Baldur


Baldur - 18.04.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 18.04.1946, Blaðsíða 3
B-A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. áími 80. — Póstliólf 124. Togaramálið og iðjuverið. 1 málefnasamningi þeim, sem fulltrúar þeirra flokka, sem nú skipa meirihluta bæj- arst j órnar, Sósialistaflokksins og Sjálfstæðisl'lokksins, eru meðal annars svohljóðandi á- kvæði, varðandi atvinnumál hæ j arins: „1 atvinnumálum telja flokk- arnir það meginviðfangsefnið að auka fjölbreytni fram- leiðslunnar og koma þar með í veg fyrir að atvinnuleysi skapist. Unnið verði að eftirtöldum framkvæmdum: 1. Bærinn stol'ni til togara- útgerðar á hlutafélagsgrund- velli, og eigi hann 'meirihlut- ann af hlutafénu, en atvinnu- fyrirtækjum og einstaklingum í bænum sé gefinn kostur á þátttöku í fyrirtækinu. 2. Hraðað verði sem mest undirbúningi og framkvæmd- um fyrirhugaðs fiskiðj uvers. Útgerðarfyrirtækjum og ein- staklingum i bænum sé gefinn kostur á þátttöku í stofnun þess. Að öðru íeyti verði að því stefnt að efla sem mest, beint eða óbeint, útgerð vélbáta í bænum“. Síðan jæssi málefnasamn- ingur var gerður, er ekki lið- inn néma hálfur þriðji mán- uður, og er því of snennnt að vænta þess að nokkur veruleg- ur rekspölur sé kominn á fram- kvæmd þeirra verkefna, sem hér er um að ræða. Þó er sá rekspölur nú jieg- ar kominn á þessi mál, að öll- um má vera ljóst, að núver- andi meirihluti bæjarstjórnar hefur fullan hug á að vinna að framkvæmd þeirra og fullt útlit er fyrir að það muni tak- ast fyrr en menn höfðu gert sér vonir um. A öðrum stað hér í blaðinu er getið tilráuna til selveiða, sem ætlunin er að gera héðan frá ísafirði í vor. Er sú tilraun áreiðanlega mik- ilsvert spor í þá átt að auka fjölhreytni atvinnulífsins. Um liin stórmálin, togara- árna honum allra heilla í fram- tíðinni. Ritstjóri Baldurs vill nota þetta tækifæri til þess að þakka Jóni Hirti góða við- kynningu og gott samstarf og óskar honum og fjölskyldu hans alls góðs á ókomnum ár- um. málið og iðjuverið er þetta að segja: Nefnd hefur verið kosin til þess að hafa með liöndum und- irbúning og framkvæmdir i togarakaupamálinu. — Hefur hún haldið nokkra fundi um málið, og er það einróma álit allra nefndarmanna, að hingað þurfi að fá tvo togara. Eins og kunnugt er hefur bæjarstjórn samþykkt að gangast fyrir stofnun hlutafé- lags um togarakaupin, á þeim grundvelli að bærinn eigi meirihluta lilutaf j árins. Til þess að geta fest kaup á tveim- ur togurum, mun þurfa að sal'na hér í bæ um miljón króna hlutaíe, ef frumvörp þau, sem nú liggja fyrir Al- þingi varðandi togarakaupa- málið, ná fram að ganga ó- breytt, að því er lánskjörin snertir. Verður öll áhersla lögð á að safna þessu hlutale, og er þess að vænta að það muni takast, enda áreiðanlegt að hér er um einstakt tækifæri að ræða til þess að ná eignarhaldi á þessum skipum, og skapa þannig traustan grundvöll und- ir atvinnulífið hér í bænum. Varðandi fiskiðj uverið hef- ur þetta gerst. Bæjarráð hefur lialdið fund með útgerðarmönnum hér í bænum og rætt við þá um stofnun hlutafélags um fisk- iðjuverið. Var þar ákveðið, með samkomulagi, að kjósa 5 manna nel'nd, skal bæjarstjóri eiga sæti í henni fyrir hönd bæjarins, en úlgerðarmenn hér á Isafirði tilnefna hina fjóra. Nefndin skal vinna að stofnun hlutaíelags um væntanlegt fiskiðj uver. Má af þessu sjá að nú þegar er kominn góður skriður á framkvæmd þessara stórmála. ------0------- Bærinn og nágrennið 11 j úskapur. Nýlega voru gefin saman i hjónahand í Kaupmannahöfn ungfrú Lisheth Pontopitan og Aðalsteinn Richter, arkitekt frá Isafirði. Arshátíð Gagnfræðaskólans. Fyrsta kvöldskemmtunin á Árshátíð Gagnfræðaskólans var haldinn í Alþýðuhúsinu 11. þ. m. Skemmtiatriði voru þessi: Haraldur Leósson kennari flutti' fróðlegt og skemmtilegt erindi um hið fornfræga eld- fjall Vesúvíus og horgina Pompé, sem eins og kunnugt er grófst í ösku við eldgos úr Vesúvíus árið 79 e. K. Harald- ur hefir sjálfur komið á þenn- an stað, skoðað hinar merku fornminjar, sem þar hafa varð- veizt nær því óskcmmdar, eins og þær vorn fyrir rúmum átján öldum, þegar horgin grófst í ösku, og gengið á tinda Vesúv- íusar. Að erindi Haralds loknu skemmtu nemendar skólans að öllu leyti sjálfir. Magnús Ant- onsson söng gamanvísur með undirleik Kristíuar Sigurjóns- dóttur. Margrét Halldórsdóttir las upp smásögu. Finnbjörn Finnbj örnsson, Hulda Guð- mundsdóttir, Helga Þórðardótt- ir, Gréta L. Kristj ánsdóttir og Amalia Rögnvaldsdóttir sungu nokkur létt lög með gítar- og mandolinundirleik. Þá var smáleikur, Happdrættismiði nr. 101. Leikendur voru þessir: Birgir Benjamínsson, Guðríður Guðmundsdóttir, Ólöf Ólafs- dóttir, Gunnlaugur Jónasson og Albert K. Sanders. Að lok- um var svo skrautsýning,Kon- ur á Grænlandi. Komu fjórar skólastúlkur þar fram klæddar eins og grænlenzkar konnr, en að tjaldabaki voru sungn- ar Grænlandsvísur Sigurðar Breiðfjörð: Komir þú á Græn- landsgrund. Á sviðið voru mál- aðir stórir ísjakar, en í baksýn sást sléttur hafflöturinn með ísjaka hér og þar og einn kaj- ak. Vár umhverfið þannig gert líkast því, sem vera muh á Grænlandi að vetri til. Teiknikennari skólans, ungfrú María Sveinbj arnardóttir, mál- aði tjöldin. Skemmtunin var mjög fjöl- sótt og skemmtiatriðum vel tekið. Þó mætti benda nem- endum skólans á, að það setti áreiðanlega viðkunnanlegri blæ á árshátíð þeirra, ef þeir syngjn þar meira af íslenzkum lögum og kvæðum. Slíkt er alltaf vel þegið, þó að ekki sé um listsöng að ræða, en sann- ast að segja var of mikill skrallblær ó lögunum, sem þarna voru sungin og leikin. Er á þetta hent hér til athug- unar fyrir næstu árshátíð. Hafi nemendur skólans svo þökk fyrir skemmtunina. Bæjarstjórinn Ásherg Sigurðsson kom hing- að til bæjarins með e.s. Fjall- loss 28. l'. m. og tók við störf- um 1. j>. m. Með sama skipi kom einnig liinn nýi bústjóri á kúabúi bæjarins, Agnar Jónsson, og hefur hann nú tekið við stjórn búsins. Sigurgeir Sigurðsson, skipstj., Sundstræti 17 hér í bænum varð 60 ára 2. j). m. Sigurgeir er cinn af stofn- endum Sjómannafélags Isfirð- inga og hefur jafnan starfað af miklum áhuga og dugnaði í félaginu, var til dæmis í mörg ár gjaldkeri þess og gengdi því starfi af sérstökum áhuga og trúmennsku. Hann er nú heið- nrsfélagi í sjómannafélaginu. -------0---— Flugmálaráðstefna var haldin i Duhlin 4.—27. f. m. Sóttn hana þrír fulltrúar héðan, þau Erling Ellingsen flugmálastjóri og Guðmundur Illíðdal póst- og simamála- Jónas Tómasson 65 ára. Jónas Tómasson, söngstjóri og tónskáld, varð sextíu og fhnm ára 13. þ. m. 1 tilefni af þessum merkis- timamótum á æfi hans, vill Baldur flytja honuni beztu þakkir fyrir störf hans i þágu söng- og músik-menningar hér í bænum, en á því sviði hefur Jónas Tómasson unnið mikið og gott starf, sem seint verður að fullu metið. Hann hefur verið kirkjuorganisti hér í bænum um 35 ára skeið, stjórnað hér mörgum kórum og í fáum orðum sagt verið lífið og sálin i söng- og músik- lífi bæjarins. Auk þess hefur hann gengt fjölda trúnaðar- starfa í l)águ almennings. Átti um skeið sæti í bæjarstjórn, hefur í fjölda riiörg ár setið í sáttanefnd og er þar enn, og starfað af miklum áhuga og dugnaði í íelagsskap góðtempl- ara hér i bænum. öllum þessum störfum, en þó sérstaklega sörigstarfinu hefur Jónas helgað allar tóm- stundir sínar, þvi jafnhliða þeim, hefur hann rekið hér í bænum umfangsmikla bóka- verzlun, prentsmiðju og hóka- útgáfu. Jónas Tómasson kvæntist ár- ið 1921 önnn Ingvarsdóttur Vigfússonar, blikksmiðs, hinni ágætustu konu, er var manni sínum mjög samhent í öllum áhugamálum hans, en þó sér- staklega í starfi hans í þágu sönglistarinnar. — Konu sína missti Jónas 3. okt. 1943. Þau hjónin eignuðust þrjá sonu sem allir eru hinir efnilegustu menn. stjóri og Teresia Guðmundsson veðurfræðingur. Tilgangur ráðstefnunnar var að skipuleggja flugþjónustu á N orðu r-Atlan tsh af ssvæðin u, varðandi flugvelli, flugum- ferðastjórn, radíóvita, radíó- þjónustu, veðurjijónustu og bj örgunarstarf, komast að nið- urstöðu um hve margar slíkar stöðvar væru nauðsynlegar og livaða úthúnaður. Ennfremur að gera tillögur um takmörk Norður-Atlants- hafssvæðisins og undirbúa út- gáfu leiðarbókar. II. A. Svane lyfsali átti finnntugsafmæli 3. þ. m. Ingvar Hannesson sjómaður á Stakkanesi, and- aðist á heimili sínu aðfaranótt 13. þ. m. Gistiliúsið á Akranesi brann fyrir nokkru síðan til kaldra kola. Húsið var gamalt timburhús, vátryggt.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.