnmálaflokkar, and- stæðir i skoðunum, til sameig- inlegra átaka um lausn ýansra mest aðkallandi vandamála þ j óðí elagsins, heldur mildu frcmur, vegna þess að þessi stjórn er mynduð eftir kröfum fólksins sjálfs og nýtur stuðn- ings þess. Um verk þessarar stjórnar má vitanlega deila í einstökum atriðum, út í það verður ekki farið hér. Framkvæmdir henn- ar eru ennþá að mestu á und- irbúningsskeiði. En því verður ckki mótmælt, að í stefnuskrá og starfi stjórnarinnar endur- speglast sá vorhugur, bjart- sýni og athafnavilji sem nú er sérstaklega áberandi í íslenzku þjóðlífi. Þjóðin krefst nú frekar en nokkru sinni fyrr alhliða við- að eins og þeim tókst samein- uðum að standast allar ógnir hins erlenda kúgunarvalds eins takist þeim nú í einingu að byggja land sitt nýju og skapa þar örygg), hamingju og frið. Islenzk alþýða fagnar sér.- staklega þeim tilraunum, sem nú er verið að gera um sam- einingu norsku verkalýðs- flokkanna, vonar að sú sam- eining megi takast og norsk al- þýða taki sjálf völdin i sínar liendur i Noregi framtíðar- innar. reisnar og framfara, hlutverk þessarar ríkisstj órnar er að styðja *að þeim framkvæmd- um, til þess er bún mynduð og til þess nýtur hún stuðnings þjóðarinnar. Eins og aðrar smáþjóðir byggjum vér Islendingar til- veru vora sem sjálfstæð þjóð, l'yrst og fremst á því að frið- ur sé í heiminum og réttur allra þjóða til að ráða sjállar sínum eigin málum, án íhlut- unar annara þjóða, sé að lullu viðurkenndur. Það er því merkisatburður — el' til vill sá merkasti sem á þessu fyrsta ári íslenzka lýðveldisins hefur gerst — að nú er styrjöldinni lokið í Evrópu með fullum sigri hinna ’lýðræðissinnuðu þjóða. Dýrslegasta kúgunar- stefnan, sem nokkru sinni hef- ur komið fram meðal mann- anna, hefur nú verið brotin á bak aftur, og hið fámenna og unga íslenzka lýðveldi á meira undir því komið en nokkur önnur þjóð í heiminuni, að hér verði kné látið fylgja kviði, og ekki látið sitja við það eitt að útrýma þessari kúgunarstefnu heldur öllum orsökum hennar. Það liefur verið sagt að sjálfstæðisbaráttan sé ævar- andi. Það er sannleikur. Sjálf- stæðisbaráttu Islendinga lauk ekki 17. júní 1944. Hún lieldur áfram. Inn á við í baráttunni fyrir betri hag fólksins,. víð- lækari framkvæmdum, alhliða nýtingu á gæðum lands og sjávar, meiri menningu og auknu lýðræði. Út á við i bar- áttunni fyrir því, að íslenzka þjóðin njóti á alþjóðavettvangi þeirra réttinda, sem henni ber sem frjáls menningarþjóð, og að þau réttindi verði aldrei al' henni tekin. I þessari baráttu verður al- þýðan — hið starfandi fólk til sjávar og sveita — að leggja frain krafta sína heila og ó- skipta. Það er hennar hlutverk að vernda það frelsi, sem þcg- ar er fengið og- fullkomna það. Skilji íslenzk aíþýða — sjó- menn, verkamenn, bændur og menntamenn — þetta hfutverk sitt og sé hún þess um kemin að framkvæma það, þá er sjálfstæði íslands tryggt um alla framtíð. -------o------- Fyrirspurn. Þar sem vitað er að I. R.- bikarinn var afhentur hr. alþm. Sigurði Rjarnasyni og honum falið að koma honum liingað vestur, en þessum grip hefur ekki ennþá verið komið til réttra aðila, vil ég spyrja hvað þessu veldur. Liggur grip- urinn hjá I. B. I., eða hefur Sigurður ekki ennþá komið honum vestur. Verður hann elíki afhentur sigurvegaraihun fyrir næslu keppni? Iþróttamuður. I lýðveldiskosningunum í fyrra var, eins og menn muna, hafist handa um fjársöfmm til skógræktar á Islandi. Landsnefnd lýðveldiskosn- inganna lét þá búa lil sérstök merki, þrjú græn bjarkarlauf á hvítum grunni, þessi merki skyldu kjósendur bera eftir að þeir höfðu greitt atkvæði við kosningarnar. Merki þessi voru tákn þess að þjóðin gengi lil þessara kosninga með þá ákvörðun í liuga að láta ásannast orð skáldsins: „Fögur er lilíð' og fyllist skógi'*. Að aflokiium lýð- veldiskosningunum var merk- ið aflient Skógræktarfélagi Is- lands til eignav. Ætlar félagið að velja einn lýðveldiskosn- ingadaginn til skógræktardags eftirleiðis og selja þá þessi merki til söfnunar fjár til skóg- ræktar og landgræðslu á Is- landi. Lýðveldiskosningadagana fór einnig fram alinenn fjársöfn- un um land allt bæði til þess að greiða kostnað við kosning- ingarnar og til styrktar skóg- ræktinni. Núna nýlega afhenti lands- nel'nd lýðveldiskosninganna Skógræktarfélagi Islands stóra fjárupphæð — 250*þúsundir króna — sem var afgangur af þessari fjársöfnun. Fé þessu hefur verið ákveðið að verja til kaupa á trjáplöntum til gróðursettningar. Þetta er mikið fé og sýnir að þátttakan hefur verið almenn í þessari fjársöfnun, og marg- ir verið stórgjöfulir. Það kostar líka mikið íe, erfiði og þolinmæði að klæða. landið okkar skógi. En jiað er frámkvæmanlegt. I- einu ag sínum gullfögru og lærdómsríku kvæðum, Bræðra- býti segir Stephan G. Stephan- son frá tveimur bræðrum. Föð- leifð þeirra hafði verið rán- yrkt um þúsundir ár. „Hver komandi kýn-slóð og nýrri ögn lfroppaðri landauðnir fékk'. Þeir bræður ákváðu nú að breyta hér um til batnaðar. En urðu ekki á einu máli um leið- ir. Annar þeirra ákva.ð að leita gulls í iðrum fjallsins. Hinn vildi klæða landið sitt gróðri. Árangrinum af starfi hins síð- arnefnda lýsir skáldið svo: „I Sunnudals gróandi görðuin í gamalsfólks minnum það hélzt,' livað græðst hefði af hersvæði og börðum og bjarkirnar stækkað og elzt, en fækkað um feyskjur og hnjóta — að föðurland eltist til hóta í fortíð og framtíma helzt. I glólundi grænlaufgrar bjarkar einn gnæfandi stórviður spratl, og undir þeim öldungi markar var almælt og liaft fyrir satt, að enn fyndist gröfin, hans gróin, . sem græddi upp fyrstur þann skóg- inn og sandrok með svarðreipum batt. Menn byggðu á þær bjarkviður tryggðir: ið bezt gróna að sinna þeim vin, sem stofnaði bræðralags byggðir af blómreit og skjlósælum hlyn, sem bólfesti bládaggar nætur, sem batt niður fjallanna rætur og hagvandi skúrir og skin. Nú skríða frá skógum um sæinu með skipsþiljum hámöstrin fríð og kveða við bylinn og blæinn hjá bryggju og um hafdýpi víð. Þau flytja er andvarinn andar við útlendur brag sinnar strandar og þjóðlög frá lieimalands hlíð. Og svo er á sérhverju vori, er suinarið keraur til lands, sem leynzt liafi lífsmark i spori þess liðna og steingleymda manns, sem vonin hans liggi í því landi, í laufskrúðans dásemd hans^ndi, í gróðrinum liugurinn hans“. — Þess verður vitanlega langt að bíða, að frá skógum lands- ins okkar „skríði með skips- þiljum hámöstrin fríð“ og flytji til útlanda þjóðlög síns heimalands. En þó það verði ef til vill aldrei, að tréin úr islenzku skógunum verði svo stórvaxinn að þau hæfi í há- möstrin, þá er eitt víst, með aukinni skógrækt, og viðhaldi og verndun þeirra skóga sem fyrir eru, tekst í bókstaflegri merkingu að hagvenja skúrir og skin. Loftslag verður þá mildara og veðrátta betri en nú er. I dag, þegar íslenzka þjóðin heldur hátíðlegt fyrsta lýðveld- isalmælið sitt ætti hún að minnast þeirrar ákvörðunar sem tekin var lýðveldiskosn- ingadagana — að klæða landið skógi og öðrum gróðri, og verja til jiess að framkvæma j)á ákvörðun ekki aðeins fáein- um aurum fyrir fallegt merki einu sinni á ári, heldur miklu mcira. Við Isfirðingar þurfum að sýna Blóm- og trjáræktarfélag- •inu okkar og binu nýstofnaða skógræktarfélagi miklu meiri og almennari alúð en verið hefur. Við þurfum allir að hjálpa til að græða bersvæðin og börðin hér í nágrenninu, og viðhalda þeim skógargróðri sem fyrir er. Þó að nafn hvers einstaldings, sem þar leggur hönd á plóg, gleymist, þá mun á sérhverjji vori leynast líi's- mark í sporunum hans. KVÆÐAKVER, eftir Halhlór Kiljan Laxness, óskast keypt. Ritstjóri. \

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.