Baldur


Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 01.03.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 Tvö frumvörp um landbúnaðar- mál komin frá Nýbyggingarráði BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Fjárhagsáætlunin 1946. Þegar þessi áætlun er borin saman við áætlun s.l. árs, kem- ur í ljós að ýmsir útgjaldalið- ir, sem ekki verður komist hj á að greiða, hafa hækkað mjög mikið. Stjórn hæjarins og kostnað- ur vegna menntamála hækkar t. d. um rúmar 240 þús. kr. Þar í taldar kr. 110.000,00 til Sundhallarinnar. Þessi hækk- un stafar að verulegu leyti af launahækkunum vegna launa- laganna og því, að gert er ráð fyrir nokkurri hækkun á laun- um bæjarstjóra með tilliti til þess að verkfræðingur verði ráðinn i starfið. Fátækramál, lýðtrygging og lýðlijálp og heilbrigðismál hækka samtals um ca. 240 þús. kr. Atvinnumál, þar með talið framlag til togarakaupa kr. 200.000,00, hækka. um kr. 345 þús. og framlag til endurbóta á vatnsveitunni um kr. 50 þús. Auk þessa hækka ýmsir aðrir liðir allverulega. Fjárveitingar til nýrra fram- kvæmda, sem ekki hafa verið á fjárhagsáætlun áður, eru þessar helstar: 200 þús. kr. framlag bæjar- ins til togarákaupa. Þá eru á- ætlaðar rúmlega 100 þús. kr. til ýmsra menningarmála, svo sem íþróttasvæðis, byggingar verkamannaskýlis, barnaleik- valla, Ijósbaða fyrir börn, sjó- mannaskólabyggingar, framlag vegna væntanlegrar löggjafar um opinbera aðstoð við íbúðar- húsabyggingar o. fl. Ennfrem- ur er gert ráð fyrir að tekið verði 340 þús. kr. lán til eftir- talinna framkvæmda: Fiskiðjuver (byrjunarfram- lag) kr. 100 þús. Opinberra bygginga kr. 100 þús. Vatns- veitunnar kr. 80 þús. Sjó- mannaskólans kr. 30 þús. og til jarðakaupa að undan geng- inni j'tarlegri rannsókn kr. 30 þús. Þá má geta þess að vextir hækka samkvæmt þessari. á- ætlun um kr. 60 þús. vegna lána, sem þegar.hafa verið tek- in, vegna opinberra byggipga, Iíafa vextir hjá skuldláusá bænum, sem kratarnir töluðu um fyrir kosningarnar, þann- ig fimmfaldast frá fyrra árs áætlun. Þa eru útsvörin. Þau verða að þessu sinni 170 500 krónum hærri en í fyrra miðað við þá upphæð, sem þá var jafnað Haustið 1944 báru þeir Brynj ólfur Bj arnason og Krist- inn E. Andrésson fram i efri- deild Alþingis frumvarp um nýbyggðir og nýbyggðasjóð. Þetta frumvarp var ekki útrætt á því þingi, en var vísað til Nýbyggingarráð. Nú hefur Nýbyggi n garrá ð sent Alþingi tvö frumvörp um landbúnaðarmál, annað „um landnám, nýbyggðir og endur- byggingar í sveituixL4, og er það í meginatriðum byggt á frv. þeirra Brynjólfs og Kristins, hitt um Bæktunarsjóð Islands, og er lánsfé hans og starfs- svið aukið að miklum mun. 1 frumvörpum þessum er gert ráð fyrir að rannsakað verði núverandi ástand land- búnaðarins og áætlun gerð um þróun hans næstu 10 ár. Verði þá einkum atbuguð þörfin fyr- ir landbúnaðarvörur innan- lands og bvað hægt er að fram- leiða af búnaðarvörum til út- flutnings. Skal siðan staðsetn- ing framleiðslunnar miðuð við þessar þarfir, eftir því sem við niður og þá útsvarsupphæð sem nú er áælluð að viðbætt- um 5% fyrir vanhöldum, en líkur benda til að sú viðbót verði ekki hærri að þessu sinni. Þetta er óneitanlega mikil hækkun miðað við undanfar- ið árferði. En þess ber þó að gæta að auk áðurnefndra út- gjaldahækkana, eru að þessu sinni áætlaðar kr. 200 þús. til tógarakaupa og þar með hafn- ar raunhæfar aðgerðir í því nauðsyn j amáli. Sannleikurinn er líka sá, að fjárliagslegur viðskilnaður fyrverandi meirihluta bæjar- stjórnar er ])annig, að ekki verður ráðist í nýjar og nauð- synlegar framkvæmdir, nema með þvi að sækja fé til þeirra í vasa bæjarl)úa, og taka stór lán. Bæjarbúar verða því að gera það upp við sig, bvort þeir vilja lieldur athafnir eða kyrrstöðu. Hvort þeir vilja leggja hart að sér, til þess að fá hingað togara og önnur at- vinnutæki í trausti þess að við það skapist traust atvinnulíf, og þar með skilyrði til þess, að hægt sé að ráðast í ýmsar fé- lagslegar framkvæmdir, án þess að ofbjóða gjaldþoli bæj- arbúa. Það er stefna núverandi meirihluta bæjarstjórnar, að svo megi verða. Þessi fjárhags- áætlun sýnir viðleitni i þá átt. En það er ekki sök þeirra, sem nú taka við stjórn bæjarfélags- ins, heldur hinna, sem frá fóru, að ekki er hægt að ráðast í meira en raun ber vitni um. verður komið og bezt hentar á hverjum stað. Skipaður skal sérstakur landnámsstjóri, er hefur með höndum framkvæmd laganna. Hann gerir tillögur um undir- búning að ræktun lands, þar sem stofna skal byggðahverfi í sveitum eða hefja stórfellda ræktun við kauptún og kaup- staði. Til þessara framkvæmda leggur ríkissjóður minnst 2x/2 milj. kr. á ári í næstu 10 ár, í fyrsta sinn 1947. Undirbúningurinn verður fólginri í því að ríkið eignist samfelldar landspildur, sem vel eru fallnar til ræktunar og stofnunar byggðahverfa, ræsir fram það land, sem á að rækta, leggur um það vegi, sem tengd- ir eru við aðalvegi nærliggj- andi byggða og leggur aðal vatns- og skólpleiðslur, ef um byggðahverfi er að ræða. Enn- fremur er heímilt að verja nokkrum hluta nefndrar fjár- veitingar til að undirbúa land til einstakra nýbjda, þar sem það er hagkvæmt og þeim vél- um, sem landnámsstjóri ræður yfir, verður komið við. Stofnaður verði sjóður, sem lánar til bygginga í sveitum. Stofnfé 10 milj. kr., er ríkið leggur fram 1. júlí 1947 og síð- an 2i/2 milj. kr. á ári í næstu 10 ár. Ur sjóðnum verður veitt lán: 1. Til endurbygginga á íbúð- arhúsum á sveitabýlum. 2. Til bygginga íbúðarhúsa í byggðahverfum. 3. Til bygginga íbúðarhúsa á nýbýlum. Lánsupphæðin er miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í sveitum það ár, sem bygging- arnar eru gerðar, og nemur allt að 75% a.f kostnaðarvei'ði. Hámarkslánstími er 42 ár, vextir 2%. Hverju býli í byggðahverfi skulu ætlaðir minnst 12 hekt- arar til túnræktar eða jafn- gildi þess til annarar' fram- leiðslu. Þó má land vera minna ef ábúandi hefur með höndum önnur störf, sem tal- in eru nauðsynleg innan byggðahverfisins. Ríkið lætur fullrækta 5 hektara túns á hverju býli. Landnámsstj órn tekur lán til ibúðarhúsa og annara nauðsynlegra bygginga og lætur byggja, og tekur ábú- andi síðan við þeim byggingum og lánum, er á þeim hvíla. Forgangsrétt að býlum í ný- byggðahverfum hafa í fyrsta lagi bændur og bændasynir, sem á hverfislandinu hafa ver- ið, þar næst ábúendur þeirra jarða, sem dæmast ekki hæfar til framtíðar ábúðar. Allir þeir, sem gerast ábú- endur í byggðahverfum, skulu stofna með sér byggðafélag, er setur sér samþylcktir, sem skulu staðfestar af landbúnað- arráðherra. Komi ábúendur sér saman um að reka samvinnu- búskap i byggðinni gerist hver byggðarfélagi aðili sem leigj - andi eða kaupandi og eigandi byggðarinnar. Þetta eru helztu atriði frv. um landnám og nýbyggðir. I frv. um Ræktunarsjóð Islands eru merkustu nýmælin þau, að lán úr sjóðnum verða bundin því skilyrði, að hinar fyrirhug- uðu framkvæmdir verði í sam- ræmi við heildaráætlun, sem Búnaðarfélag Islands og Ný- byggingarráð gerir um þróun búnaðarins og þá staðsetningu framleiðslu aukningarinnar, — sem er samkvæm henni. Fé til lánveitinganna verður meira en áður. Upphæð lána má nema allt að 50% kostnað- arverðs þeirra framkvæmda, sem styrkur er veittur til samkvæmt j arðræktarlögun- um og allt að 66,7% kostnaðar- verðs til anriara framkvæmda. Lánstími 5—25 ára og greiðist með jöfnum afborgunum. — Vextir 6i/2%. Lán til túnrækt- ar mega vera afborgunarlaus þrjú fyrstu árin. Styztur láns- tími er veittur til vélakaupa, en lengstur til túnræktar og nýrra bygginga. Frumvörp þessi eru stór- merk nýjung í landbúnaðar- málum hér á landi, verði þau samþykkt er stígið stórt spor í þá átt að gerbreyta öllum bún- aðarháttum og skapa hér skil- yrði til að reka landbúnað sem lífvænlega atvinnugrein. Þing- menn sósíalista munu því gera allt til þess að þau komi fram á þinginu og hljóti þar fullnað- arsamþykki. Y élgæzlumannsstaða. Þann 14. maí 1946 losnar vélgæzlumannsstaða við rafstöð- ina á Isafirði. I stöðinni eru tvær vélasamstæður 1600 hestöfl. Laun véla- varða erii kr. 6000 á ári, og hækka á 4 árum upp í kr. 7200, að viðbættri vísitölu. Umsóknir séu komnár til Refveitu Isafjarðar og Eyrarhrepps fyrir 15. apríl 1946. Rafveita Isafjarðar og Eyrarhrepps.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.