Baldur


Baldur - 18.04.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 18.04.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Þakkarávarp. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför Sigríðar Svanhildar Sigurðardóttur. Isafirði, 10. marz 1946. V a n d am e n n . Vandaðan og ábyggilegan ungling dreng eða stúlku, vantar til að bera Þjóð- viljann til kaupenda í bænum. Upplýsingar á afgreiðslu Baldurs. TILKYNNING. Viðskiptaráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarksálagningu á innflutt húsgögn: 1 heildsölu .........:............................. 12% 1 smásölu: a. Þegar keypt er af innlendum heildsölubirgðum 20% b. Þecjar keypt er beint frá útlöndum ........... 30% Ef smásali annast samsetningu og viðgerðir á húsgögnun- um, má hann reikna aukalegá fyrir það allt að 10% af kostn- aðarverði þeirra. Reykjavík, 4. apríl 1946. VER3LAGSSTJ0RINN. MESSUR: SHcíðamót Vest- fjarða 1946. Síðastliðinn laugardag 13. þ. m. hófst hér á Seljalandsdal hið árlega sldðamót Vestf jarða. Keppt var þann dag í göngu 18 km.„ 7 km. og 5 km. og urðu þessir fljótastir: 1H km. gangci (16—32 úra): Jóhann Jónsson (1. S. S.) 1 klst. 0 mín. 37 sek., Sigurjón Halldórsson (Á.) 1 klst. 2 mín. 35 sek., Kristján Loftsson (I. S. S.) 1 klst. 3 mín. 16 sek. 7 km. ganga (1)—1.6 ára): Hallgrímur Pélursson (Á.) 35 mín. 36 sek., Gunnar Pét- ursson (Á.) 36 mín. 3 sek., Sig- urjón Helgason (Á.) 39 mín. 13 sck. 5 km. ganga: Þórhallur Ólafsson (Á.) 20 mín. 31 sek., Oddur Pétursson (Á.) 21 mín. 9 sek., Anton Helgason (Á.) 23 mín. 17 sek. A sunnudaginn 14. þ. m. var keppt í svigi karla, kvenna og ungl.inga og urðu þessi hlut- skörpust: Svig A-flokl:ur: Halldór Sveinbj arnarson (S. 1.) 2 mín. 04,7 sek., Sigurjón Halldórsson (Á.) 2 mín. 21,3 oek., Guðm. Göam indsson (Á.) 2 mín. 42,7 sek. Svig B-flokkur:' Jóhann Jónsson (I. S. S.) 2 mín. 27,9 selc., Þórður Krist- jánsson (H.) 2 mín. 29,2 sek., Bjarni Halldórsson (A.) 2 mín. 55,6 sek. Svig C-flokkur: Arnór Stígsson (S. 1.) 1 mín. 31,2 sek., Stanley Axclsson (V.) 1 mín. 39,12 sek., Jónas Helga- son (H.) 1 mín. 43,12 sek. Svig drengja: Þórhallur Ólafsson (A.) 1 mín. 34,5 sek., Gunnar Péturs- son (Á.) 1 min. 34,11 selc., Odd- ur Pétursson (Á.) 1 mín. 46,3 sek. Svig kvenna: Svandís Matthíasdóttir (S. 1.) 54,6 sek., Áslaug Matthiasdótt- ir (S. 1.) 59,12 sek., Guðríður Guðmundsdóttir (Valk.) 1 mín. 5,3 sek. Svig kvenna, unglingaflokkur: Ki'istjana Jónsdóttir (S. 1.) 1 mín. 06,8 sek., Karolína Jóns- dóttir (Valk.) 1 mín. 06,14 sek. I dag verður keppt í stökki og bruni. -------o------- Sjómannablaðið Víkingur 3.-M. tölublað 1946 er ný- komið út. Efni blaðsins - er sem hér segir: Friðrik Ólafsson, skólastjóri, skrifar um ný siglingatæki Radar, Decca og Loran, og fylgja greininni" myndir til skýringar. Pálmi Loftsson: Nýju varð- bátarnir og vmsar skýringar í því sambandi. Svalt er enn- á seltu, smá- greinar og frásagnir um sjó- menn og sjóferðir eftir Guðm. G. Hagalín. Jón Ottó Jónsson: Á ferð um eyðisanda Véstur- skaftafellssýslu. Einar Stefáns- son: Jón Þorsteinsson skip- stjóri í Marstal. Jón þessi er sonur hins mikla hagleiks- manns og sjósóknara Þorsteins Þorleifssonar í Kópavogi, nam sjómannafræði í Danmörku og kom hingað til lands árið 1917 á danskri skonnortu, er hann átti sjálfur, og mun það vera í eina skiptið, sem íslenzkur skipstjóri siglir dönsku kaup- fari, sem hann á sjálfur. Þá er grein eftir Ölaf Magn- ússon: Annáll síldveiðanna og framtíðardraumur fiskimanns- ins. Þýddar sögur eftir Walker G. Everett og Holger Drach- mann. öryggismál eftir Hall- í'reð Guðmundsson. Konan, sem situr við gluggann, eftir séra Jón Isfeld, sóknarprest á Bíldu- dal. Or verinu að vestan, eftir Gunnar M. Magnúss. Afstaða Islands til Grænlands, eftir Ragnar V. Sturluson. Myndir af nýju togurunum, mynda- opna, frívaktin, ljóðabálkur og margt fleira. Isafirði: Skírdag kl. 5 e. h. Föstudaginn langa kl. 5 e. h. og Barna- messa kl. 11 f. h. Páskadag kl. 2 e. h. Hnífsdal: Páskadag kl. 5 e.h. Vélritun — Fjölritun. Hafsteinn O. Hannesson, Túngötu 1. Prentstofan Isrún h.f. í auðnum Afniku. Eftir Erik Bergersen. (Framh.) liættan vofði yfir honum við hvert íot- mál og hann gat búist við dauða sínum, ef upp kæmist hver hann var. Franskt herskip var sent til Tanger. Caillié bjóst enn einu sinni í dulargerfi. 1 þetta sinn var hann búinn eins og franskur háseti, og komst á þann hátt á laun uni Itorð í skipið, sem flútti hann til Evrópu. Eins og við mátti búást mætti Caillié tortryggni úr ýmsum áttum i Evixjpu. FjTst í síað vildi enginn trúa hinni furðu- legu frásögn hans. En franska landfræði- félagið í Paris rannsakaði skýrslu hans og viðurkenndi að lokum, að það, sem hann segð’, vær! rctt. Hann fékk 10 000,00 franká verðlaun, sem félagið hal’ði heit- ið hverjum þeim, scm fyrstur ka'mist lil Timhuktu og gæti lýst horginni og íhú- um hennar. Einnig hlaut hann ýmsar aðrar viðurkenningar hins menntaða heims fyrir afrek sitt. Fáum árum eftir heimkomuna, veiktist hann og dó, að- eins 38 ára að aldri. René Caillié halði sýnt að árangurinn af ferð lians hafði, landfræðilega séð, verið eins mikilsverður og árangur af kostnaðarsömiun og velúthúnum rann- sóknarleiðangri margra manna. Veiga- mesti árangurinn af ferð hans fólst þó í því, að með henni lagði hann grund- völlinn að nýlendu veldi Frakka í Norð- vestur-Afríku, sem segja má að hefjist með þeim degi, er Caillié kom til Tim- buktu. Sextíu og sex árum seinna, árið 1893, var Timhuktu hernumin af frönskum her undir stjórn Jaffre hershöfðingja. I dag er þar ein hin þýðingar mesta rnið- stöð fyrir vöruskipti milli Norðurálfunn- ar og Mið-Afríku. Kaupmannalestir leggja leið sína þaðan norður yfir Sahara, en þar er einnig hílvegur, þó að hann sé ólikur þeim vegum, sem við eigurri að venjast, og það mun ekki líða á löngu, þar til þarna verður lögð járn- hraut. Allstaðar á yfirráðasvæði Frakka, í svo að segja öllum hæjum og borgum i Mið- vestur Afríku, en þó aðallega, í Timhuktu, eru stærstu göturnar nefndar eftir René Caillié, fyrsta hvíta manninum, sem koriist til ])essarar innilokuðu borgar og sxifti leyndardómsblæjunni af henni. Hann var aðdáunarverð hetja, landkönn- uður, sem af eigin ramleik, án allrar að- stoðar frá öðrum, tókst að ljúka heilu og höldnu, einni þcirri fífldjörfustu ferð, sem nokkur maður hefur nokkru sinni farið. ENDIR.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.