Baldur


Baldur - 24.07.1945, Blaðsíða 3

Baldur - 24.07.1945, Blaðsíða 3
B A L D U R 83 Atvinnuástandið í bænum. Sérstaklega er atvinnuleysi unglinga 14—16 ára tilfinnanlegt, og nauðsynlegt að eitthváð sé gert til að bæta úr því. BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur Gjalddagi 1. júlí Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson Ritstjórn og afgreiðsla: Odda, Isafirði, Pósthólf 124 Hér þarf að byggja fleiri íbúðarhús. Eins og kunnugt er liafa Is- firðingar nú fesl kaup á fimm eða sex 80 smálesta mótorskip- um frá Svíþjóð og má búast við að þau komi hingað til bæjarins ekki síðar en á næsta ári. Þá hefur að tilhlutan full- trúa Sósíalistaflokksins i bæj- arstjórn, verið flutt þar tillaga um að bærinn sæki til Nýbygg- ingarráðs um kaup á einum til tveimur nýtízku togurum, liafi forgöngu um stofnun félags til togaraútgerðar og leggi fram á þessu ári 250 þús. krónur í því skini. Ennl'remur hefur bæjar- stjórn á prjónunum byggingu hraðfrystistöðvar hér við báta- höfnina og í ráði er að gera uppfyllingu milli Neðstakaup- staðarbryggjunnar og c báta- hafnaruppfyllingarinnar. Um framkvæmdir þessar er það að segja, að full vissa er fyrir því að Svíþjóðarbátarnir koma, um hinar er aftur á móti nokkuð meiri vafi. Tillögunni um togarakaupin var á sínum tíma vísað til hæj- arráðs og mun eitthvað hal'a verið leitað hófanna hjá Ný- byggingarráði um útvegun log- ara, en ekki er því máli svo langt komið að frá því verði skýrt liér. Sama er að segja um hraðl’rystistöðina og upp- fyllinguna, þær framkvæmdir báðar eru enn í undirbúningi, nokkur skriður mun þó hal'a komist á þau mál nú fyrir nokkru, og verður frá því skýrt síðar. En fari svo að úr þessum l'ramkvæmdum verði að ein- hverju eða öllu leyti, þá er augljóst mál að fólki hlýtur að fjölga hér í bæniim á næsl- unni. Um það er vitanlega ekki nema gott eitl að segja, en þá vaknar sú spurning, hvernig bærinn er við því búinn að taka við slíkri fólksfjölgun. Hér í bænum eru nú þegar liin mestu vandræði með hús- næði og vitanlcga þýðir ekkert að skapa hér skilyrði til auk- innar fólksfjölgunar, nema nokkurnvegin jafnhliða sé séð fyrir því, að það fólk, sem flytur í hæinn fái húsnæði. Það verður þess vegna nú þegar að hefjast handa um undirbúning að byggingu íbúð- arhúsa í bænum og beita full- konmustu tækjjjm og tækni á því sviði, þannig að þessi liús verði bæði ódýr og góð og sjó- menn og verkameun geti eign- Hér í bænum hafa ekki svo fáir verkamenn verið atvinnu- litlir eða jafnvel atvinnulausir i vor og sumar. Sérstaklega hefur verið áherandi atvinnu- leysi hjá unglingum 14—16 ára og margir fullorðnir verka- menn, sem unnií við fisktöku- skipin i vetur, hafa orðið af- skiptir með vinnu. Þetta er óneitanlega alvar- legt ástand og fullkomin á- stæða. til að eitthvað sé gert til úrbóta. Um unglingana er það að segja að foreldrar þeirra og vandamenn eru í stökustu vandræðum með að fá vinnu fyrir þá, fjöldi þeirra hefur ekki fengið handtak að gera, og þeir, sem komist hafa í vinnu, hafa eftir skamman tíma brðið að víkj a fyrir þeim fullorðnu. Margir af þessum unglingum eru við nám á veturna og geta því ekki stundað vinnu á þeim tíma, enda liefur vetrar vinna hér ekki v'erið það mikil að nægt ha.fi fullorðnum verka- möiinum. Þessir unglingar eru þvi ómagar aðstandenda sinna allt árið. Auk liins fjárhagslega tjóns, sem af þessu leiðir, bætist svo það, að þetta iðjuleysi liefur mjög slæm uppeldisleg áhrif á unglingana. Þessir unglingar liafa yfir- leitt mikla starfsörku og starfs- löngun, þá langar lil að vinna, og ef þeir ekki fá að beita kröftum sínum við nýtileg störf, þá er liætt við að þeir leiðist út í ýmislegt, sem getur orðið hæði þeim og öðrum til tjóns. Hér er því ékki aðeins um fj árhágslegt lieldur og uppeld- islegt vandamál að ræða. Bæjarstjórn er sá aðili sem oðrum fremur ber skylda til að ráða hér bót á, og það er í ast þau með góðu móti. Hér verða ekki gerðar tillög- ur um hvernig þessum fram- kvæmdum verður Iiczt hagað. Aðeins á þetta nauðsynjamál hent til þess að hafist verði lianda um undirbúning og "framkvæmdir. Eðlilegast væri a.ð bæjarstjórn liefði hér for: göngu, gæti l>á komið til mála að bærinn léti byggja nokkur íhúðarhús og sehii þau síðan með góðum greiðsluskilmálum við kostnaðarverði eða að ein- staklingar yrðu styrktir til að byggja sér íþúðarhús. Bygging- arfélag verkamanna gæti líka látið þetta mál til sín taka að einhverju leyti. En aðalatriðið er að málið verði rækilega undirbúið og að því loknu byrjað á fram- kvæmdum. fyllsta, máta tímabært að það verði gert. Hér er fjöldi verkefna, sem hægt er að láta þessa unglinga vinna og þeir geta afkastað miklu undir góðri og skynsam- legri stjórn. Vitanlega er ekki hægt að krefjast af þeim jafn mikilla vinnuafkasta og fullorðnum verkamönnum, minnsta kosti ekki við erfið störf. Það er heldur ekkert aðalatriði í þessu tilfelli. Hitt er langt um mikilsverðara, að unglingunum sé gefinn kostur á að vinna fyrir sér og að þeir þurfi ekki að eyða tímanum í ráp um göturnar, á hiljarðin- um eða öðrum ennþá óhollari og óhæfari stöðum fyrir æsku- . lýðinn. Menn verða að gera sér það ljóst, að þessir ungu menn eru tilvonandi borgarar ])essa bæj- arl'élags. Það eru þeir sem eiga að taka hér við störfum al' þeim sem eldri eru. A Jjeim byggist l'ramtíð þessa bæjar. Hvort halda menn nú að sú framtíð verði glæsilegri, ef þessir unglingar venjast á iðju- leysi og slæpingsskap, þegar lífsfjör þeirra og starfslöngun er mest, eða þeim er haldið til hóflegrar vinnu og þar með . gerðir þálltakendur í gagnleg- um störfum. Allir munu vitanlega á einu máli um það, að framtíð þessa hæjai’félags yrði glæsilegri, ef síðari leiðinn yrði farin og að bæjarfélaginu ber beinlínis skylda til að stuðla að því að það verði gert, jafnvel að kosta einhverju lil ])ess. Hvað atvinnuleysi lullorð- inna verkamanna viðvíkur, þá er það hreint og beint þjóðfé- lagslegt glapræði að nú skuli nokkurn mann, sem vill vinna, vanta atvinnu. Hér hefur ekk- ert gerst sem afsakar slíkt. Hér liggur fyrir fjöldi verkelna, sem aðkallandi er að fram- kvæma. Það hefur verið rætt um byggingu lendingarhrautar fyr- ir flugvélar hér í Suðurtang- anum, og ýmislegt fleira, — Við allar þessar framkvæmdir þarf verkamenn, enda þótt vélar verði notaðar við þær að miklu leyti. Hversvegna er ekki hvrjað á ])essum verkum eða einhverjum öðrum, sem eru jafn aðkallandi. Er það\ vegna j)ess að fé skorti til framkvæmda, eða á að hampa áætlunum um þessar fram- kvæmdir framan í verkamenn fram yfir næstu bæj arstj órnar- kosningar? Gerist áskrifendur að BALDRI. Iþróttaför um Vestfirði. Flokkur íþróttamanna úr Knattspyrnufélagi Reykj avílc- ur var á ferð hér um Vestfirði í byrjun þessa mánaðar. Flokkurinn hafði ’íþróttasýn- ingar á Patrekslirði, Sveins- eyri, Bíldudal, Reykj arfirði, Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Bolungarvík og Isafirði. Hér á Isafirði voru tvær sýningar. Sú fyrri í Alþýðuhúsinu 12. ]). m., en hin á sjúkrahússtúninu kvöldið eftir. Áður en sýningin í Alþýðu- húsinu hófst, ávarpaði Friðrik Jónasson íþróttamennina með nokkrum orðum, kvað hann í- þróttaferðir sem þessar mjög vel til þess fallnar að sína íþróttamönnum og íþrótta- kennurum úti um land hvernig lengst yrði komist í góðum íþróttum og hvetja þá til að ná sem mestum beztum ár- angrh í íþróttaiðkunum. Þakk- aði hann íþrqttaniönnunúm fyrir komuna hingað og bað áhorfendur lirópa ferfallt húrra fyrir þeim. Að ávarpi Friðriks Jónasson- ar loknu hófst íþróttasýningin. Flokkurinn reyndist vera mjög vel samæfður og prýðilega þjálfaður. Æfingar voru allar gerðar a.f hraða og mýkt og mjög taktfastar, í sumum þeirra kom fram aðdáanleg leikni. Sýningin i heild bar þess glöggt merlci að hér var á ferðinni flokkur vel æfðra íþróttamanna undir stjórn á- gæls þjálfara. Fararstjóri flokksins var Ás- geir Þórarinsson, en Vignir Andréss. íþróttakennari stjórn- aði sýningunum. lléðan fóru íþróttamennirnir með Catalinuflugbátnum til Reykjavíkur 14. þ. m. Bærinn og nágrennið. Dánarfregn. Guðbjörg Friðriksdóttir kona Guðmundar Ilalidórssonar, verkamanns, Sólgötu 8 hér í bænum andaðist að heimili sínu aðfararnótt 11. þ. m. Guð- björg hcitin var aðeins 49 ára er hún andaðist. Hún var hin mesta myndar- og sómakona. Nýtt skip. Skipasmíðastöð M. Bern- harðssonar hefur nýlega lokið smíði á 53 smálesta vélhát, og var honum hleypt af stokkun- um 10. þ. m. Þessi hátur heitir Reykjaröst, cr hinn vandað- asti að alli’i smíði og öllum út- búnaði og hið myndarlegasta skip. 1 honum er 150 hestafla Fairbanks Morse dieselvél. Eig- andi hátsins er II. f. Böst, Keflavík, en skipstjóri Angan- týr Guðmundsson l rá Súganda- firði. — Skipið er nú komið á síldveiðar. Skemmtun var haldin að Núpi í Dýra- firði s.l. sunnudag til ágóða

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.