Baldur


Baldur - 09.09.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 09.09.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Einstein um kjarnorkumálin. Bandaríkin reyna að ógna heim- inum meðkjarnorkusprengjunni Þann 1. þ. m. birtist í Þjóðviljanum kaflar úr viðtali, er fréttaritari Lundúnablaðsins „Sunday Express“ átti ný- lega við hinn heimsfræga eðlisfræðing Albert Einstein um alþjóðamál með tilliti til kjarnorkusprengjunnar. I þessu viðtali sagði Einstein að síðan nýjustu vopnin komu til sögunnar geti ekki verið um að ræða öryggi fyrir nokkurt land eða heimsálfu, öryggið nái um leið til alls heimsins. Hann kvaðst ekki álíta alheimsríki tímabært og meira að segja bandalag Evrópuríkja væri ekki hægt að mynda við núverandi aðstæður. Þýzkaland hættulegt áfram. Um Þýzkaland sagði hann: „Það er sjálfsblekking að halda "að liægt sé að breyta hugarfari Þjóðverja með 10 —20 ára lýðræðisuppeldi. Ég bjó í Þýzkalandi i heimsstyrj- öldinni fyrri og þekki því Þjóð- verja. Þeir munu alltaf kenna ósigra sína tæknilegum mis- tökum en ekki þeirri stjórn- málastefnu, sem þeir fylgdu. Eina ráðið til að skapa raun- verulegt öryggi er að koma málum svo fyrir, að þýzlc ríkisstj órn ráði ekki framar yf- ir þungaiðnaði, því þá myndi Þýzkaland í þriðja sinn reyna að leggja undir sig heiminn“. Á þröskuldi nýrrar aldar. Um kjarnorkusprengjuna sagði Einstein, að hægt liefði verið að húa hana til tveim ár- um áður en gert var og stytta styrjöldina að sama skapi, ef heryfirvöldin hefðu ekki frá þvi fyrsta verið vantrúuð á ár- angur og tafið tilraunirnar. „Við stöndum á þröskuldi nýrrar aldar“, sagði Einstein. „Eðlisfræðingarnir hafa gef- ið mannkyninu miklar orku- lindir. Stj órnmálamennirnir hafa náð yfirráðum yfir þeim. Heimurinn verður að velja, hvort þetta á að leiða til ólýs- anlegrar eyðileggingar, véla- notkunár í gróðaskynieðahvort tæknin á að þjóna þjóðfélag- inu. Ef til nýrrar styrjaldar kæmi á morgun, með þeirri nýju hernaðartækni og nýju vopnum, sem lcitt hafa af þess- um uppfinningum, er hægt að gjöreyða borgum, þjóðum og ríkjum, svo að þau eigi sér aldrei endurreisnar von. Og ef stjórnmálin fylgja sama farveg og hingað til án kröftugrar mótspyrnu af þjóðanna hálfu, án hátíðlegra mótmæla listamanna, vísinda- manna og rithöfunda og allra annara, mun ægilegasta styrj- öld ekki verða umflúin“. Heimsveldisstefna í gerfi frjálslyndis. „Hvað k j arnorkusprengj u- leyndarmálið varðar, þá harma ég_að farið hefur ver- ið þannig að Rússar hljóta að hafa styrkzt í grun sínum, um að alþjóðleg samtök séu ekki óhlutdræg. Þegar jafnvæginu hefur einu sinni verið raskað eru skapaðar aðstæður, sem leitt geta til ófarnaðar. Allt of oft grillir í heimsvaldasinnað- ar tilhneigingar bak við leynd- armál kj arnorkusprengj unnar. Allt of oft felur sú heims- valdastefna, sem heyir stríð með fjárhagslegum vopnum, sig á bak við grímu frjálslynd- isins. Ég skil ekki, hvers vegna Bandaríkin vilja vera að ógna heiminum hvað eftir ann- að, þegar þau áreiðanlega hafa ekki ófrið í huga. Vígbúnaður- inn er ægilegur núna hér í Bandaríkjunum. Fyrir styrj- öldina fékkst ekki fé til að reisa nauðsynlegustu virki, en nú ætlar vígbúnaðarbrjálæðið allt að gleypa“. —------0------ Bærinn og nágrennið. Dánarfregnir. Guðjón Jensson frá Bolung- arvík andaðist á Sjúkrahúsi Isafjarðar 22. ágúst s. 1. Ingibjörg (Stella) Guð- mundsd., Sveinssonar kaup- manns í Hnífsdal, andaðist í ur, andaðist í Reykjavík 18. ágúst síðastliðinn eftir langvar- andi veikindi. hún var aðeins 18 ára gömul. Guðmunda Ólafía Guð- mundsdóttir Sveinssonar kaup- manns í Hnifsdal andaðist í Landsspítalanum í Reykjavik 26. ágúst s. 1. Guðmunda var ekkja Samúels heitins Guð- mundssonar hankamanns, sem margir Isfirðingar kannast við. Síðustu árin var hún til heimil- is hjá Elísabet systur sinni og manni hennar Þórhalli Sæ- mundssyni, bæjarfógeta á Akranesi. Hjúskapur. Mirs Sarah Ross Boynton og Hörður Helgason, Guðbjarts- sonar frá ísafirði voru gefin Aðvörun. Af gefnu tilefni skal það tekið fram, að berjatínsla með á- höldum (kló) er stranglega bönnuð á löndum bæjarins í Tungu- dal og i Engidal. Bæjarstjórinn. Gagnfræðaskólinn á ísafiröi. verður settur laugardaginn 21. september kl. 4 e. m.' Ein deild fyrsta bekkjar mun starfa eftir nýju skóla- löggjöfinni, og verða í henni þeir nemendur úr 13. deild barnaskólans, sem á síðasta vorprófi náðu ákveðinni lág- markseinkunn í íslenzku og reikningi. Verknámsdeild mun og starfa í vetur eftir námskrá, er fræðslumálastjórnin staðfestir. Skólastjóri. GJALDDAGI BALDURS var 1. júlí. Þeir áskrifendur, sem ekki hafa greitt yfirstand- andi árgang eru vinsamlega beðnir að géra sem fyrst skil á afgreiðslu blaðsins og létta þar með innheimtuna. Áskrifendur utan Isafjarðar fá póstkröfur fyrir ársgjaldinu sendar með þessu blaði oog eru þeir vin- samlega beðnir að innleysa þær sem fyrst. saman í hjónaband í Havana, Florida 16. ágúst síðastliðinn. Hörður stundar nám í stjórn- skipulagsfræði við Duke Uni- versity í Durham í North Carolina. Ungfrú Auður Guðjónsdóttir og Höskuldur Árnason, gull- smiður, voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík 18. ágúst síðastliðinn af séra Sig- urjóni Árnasyni. Þau komu hingað til bæjarins daginn eftir. Kviknar í Þór frá Flateyri. Klukkan 2.30 í fyrrinótt kom upp eldur í gufuskipinu Þór frá Flateyri er það lá á Reykja- víkurhöfn. Brann skipið lítils- háttar í búri og hásetakléfa en tókst þó brátt' að ráða niður- lögum eldsins. Þrír menn meiddust, en enginn þeirra alvarlega. Tveir af þessum mönnum Óskar Magnússon og Baldur Jónasson voru frá Flat- eyri, en sá þriðji var Dýrfirð- ingur. Þrjú Vestfjarðarmet. Vestfjarðamót í frjálsum í- þróttum 'var háð hér á Isafirði 7. og 8. þ. m. Keppendur voru 23 frá Herði, Vestra og Umf. Barðastrandarsýslu. Á mótinu voru sett þrjú ný Vestfjarðamet. I kúluvarpi, Guðm. Hermannsson (H), 12,92 m. I þrístökki, Magnús Guð- .jónsson (V), 12,98 m. I 400 m. lilaupi, Guðm. J. Sigurðsson (V) 54,9 sek. Stigafjöldi félaganna: Ksí'. Hörður 90 stig. Ksf. Vestri 41 stig. Umf. Barðastr.sj’slu 15 stig. Nánari fréttir af mótinu koma í næsta blaði. ------0------- Komnir á lens. 1 Skutli, sem út kom á laug- ardaginn, er löng grein um hafnaruppfyllinguna, hafnsög- ubátinn o. fl. Er það að mestu endurtekning á því, sem full- trúar minnihlutans sögðu á bæjarstjórnarfundinum 28. og 29. f. m. Þó virðast þeir í nokkrum atriðum viðvíkjandi hafnsögubátnum horfnir frá þeirri skoðun, sem þeir héldu fastast fram á fundinum. 1 fyrsta lagi er hvergi á það minnst í greininni að fleiri menn þurfi á nýja hafnsögu- bátinn en á þann sem nú er. I öðru lagi er í greininni talað um að hafa bátinn heldur stærri en þeir töldu nægilegt á fundinum. 1 þriðja lagi segir orðrétt í greininni: „Geri menn nú meirihlutanum það til geðs að taka i mál notkun 12—15 tonna báts til flutnings hafn- sögumanns hér út í Sundin, verður ekki hjá því komizt að minna á, að slíkir bátar eru nú fáanlegir tugum saman í ágætu standi og með tækifærisverði“. Eins og allir sjá er hér mjög horfið frá fyrri skoðun, meira að segja talað um, „að taka í mál“ notkun 12—15 tonna háts, en talið ráðlegra að kaupa hann með tækifærisverði. Ef til vill þarf fyrirtæki nákomið krötunum að losna við slíkan bát. Það er hægt að láta sér detta það í hug og meira að segja að tækifærið hefði verið notað, ef kratarnir hefðu mátt ráða.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.