Baldur


Baldur - 11.10.1945, Blaðsíða 4

Baldur - 11.10.1945, Blaðsíða 4
116 B A L D U R Bærinn og nágrennið. Húsmæðraskóliiui á Isafirði var settur 24. september. Starfar hann eins og áður í tveimur námskeiðum. Nem- endur á þessu námskeiði eru 19, og er það sá nemenda- fjöldi sem hægt er hafa á hverju námskeiði, en 52 um- sóknir hárust. Seinna nám- skeiðið er þegar orðið full- skipað. Dánarfregnir. Helgi Guðmundsson, bóndi i Unaðsdal í Snæfjallahreppi, andaðist á Landsspítalanum 8. þ. m. Kristín Guðmundsdóttir, tengdamóðir Sigurgeirs Sig- urðssonar skipstjóra, Sund- stræti 17. hér í hænum andað- ist á Elliheimilinu 29. septem- ber, 87 ára að aldri. Hjónavígslur. Þann 29. f. m. gaf sóknar- presturinn saman í hjónahand Jóhönnu Sigurðardóttir og Garðar Einarsson, og 6. þ. m. Valgerði Jónsdóttur og Magn- freð Jónasson, Brynhildi Jón- asdóttur frá Sléttu og Harald Valdimarsson, stýrimann. Bjarni Bjarnason, sjómaður Norðurveg 2, varð sextugur 10. þ. m. Stéttarfélag starfsmanna ríkis bg bæja var stofnað hér í bænum 20. sept. s. 1. Stofnendur voru 18. Félagið heitir Félag opinberra starfsmanna, Isafirði, skamm- stafað F. O. S. I. I stjórn félagsins voru þess- ir kosnir: Formaður Jón A. Jóhannsson, lögregluþjónn. Ritari Baldvin Þórðarson, skrifstofumaður. Gjaldkeri Ragnar G. Guðjóns- son innheimtumaður. Varaformaður Eyjólfur Jóns- son, skrifstofumaður. Varanieðstjórnendur Ivristján H. Jónsson, hafnsögumaður, og Kristján Jónsson, fulltrúi. Endurskoðendur Svandís Matthíasdóttir, skrifstofu- mær, og Aðalheiður Guð- mundsdóttir, skrifstofnmær. Varaendurskoðandi Guðmund- ur E. Geirdal hafnargjald- keri. Fulltrúi ó þing B. S. R. B. var kosinn Guðmundur G. Kristj ánsson, skrifstofustjóri. I nefnd til að semja um kaup og kjör opinberra starfs- manna hér í bænum voru auk aðalstjórnar kosnir þeir Eyj- ólfur Jónsson og Kristján H. Jónsson. Tilgangur félagsins er að gæta réttar og hagsnmna opin- berra starfsmanna á Isafirði. Guðmundur E. Kristjánsson Hnífsdalsveg 12 hér í bænum átti sjötugsafmæli 3. þ. m. 1 tilefni þessara tímamóta í æfi Guðmundar þakkar Bald- ur honum fyrir sína hönd og Sósíalistaflokksins alla tryggð hans og stuðning við sósíal- ismann og verkalýðshreyfing- una á undanförnum árum og árnar honum allra heilla. Jón Jónsson skáld frá Ljárskógum and- aðist á Vífilsstöðum 7. þ. m. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför mannsins míns og föður okkar, SVEINBJARNAR HALLDÖRSSONAR, bakara. • Helga Jakobsdóttir og börn. MUNIÐ Björgunarskútusjóð Vest- fjarða. öllum fjárstuðningi veitt móttaka hjá Kristjáni Kristjánssyni, Sólgötu 2. Isafirði. Námskeið í siglingafræði, fyrir fyrri liluta náms í Stýrimannaskólanum og skip- stjórapróf á skipum allt að 75 tonna, hófst hér á Isafirði um s. 1. lielgi. Nemendur eru 6. Kennarar á námskeiðinu eru Einar Torfason, er kennir allar greinar sj ómannafræðinnar, Jón H. Guðmundsson, kennari, er kennir íslenzku, og Ólafur Ólafsson, skrifstofumaður, er kennir dönsku og ensku. Námskeiðið stendur í 4 mán- uði. Eimskipafélagið fær tvö 2600 smál ný flutningaskip frá Danmörku. Eimskipafélag Islands hefur gert sanming við Burmeister & Wein í Kaupmannahöfn um smíði tveggja samskonar flutn- ingaskipa (systurskipa) hvort um 2600 lestir að burðarmagni. Verð hvors skips verður 6 milj- ónir króna. Níunda þing Farmanna og fiskimanna- sambandsins var sett 8. þ. m. Bíó Alþýðuhússins sýnir: Fimmtudag og föstudag kl. 9: TVIFARÍ HITLERS Spennandi amerísk mynd frá Universal Pictures. Aðalhlutverk: Fritz Kortner Gale Sondergaard Bönnuð börnum innan 14 ára. Laugardag og sunnudag kl. 9: SUMARHRET (Summer Storm) Mikilfengleg mynd gerð eftir skáldsögunni „Veiði- förin“ eftir rússneska skáldið Anton Chekov. Aðalhlutverk: Georg Sanders Linda Darnell, Anna Lee. Sunnudag kl. 5: KÁTUR PILTUR Skenuntileg músik og söngvamynd. Almenn sýning. T A M A N G 0 . 19 nú að skrifta fyrir sér ella gleypi Mama Jumbo þær með húð og hári. Og veslings konurnar þora ekki annað en að játa fyrir þeim allt sem þær hafa misjafnt á samvizkunni. En hver er þá þessi hvíta vera, spurði skipstjórinn. — Þetta er aðeins tilbúið skrímsli, gert úr holu tré, sem hvítt lín er hengt utan um. Nokkrir negrar, sem huldir eru innan við léreftið, bera tréð og lýsa það upp með blysum. Meira þarf ekki til þess að hræða þessar einföldu negra- konur. Þannig fórust túlkinum orð, og hann bætti við. — Þegar allt kemur til alls er Mama Jumbo ekki svo slæm uppfinning. Ég vildi ó*ka að mín kona tryði á Mama Jumbo. — Ekki mundi ég þurfa Mama Jumbo til þess að láta mína konu skrifta fyrir mér,sagði Ledoux. Þótt ég sé einhentur mundi hún óttast svipu mína meira en nokkuð annað. En segið Tamango, að ef hann hræði konuna aftur með Mama Jumbo muni 20 hann verða húðstrýktur þangað til ekki er' heilít skinn á baki hans. Skipstjórinn fylgdi nú Ayche niður í herbergi sitt og reyndi að hughreysta hana, en hvorki blíðuatlot né hótanir komu'að neinu haldi. — Ayche grét án afláts. Ledoux yfirgaf hana því og fór upp á þilfar, þar sem hann lét gremju sína, óspart bitna á hásetunum, án þess að þeir hefðu nokkuð til saka unnið. Um nóttina, er kyrrð var komin á, lieyrðu varðmennirnir stöðugan niður- bældan grát, er kom frá herbergi skip- stjórans. Síðan heyrðu þeir hann bölva og ragna, um leið og smellir frá hinni þungu svipu hans bárust um skipið. Að lokum var allt hljótt. Næsta morg- un kom Tamango upp á þilfar, stoltur og óhræddur, en svipur hans bar þess greinileg merki, hverjar sálarkvalir hann hafði liðið. Þegar Ayche sá hann spratt hún á fætur, ruddist niður úr lyftingunni, þar sem hún hafði setið við hlið skipstjór- ans, kastaði sér niður við fætur hans og hrópaði. — Tamango f}7rirgcfðu mér. — 21 Tamango horfði alvarlega í augu henni og er hann sá að túlkurinn var ekki nálægur, beygði hann sig niður að henni og hvíslaði í eyra hennar þessu eina orði — þjöl, — síðan sneri hann baki við henni og lagðist niður á þil- farið. Sþipstjórinn gaf Ayche eftirminni- lega ráðningu fyrir að gefa sig á tal við Tamango og bannaði henni strang- lega að gera það nokkurntíman aftur. Allan þann thna, er Tamango var neð- an þilja meðal þrælanna, hafði hann stöðugt kvatt þá til þess að gera tilraun til að ná aftur fullu frelsi. Hann sýndi þeim fram á hve fámenn skipshöfnin var, óg árvekni varðmann- anna færi stöðugt minnkandi. Og án þess að skýra fyrir þeim fyrirætlun sína í einstökum atriðum, lofaði hann þeim því, að hann skyldi finna einhverja leið til þess að koma þeim öllum aftur lieim til ættjarðar þeirra. Honum tókst fljótlega að sannfæra þrælanna um, að hann hefði samband við ósýnilega anda, sem mundu gefa honum merki, er liinn rétti tími væri

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.