Baldur


Baldur - 30.08.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 30.08.1946, Blaðsíða 1
ITTGEFANDI: S ÖSl ALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjörður, 30. ágúst 1946 23. tölublað. Nýr herstöðvasamningur undirbúinn? Dagur á Akureyri birtir Lundunafrétt um ákvörðun Trumans í þá átt. . Sérfræðingur Baridaríkjastjórnar í Norðurlandamálum dvaldi fyrir nokkru í Reykjavík og átti leynilegar viðræð- ur við áhrifamenn í íslenzkum stjórnmálum. í Washington mun talið að úrslit kosninganna í sumar hafi að minnsta kosti ekki torveldað að samningar takist. Blaðið Dagur á Akureyri birti 8. þ. m. einkafrétt frá London undir fyrirsögninni „Bandaríkin munu hef j a samningaumleitanir um lier- stöðvar á Islandi að nýju" Aðalatriði fréttarinnar hljóð- ar svo: „Áreiðanlegir heimildar- menn hér telja, að Banda- ríkin muni hefja samninga- umleitanir að nýju um her- stöðvar á Islandi og á Azor- eyjum. Þessa ákvörðun mun Truman forseti og hernað- arráðunautar hans hafa tekið ef tir að haf a kynnt sér skýrslu Byrnes utanríkis- ráðherra um síðasta utan- ríkisráðherrafundinn í Par- ís". I sambandi við þessa skýrslu Byrnes er frá því skýrt, að Truman forseti hafi orðið fyr- ir miklum vonbrigðum i sam- bandi við afstöðu Bússa á ut- anríkisráðherrafundinum, og má fullkomlega skilja á frétt- inni, að það sé gegn Sovétríkj- unum sem þessi ákvörðun var tekin. Siðan segir orðrétt: „Áreiðanlegar fregnir herma að eftir fundahöldin með hernaðarráðunautum sínum, hafi forsetinn nú samþykkt að Bandaríkin hafi frumkvæði að nýjum samningaumleitunum um herstöðvar á Islandi og jafnframt verði hafnar samningaumleitanir við Portúgal um herstöðvar til langs tíma á Azoreyjum. Nákvæmar athuganir hafa lengi verið gerðar af hernað- arsérf ræðingum Bandarík j - anna á fyrirhuguðu varnar- kerfi þeirra og útkoman er í stórum dráttum sú, að Banda- ríkjamenn byggja á herstöðva- kerfi, sem' liggi í hring um Okinava, Aljutaeyjar, kanad- isku heimskautalöndin til Is- landsr Næsti hlekkur austan við Island verði Bretlandseyj- ar og e. t. v. brezkar eyjar í Atlantshafi, sem ekki hafa þeg- ar verið leigðar Bandarikjun- um. Jafnframt gæti komið til mála að Bandarikjamenn reyndu að semja við Frakka um herstöðvar á norðurströnd Afríku. I Washington mun talið að úrslit kosninganna, sem nýafstaðnar eru á Islandi, hafi a. m. k. ekki spillt útlit- inu fyrir Bandaríkjamönn- um. En hér í London er tal- ið fullvíst, að málaleitan þeirra verði hafnað, þar sem allir stjórnmálaflokkar á Islandi hafa lýst sig and- vígir herstöðvum. Von ls-„ lendinga sé, að landi þeirra verði veitt innganga í UNO á komandi hausti'og Kefla- víkurflugvöllurinn og flota- stöðin í Hvalfirði verði í versta falli sett undir yfir- ráð Sameinuðu þjóðáhna". Þessi einkafrétt Dags stað- festir þann ótta, sem margir Islendingar bera í brjósti, að Bandaríkjamenn hugsi til á- framhaldandi • hersetu á Is- landi. Þessi ótti minnkar held- ur ekki við þá staðreynd, að bandaríska setuliðið vinnur nú að 5TOSum framkvæmdum í Hvalfirði, sem benda til þess að það ætlar ekki að hverfa þaðan bráðlega heldur þvert á móti. Þá er það ekki síður at- hygglisvert, að einn slyng- asti diplomat Bandaríkja- stjórnar, Cummings, for- stjóri við Norðurlandadeild utanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna, kom fyrir skömmu til Reykjavíkur og dvaldi þar nokkra daga. Hefur Þjóðviljinn upplýst, og það ekki verið hrakið með rökum, að þessi maður haf i átt leynilegar viðræður við áhrifamenn í íslenzkum stjórnmálum, meðan hann dvaldi hér. Hvað á þeim við- ræðufundum hefur gerzt er enn hulinn leyndardómur. Eitt er-þó víst. Slíkir menn eyða ekki dýrmætum tíma sínum að óþörfu og án þess að vonast eftir einhverjum árangri. Fyrir Alþingiskosningarnar í sumar varaði Sósíalistaflokk- urinn við þeirri hættu, að Bandaríkin myndu gera nýjar kröfur til herstöðva hér á landi, svo franiarlega sem þjóðin ekki sneri baki við þeim flokkum, sem lj'stu ekki ákveðinni andstöðu gegn þrá- setu bandaríkj a hersins hér og leigu á herstöðvum til Banda- ríkjanna. Það er nú komið á daginn að þessi aðvörun var ekki á- stæðulaus. Bandaríkjastjórn virðist telja úrslit kosninganna sönnun þess, að henni sé ó- hætt að leita að nýju samninga um herstöðvar, og allt bendir til þess að hún ætli sér a.ð nota þessa aðstöðu. Það er því fullkomin nauð- syn nú, eins og áður, að þ j óðin sé á verði i þessu stórmáli. Að mánuði liðnum á hið nýkj örna Alþingi að koma samán til reglulegra fundahalda, Þennan tíma verður þjóðin að nota til þess að sannfæra alþingismenn um, að hún unir ekki sömu af- greiðslu á herstöðvamálinu og urðu á aukaþinginu i júli. Bygging hafnaruppfyllingar- innar í Neðstakaupstaðnum. Framkvæmdir verða hafnar nú þegar þrátt fyrir til- raunir bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins að tefja málið. Marzelíusi Bernharðssyni falin framkvæmd og stjórn verksins samkvæmt einróma tillögu hafnarnefndar. Á bæj arstj órnarfundi, sem haldinn var kvöldin 28. og 29. þ. m. var í fundarlok sam- þykkt, eftir einróma tillögu hafnarnefndar, að Marzelíusi Bernharðssyni yrði falin stjórn og framkvæmd á byggingu hafnaruppfyllingarinnar í Neðstakaupstaðnum og verk- inu hraðað, svo sem frekast eru tök á. I fundargerð hafnarnefndar frá 26. þ. m. er bókáð um þessa ákvörðun sem hér segir: „Bæjarstjóri skýrði frá því, að hann hefði samkvæmt sam- þykkt síðasta fundar rætt við Marzelius Bernharðsson um að taka að sér framkvæmd á byggingu hafnarbakkans. — Marzelíus telur sig geta útveg- að efni í verkpalla og vill selja það til verksins með lögboð- inni álagningu. Þá gefur Marz- elíus kost á því, að hann taki að sér stjórn og framkvæmd verksins á þeim grundvelli, sem hann selur aðra vinnu, þ. _e. með álagningu, sem verð- lagseftirlit ríkisins hefir leyft honum eða samþykkist af því, ef breyting verður á því á tímabilinu, sem verkið stendur yfir. Þessi álagning er nú 25% á vinnulaun. Undir álagning- una fellur ekki: Dýpkunar- skipsvinna, áhöfn þess og land- fylling, sem gera þarf með bfl- um, né heldur þeir verkamenn, sem að henni vinna. I álagningu er innifalið: Verkstj órn, skrifstofukostnað- ur, slysatrygging, veikindadag- ar af slysum, brunatrygging ef með þarf, öll áhöld á verkstæð- um, nema rambúkkar og afl á þá, og hús stöðvarinnar eftir þörfum. Þótt áhöld tapist eða eyðileggist þarf verkkaupi ekki að bera neinn kostnað af því. Hafnarnefnd samþykkir að ganga að framanskráðu tilboði Marzelíusar og óskar að verk- inu verði hraðað, svo sem frek- ast eru tök á". Undir þessa fundargérð skrifa allir nefndarmenn, fyr- irvaralaust, en þ'eir voru Marz- elíus Bernharðsson, Sigurður (Framhald á 4. síðu).

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.