Baldur


Baldur - 26.01.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 26.01.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÓSl ALIS T AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG ísafjörður, 26. janúar 1946 5. tölublað. Kosið verður um það, hvort bæjarstjórn eigi að hafa forystuna i atvinnu- og húsnæðismálum. Kosið er á milli öryggis og öryggisleysis. --------—.------------------------ Stefna sósíalista er að tryggja að allir bæjarbúar, sem vinnufærir eru, geti stundað nytsama og arð- bæra atvinnu, og að þeir geti búið í íbúðum, sem upp- fylla nútíma kröfur um hollustuhætti og þægindi. Sósíalistar telja, að því að- eins verði hægt að tryggja þetta, að bæjarstjórnin hafi forystuna í atvinnu og hús- næðismálum bæjarins. Bæði íhald og kratar þykjast hafa sömu stefnu, en íhaldið vill ekki að bæjar- stjórnin hafi forystuna — heldur einkaframtakið. — Hvað þýðir það? Það þýðir fullkomin óvissa hjá allri al- þýðu manna um lífsafkomu sina — það þýður atvinnuleysi t. d. ef skip í einstaklingseign yrðu flutt ut úr bænum — það þýðir gróði fárra einstaklinga á kostnað fjöldans. Og kratarnir hafa sýnt með 24 ára stjórn sinni, að þeir hvorki geta né vilja framkvæma þessa stefnu, sem þeir þykjast hafa.*— Staðreyndirnar tala sinu máli: I dag'er flotinn ísfirzki minni en hann var fyrir 20 árum og í dag er „ástandið í húsnæðis- málum bæjarins hörmulegt" að sögn bæjarstjórans, og seg- ir hann það dagsatt. ISFIRÐINGAR! Nú kjósið þið á milli ör- yggis eða óvissu. Nú kjósið þið um það, hvort bæjar- stjórnin á að hafa forystuna í atvinnu- og húsnæðismál- um — eða hvort allt á að reka á reiðanum. Kjósið með atvinnu — en gegn atvinnuleysi. Kjósið með skipulagningu framleiðslunnar — en gegn skipulagsleysi. Kjósið með ykkur sjálf- um og börnum ykkar — en ekki gegn ykkur og börnum ykkar. Kjósið B-listann Kjósið Sósíalistaflokkinn. Hirðisbréf Finns Jónssonar. Höfundur skóbótagreinarinnar ávarpar Isfirðinga. Finnur Jónsson birtir hirð- bréf til ísfirzkra kjósenda í Skutli 23. janúar s.l. I þessu bréfi, sem hann nefnir: Ávarp til Isfirðinga, ræðir hann bæj arstj órnarkosn- ingarnar og skorar á gamla samherj a og vini að kj ósa lista Alþýðuflokksins. Hann lýsir þar með mörgum og fögrum orðum störfum og stefnu krat- anna i bæjarmálum Isafjarðar undanfarin tuttugu og fjögur ár, segir að meirihluta stjórn Alþýðuflokksins hafi „gefist vel". „Stefna Alþýðuflokksins reynzt Isfirðingum holl". Innan um þetta skrum um ágæti kratanna bæði hér á Isa- firði og um allan heim, dreifir hann svo, á sinn sérstæða finnslega hátt margtugnum ó- sannindum um, að sósíalistar, Einu sinni seldi Hagalín sjálfum sér og nokkrum öðrum heildsölum niðursuðuverksmiðjuna. Nú er stórgróði af rekstri hennar og rennur hann m. a. í vasa Hagalíns. Hefði bæjarsjóði veitt af þessum gróða? Þetta eru nii jafnaðarmenn, sem segja sexl „Ástandið í húsnæðismál- um bæjarins er hörmulegt", segir bæjarstjórinn. Þetta er hverju orði sannara um á- standið í dag ef tir 24 ára stjórn kratanna. En ekki er ástandið allsstað- ar jafn hörmulegt. Bæjarsjóð- ur og Hafnarsjóður eiga. hús, nokkuð mörg hús. Þar á meðal eitt, sem kostað hefur 62 þús- und kr. i viðhald og endurbæt- ur undanfarin 5 ár. En þar býr líka Finnur, þegar hann er í bænum, og Birgir, bæjarfull- trúi. Bærinn á Iíka Dagheimilið, Hlíðarhús, Vallarborg o. fl. hús. Viðhaldið og endurbæt- urnar á öllum þessum húsum til samans er margfalt minna en á íbúðarhúsi pabbans og pabbadrengsins. En þarna búa líka einstaklingar, fleiri tugir talsins, sem aðeins eru „hátt- virtir" rétt fyrir kosningar — en þeim svo gleymt strax eftir kosningar. 62 þúsundir í íbúð Finns og Birgis, örf éar þúsundir í íbúðir f jöldans. Þetta er nú jafnaðarmennska, sem seg- ir sex. kommúnistar, sem hann nefn- ir svo, hatist við allar félags- legar umbætur og vilji halda alþýðunni í svelti, til þess að örva byltingarhæfni hennar. Fyrir tíu árum síðan, ná- kvæmlega sama mánaðardag og Skutull birtir þetta ávarp Finns Jónssonar nú, eða 23. janúar 1936, birti sama blað einnig hirðbréf 'til ísfirzkrar alþýðu frá þessum sama manni. Það hirðsbréf bar yfir- skriftina: Er ástæða til að æðrast? en hlaut meðal al- mennings nafnið skóbótagrein- in hans Finns. Á þessum árum svarf at- vinnuleysi og fjárskortur,-sem því fylgdi, mjög að ísfirzkum verkalýð. Ekki vegna harðinda eða aflabrests, heldur vegna öngþveitis aiiðvaldsskipulags- ins, heimskreppunnar, sem þá hafði þjakað verkalýðinn um nokkur ár. Alþýðuflokkurinn undir for- ustu Finns Jónssonar stóð gjör- samlega ráðþrota. Flokkurinn, sem Finnur Jónsson segir ís- firzkum kjósendum nú, að all't- af hafi gefist vel og reynzt Is- firðingum hollur, gat þá, þrátt fyrir 14 ára meirihluta stjórn í bænum að baki, ekkert ann- að gert en látið aðalleiðtoga sinn ávarpa lýðinn og segja: „Nú er hart l ári og kveink- ar sér margur sem von er, en ymsir virðast halda að svo keyri um þvert bak að aldrei rétti við aftur. Með þeim tækj- um sem til eru í landinu, ættu vandræðin þó ekki að verða mjög langvinn og oft hefur litið miklu ver út (en) nú með- an aðstæðan til bóta var miklu örðugri". Síðan er af mikilli kostgæfni tekin dæmi úr bók Þorvaldar . Thoroddsen Árferði á Islandi í þúsund ár, er lýsa hörmung- um þjóðarinnar á mestu nið- urlægingar- og hörmungar- tímum hennar, þegar erlend kúgun og hallæri af náttúru- völdum svarf svo að, að fólk lagði sér skóbætur til munns eða dó úr hungri. Og til hvers var verið að rifja þessar hörmungasögur upp fyrir atvinnulausu og hálf- soltnu verkafólki? Það var gert til þess að sýna því, að oft hefði sorfið fastar að, og þessvegna væri ekki ástæða til að æðrast, þótt ekkert væri framundan nema áframhald- andi eymd. Slík voru bjarg- ráð aðalforingj a Alþýðuflokks- ins á Isafirði, þegar virkilega reyndi á. Fólkið átti ekki að æðrast þótt rotið og úrelt þjóð- skipulag skapaði því atvinnu- leysi og sult. Það átti að þegja og'bíða þess að allt batnaði af sjálfu sér. Dásamleg barátta f yrir hugsj ónum j af naðar- stefnunnar. Finnst ykkur ekki. Þessu hirðisbréfi Finns Jóns- Framh. á 2. síðu.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.