Baldur


Baldur - 09.09.1946, Blaðsíða 1

Baldur - 09.09.1946, Blaðsíða 1
UTGEFANDI: SÖSIALIST AFÉL AG ISAFJARÐAR XII. ÁRG. ísafjöröur, 9. sept. 1946 24. tölublað. Chr. Högh Nielsen, bæjarverkfræðingur: Vatnsskorturinn. Nú í mörg ár hef ur verið svo mikill vatnsskortur hér i bæn- um, að okkur er farið að finn- ast það næstum því eðlilegt, að ekki kemur dropi af vatpi úr vatnskrönum á annari hæð. Er það þá náttúrulögmál, að ein- ungis að nóttu til skuli fást vatn úr krönum, sem eru fyrir ofan neðstu hæð? Það liggur nærri að maður sé farinn að halda að svo sé, og finni til vanmáttar síns gagnvart þessu lögmáli. En nú í seinni tíð er ástandið orðið verra en nokkru sinni áð- ur og þolinmæðin er á þrotum. Hvað er það, sem gerzt hef- ur? Hversvegna er ekkert gert til þess að bæta þetta óþolandi ástand? Þannig er spurt, og það er þessvegna ástæða til að skýra málið í nokkrum atrið- um. Vatnið, sem bæjarbúar nota, kemur úr tveimur brunnum, Króksþró og Urðarþró. Vegna þess að sumarið, sem nú er að líða, hefur verið svo yndislega gott og þurkasamt að ekki hef- ur rignt um langt skeið, er Króksþróin næstum því orðin þurr og bærinn verður að fá allt vatn úr Buná, þar til vatn kemur í Króksþróna. aftur. Á þessu ári er vatnsskortur- inn að verða hið alvarlegasta vandamál, vegna þess að leiðsl- an frá Buná er svo óþétt að 40% af því vatni, sem rennur í gegnum hana úr ánni, fer til spillis á leiðinni til bæjarins. Það lítur því út fyrir að þessi nýja tréröraleiðsla ætli að verða vandræðabarn hjá bænum. Þó að stöðugt sé ver- ið að gera við hana, er ómögu- legt að gera hana þétta. Samt sem áður er ekki rétt að hætta að nota þessa leiðslu nú þegar og leggja aðra nýja. Að því yrði ekki mikið gagh fyr en búið er að endurbæta aðalleiðsluna um bæinn með því að leggja miklu víðari rör en nú eru. I gegnum núverandi 4—5" vatnsleiðslu getur bær- inn aldrei fengið nóg vatn, jafnvel þótt bæði Urðarþró og Króksþró séu yfirfullar. Á dag- inn, þegar mikið er notað af vatni, mundi þrýstingurinn minnka svo mikið, að vatnið kæmist ekki upp á efri hæðir í húsunum, hversu mikið vatn sem væri í þrónum. Það verður því að leggja höfuðáherzlu á, að lögð verði ný aðalleiðsla frá Urðarþró og niður í gegnum bæinn. Jafnskjótt og efni er fengið i þá leiðslu, mun verða byrjað á því verki. En er þá nóg vatn, þegar sú leiðsla er komin? Já, ef vatnsleiðslukerfið er þétt, ætti það að vera nægilegt, þ. e. a. s. ef fólk lætur ekki vatnskranana standa opna tím- um saman og vatnið renna al- gerlega að óþörfu. Aðeins í gegniim einn % tommu krana renna, ef fullur þrýstingur er, 1800 lítrar af vatni á klukku- stund, eða fjórtándi hluti af meðal uatnsneyzlu bæjar með 3000 íbúa. Nýja tréleiðslan frá Búná hefur verið höfð svo víð að hún gæti flutt nóg vatn til bæjarins, þó að hann stækkaði um 30— 40%. Jafnvel nú, þegar hún er svo óþétt, að 40% fara til spill- is, flytur hún samt sem áður allt að 610 000 lítra af vatni til bæjarins á dag. Með því litla, sem kemur úr Króksþrónni, fær bærinn því meira en 700- 000 lítra á dag eða 240 lítra á hvert mannsbarn. Notar þá fjölskylda, tveir fullorðnir og þrjú börn, meira en 1200 lítra af vatni á dag? Áreiðanlega ekki. Mikill hluti af þessum 700 000 lítrum hlýtur því að renna beint í sjóinn. Það er engin ástæða til að halda ann- að, ekki sízt þegar þess er gætt, að næstum því enginn fær neyzluvatn. Ef farið er um bæihn að næturlagi og gætt niður í skólpleiðslurnar, kemur í ljós, að víða rennur tært vatn í gegnum þær. Hvaðan kemur þetta vatn? Það væri tiltölu- lega auðvelt að fá úr því skor- ið, ef bæjarbúar vildu leggja það á sig að athuga á hverju kvöldi hvort skrúfað er fyrir vatnskrahana hjá þeim og gæta þess, að ekkert vatn geti í lengri tíma runnið beint í skólpleiðslurnar. Ef vatn renn- ur eftir sem áður í gegnum skólprörin hlýtur vatnsleiðslan að vera óþétt og það verður að gera við haria. Drykkjarvatn er dýrmætt og það mundi vera mjög þýðing- armikið ef bæj arbúar gætu Merkisatburður í samgöngumálum Vestfjarða. Vegurinn yíir Þorskafjarðaiheiði opnaður til umierðar. Þann 3. þ. m. gerðust þau merkistíðiridi í samgöngumál- um Vestf j arða, að vegurinn yf- ir Þorskaf j arðarheiði var opn- aður til umferðar. Þár með var náð því langþráða takmarki að tengja þennan landshluta, sem alla tíð hefur verið mjög af- skekktur um allar samgöngu- bætur, við aðalvegakerfi lands- ins. Að vísu er ekki búið að ganga að fullu frá nokkrum hluta vegarins, en hann er þó orðinn fær öllum venjulegum bifreiðum. I sumar hefur ferðum yfir heiðina verið hagað þannig, að yfir erfiðasta hluta hennar hef- ur verið farið á 10 hjóla bil með drifi á öllum hjólum. Það hefur þvi ekki verið hægt að komast á sariia bílnum alla leiðina, og hefur það valdið miklum erfiðleikum. Allir Vestfirðingar fagna þeim áfanga, sem hér hefur náðst. Liggur þá næst fyrir að samræma f erðir yf ir heiðiria og ferðir Djúpbátsins, og þá ekki síður að hraða því, að bryggja verði byggð á Arngerðareyri. Þarf ekki að ef a, að þingmenn Norður-Isaf j arðarsýslu og Isa- f jarðar munu beita sér fyrir að hjálpað til að grafast fyrir or- sakir þess, að hér í bænum eyð-, ast 700 000 lítrar af vatni á sól- arhring, enda þótt næstum því enginn maður fái neysluvatn, — og til þess þurfa þeir aðeins að muna eftir að skrúfa fyrir vatnskranana hjá sér á næt- urnar. Vatnseyðslan þarf og verður að minnka. Hún er tvöfalt meiri hér en í öðrum bæjum í Evrópu — og það mundi kosta miljónir króna að fullnægja slíkri eyðslu. En þegar búið er að finna og gera við alla lekastaði, hvort sem þeir eru í húsum inni eða á almennu leiðslunum, þá er ég sannfærður urii að nóg vatn kemur í hina nýju og víðu að- alleiðslu, sem verður, ef að lík- um lætur, lögð um bæinn næsta sumar. Chr. Högh. Nielsen. það nauðsynjaverk verði fram- kvæmt sem fyrst, og ekkert getur réttlætt að aðrir þing- menn standi á móti því. öryggisráðið mælir ein- róma með inntöku Islands í UNO. öryggisráð sameinuðu þjóð- anna samþykkti með 10 sam- hljóða atkvæðum 29. ágúst s.-l. að mæla með inntöku Islands i Sameinuðu þjóðirnar. Full- trúi Ástralíu sat hjá. Inntöku- beiðnir Svíþjóðar og Afghan- istan voru samþykktar með sama atkvæðamagni. Nægur meirihluti náðist ekki til að mæla með inngöngu ann- ara ríkja er inntökubeiðnir komu frá, enda þarf ekki nema einn hinna f östu meðlima ráðs- ins til að hindra að mál nái samþykki. Bíki þau, sem ekki voru samþykkt, eru þessi: Al- banía 5 með, 3 á móti, Mong- olía 6 með, 3 á móti, Trans- jordanía 8 með, 2 á móti, Ir- land 9 með, 1 á móti, Portúgal 8 með, 2 á móti. O-------------- HúsmæðraskóHnn Ósk. Skv. till. skólanefndar hús- mæðraskólans og eftir beiðni fullt. kvenfélaganna í nefninni hefur bæj arstj órn samþykkt að skólinn beri nafnið Hús- mæðraskólinn Ósk og stofnár hans verði talið 1912. A þessi nafngift að minna á, að það var kvenfélagið Ósk, sem stofnaði skólann 1912 og hefur séð um rekstur hans frá þeim tíma. Þetta mun vera fyrsti skólinn hér á landi, sem heitir sérstöku nafni. Þá hefur bæjarstjórn kosið 2 menn i skólanefnd hús- mæðraskólans og tvo til vara. Þessir voru kosnir: Aðalmenn: Frú Lára Eðvarðardóttir og Helgi Hannesson: Varamenn: Frú Karlinna Jóhannesdóttir og Grímur Kristgeirsson. Á ttræðisafmæli. Jón Sigurðsson, bóndi á Bjarnastöðum í Isafirði varð áttræður 12. f. m.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.