Baldur


Baldur - 09.09.1946, Blaðsíða 2

Baldur - 09.09.1946, Blaðsíða 2
2 B A L D U R ® WVWWW%rWWWWVWWWWWWWWWWWWWWWW y X I | Skammtað úr skrínunni, t Hafnsögubáturinn. Á bæjarstjórnarfundinum 28.—29. f. m. urðu meðal ann- ars miklar umræður út af til- lögu hafnarnefndar um að byggður yrði nýr hafnsögubát- ur, 12—15 tonn að stærð. Var sú tillaga samþykkt með 5:4 at- kvæðum að viðhöfðu nafna- kalli eftir ósk fulltrúa Alþ>rðu- flokksins. Já sögðu allir full- trúar Sj álfstæðisflokksins og fulltrúi sósíalista, en allir full- trúar Alþýðuflokksins sögðu nei. Töldu fulltrúar Alþýðu- flokksins að með þessari á- kvörðun væri verið að bruðla fé hafnarsjóðs í vitleysu og komu með ýms ósannindi og firrur, sem oflangt yrði að telj a hér upp. M. a. fullyrtu þeir, að á svona stóran hafnsögubát þyrfti að minnsta kosti einum manni fleira en nú er. Munu sumir, sem á fundinum voru, hafa trúað þessum og öðrum fullyrðingum þeirra, og er þvi ástæða til að leiðrétta þær. Sannleikurinn i þessu máli er sá, að á þennan bát þurfa alls ekki fleiri menn en nú eru á hafnsögubátnum. Þetta vita al- þýðuflokksfulltrúarnir ósköp vel og voru því allar fullyrð- ingar þeirra í þessu sambandi sagðar gegn betri vitund, enda gengu þeir svo langt í ósann- indunum og blekkingunum í sambandi við þetta máþaðeinn fundarmaður, sem hlustaði á umræðurnar um hafnsögubát- inn, hafði orð á því, að hann hefði aldrei heyrt Hannihal flytja ræðu jafn fjærri öllum sannleika og í þetta sinn og kvaðst hafa haldið að hann ætti slíkt ekki til. 1 sambandi við þetta mál er ástæða til að minna á það, að hafnsögubáturinn, sem nú er notaður, hefur fyrir löngu síð- an verið dæmdur ósjófær og átti að vera búið að byggja nýj- an hafnsögubát fyrir einu til tveimur árum siðan. En full- trúar Alþýðuflokksins höfðu svikist um það eins og fleira, sem þeir vanræktu að gera, meðan þeir höfðu meirihluta í bæjarstj órn. Um stærð bátsins má vitan- lega deila, en í þvi sambandi má henda á að Reykjavíkur- bær er nú að láta smíða 25 tonna hafnsögubát. Að vísu má segja að stærð hafnsögubáts í Reykjavík sé ekki mælikvarði á stærð hafnsögubáts hér, en aðstaða hér er oft þannig, að vetrarlagi, að erfitt og jafnvel hættulegt er að fara út í skip á 3—4 tonna fleitu eins og þeir Alþýðuflokksmenn töldu hæfi- legt að byggja. Þá er annað, sem vert er að benda á í þessu sambandi. Hér er það algengt að Pollinn léggi, svo skip kom- ist ekki inn að bryggju eða að bátar frjósi inni. Það er því brýn nauðsyn að hér sé til bát- ur, sem getur brotið ís á höfn- inni, og hafnsögubáturinn njri er einmitt ætlaður til þess. En til þeirra hluta þarf talsvert stóran, sterkbyggðan og lirað- skreiðan bát. Að öllu þessu athuguðu er ljóst.að bygging hafnsögubáts af þeirri stærð, sem meirihluti bæj arstj órnar hefur nú sam- þykkt, er fjarri því að vera fjarstæða eða bruðlumneð fé hafnarsjóðs. Það mun sýna sig að höfninni er í mörgum tilfellum nauðsynlegt að eiga slíkan bát og það getur oft og tíðum marg borgað sig. And- staða Alþýðuflokksfulltrúanna byggist heldur ekki á þvi, að þeir séu ósammála meirihlut- anum hvað þessu viðvíkur, enda samþykkti liafnarnefnd einróma, fulltrúar Alþýðu- flokksins, líka, þessa stærð á bátnum. Ilér er því aðeins um að ræða eina af mörgum. til- raunum einstakra brodda Al- þýðuflokksins, og það þeirra, sem verst eru innrættir, að tefja og setja fótinn fyrir allar framkvæmdir núverandi meirihluta. Það er þess vegna ekki af umhyggju fyrir hag bæjarins, að menn eins og Helgi og Hannibal halda uppi málþófi og tala sig dauða um hvert einasta framfaramál, sem rætt er í bæjarstjórn, heldur er tilgangurinn að sjá til þess að undir stjórn núver- andi meirihluta verði ekkert framkvæmt og síðan geti þess- ir herrar hrópað: Nú er ekkert gert. Hér er dauður bær. Var það ekki munur þegar við stj órnuðum. En það skal verða séð um, að þeim verði ekki kápan úr því klæðinu. ------0------ Vegagerðin á Óslilíð. 1 sumar hafa margir bæjar- búar lagt leið sína út á Óshlíð, til þess að sjá veginn, sem ver- ið er að leggja út hlíðina, en þar er allt annað en árennilegt vegarstæði, eins og kunnugt er. Þeir, sem út eftir hafa far- ið, munu allir hafa dáðst að því, hve þessum vegi hefur miðað ört áfram. Þarna, hefur á tæpum þremur mánuðum verið lagður tveggja kílómetra vegur í snarbrattri hlíðinni. Aðallega hefur verið unnið með jarðýtu. Hefur hún mok- að allt að 6 metra breiðan veg í hlíðina og er stálið ofan við veginn sumstaðar um 20 metra hátt. Þá hefur orðið að sprengja háar klappir á löng- um svæðum. Eins og fyr er sagt, er búið að leggja þarna tveggja km. veg og nær hann miðja vega milli Seljadals og Kálfsdals. Eftir er þó að breikka, veginn á stöku stað með því að höggva eða sprengja úr stálinu, hlaða „Og dug<5i“. Eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu, urðu miklar umræð- ur á seinasta bæjarstjórnarfundi út af nýja hafnsögubátnum, sem fyr- irhugað er að byggja. 1 þessum um- ræðum sagði einn ræðumaður: „Mér hefur verið sagt, að bér áður hafi verið notaður árabátur fyrir hafilsögumanninn“. — „Og dugði“ greip Hannibal Valdimarsson þá fram í af svo mikilli sannfæringu, að allir gátu heyrt að orðin komu frá hjartanu: „Og dugði“, hvílík í- halds og afturhaldssemi felst ekki í þessum orðum? Hefur þetta ekki verið orðtak .afturhaldsins á öllum tímum? Hefur það ekki allt af sagt, að það gamla og úrelta, sem bjarg- ast liefur verið við bæði af íhalds- semi, þekkingarleysi og af því að annars var ekki kostur, hafi dugað. Hefur þetta ekki verið hið sígilda svar gegn öllum framförum og ný- ungum? Jú vissulega. Það kom líka glöggt fram á fundinum, að þessi var skoðun flokksbræðra Hannibals, enda þótt þeir segðu það ekki af jafnmikilli einlægni og hann. Þessi skoðun þeirra hefur komið mjög skýrt fram í öllum afskiptum þeirra af hafnsögubátnum. Minnsta kosti seinasta árið, sem þeir fóru með völd hér í bænum var notaður hafnsögubátur, sem búið var að dæma ósjófæran. Ekki höfðu þeir þó manndáð í sér til að láta byggja upp í gilskorninga ö. fl. Enn- fremur er eftir að leggja ræsi, þar sem þess þarf, og jafna veginn. Ekki verður sagt með neinni vissu hve langan tíma, tekur að leggja veg út í Bolungarvík. Óshlíð er talin ca. 7 km. frá Hnífsdal út að Óshólum, og ef miðað er við það, sem unnist hefur í sumar, má gera ráð fyrir, að veginn út hlíðina megi leggja á tveimur til þremur sumrum. Þetta er að vísu að- eins lausleg áætlun, því senni- lega verður erfiðar að leggja veg um þá leið, sem eftir er. En hvað sem því líður, þá er með þessari vegagerð búið að sanna, að út Óshlíð er hægt að leggja veg, og það sem meira er, þessi vegur verður sá bezti, sem enn er til hér á Vest- urlandi og verður sennilega fær allt árið, nema í aftaka sn j óum. Það væri hægt að skrifa langt mál um þá þýðingu, sem þessi vegur kemur til með að hafa fyrir Isafjörð og Bolung- arvík og viðskipti milli þessara staða. 1 Bolungarvík er mikið og gott land, bæði til túnræktar og garðræktar og ætti með beinu vegarsambandi þangað að vera hægt að bæta mikið úr þeim mjólkurskorti, sem nú er hér á ísafirði. Þá mundu önn- ur viðskipti aukast mikið milli þessara staða frá því sem nú er, og margskonar önnur þægindi og hagnaður verða af þessu vegarsambandi, bæði beint og óbeint. Það er þessvegna áhugamál annan nýjan eins og þeim bar skylda til. Vissu þó allir fyrir löngu síðan að þessi bátur var að verða ónothæfur. ■— Þeir álitu, að hann dygði. —-, Og nú, þegar þeir höfðu misst meirihlutavaldið, reyndu þeir á alian hátt að tefja fyrir því, að nýr og góður liafn- sögubátur yrði byggður. og höfðu í hótunum að kæra til stjórnarráðs- ins ef það yrði samþykkt. Svo eru þessir menn að tala um íhaldssemi og framtaksleysi annara. Aum útreið. Er hægt að hugsa sér herfilegri útreið en það, er pólitískir foringj- ar og fulltrúar eins flokks standa upp með miklum sperringi í byrjun einhvers fundar, halda þar ræður af taumlausum gorgeir, eins og þeir geti brotið alla mótspyrnu á bak aftur og kveðið andstæðingana í kútinn í einni svipan. Reyna síð- an, þegar þeir eru tæplega virtir svars, að halda uppi málþófi og þvæla endaleysu um allt og ekki neitt, í þeirri von að geta tafið framgang mála, þegar öll rök eru þrotin. Finna svo að lokum að jafn- vel í þessu skortir þá bæði þrek og hæfileika og verða fyrstir manna til að samþykkja að skera niður umræður, svo að eymd þeirra verði ekki opinber? Jú, vissulega er þetta aum frammistaða og herfileg út- reið. En það er einmitt þetta, sem helztu broddar kratanna hér á Isa- firði eru að verða frægastir fyrir. Isfirðinga og Bolvíkinga að þessum vegi verði lokið svo fljótt sem verða má. En í því sambandi er rétt a.ð athuga þá tilhögun, sem allt til þessa dags er höfð á vegagerð hér á landi. Venjan er að skipta frarn- lagi til vegagerða milli margra staða á hverju ári. Allir vilja fá eitthvað og afleiðingin verð- ur sú, að enginn fær veg, sem hægt er að nota fyr en eftir mörg ár. Þetta þarf að breyt- ast, sérstaklega eftir að farið er að nota stórvirk vegavinnu- tæki. Það er bæði dýrt og erf- itt og tekur talsverðan tíma að flytja þessi tæki milli staða, ef til vill oft á sama sumri. Nú er t. d. búið að vinna fyrir það fé, sem áætlað er til Óshlíðarvegarins, og vérður vegýtan þá flutt inn á Súðavík- urhlíð og unnið með henni þar. Afleiðingin af þessum vinnu- brögðum verður sú, að hvorki Bolungarvík né Súðavík kemst í vegarsamband við Isafjörð fyr en eftir ca 4 ár í stað þess að fá vegarsamband við Bol- ungarvík á helmingi styttri tíma, væri áherzla lögð á að ljúka þeim vegi. Að vísu má segj a að Súðavíkurvegurinn yrði að bíða á meðan, en þá væri ljka hægt að vinna við hann sieitulaust og ljúka hon- um minnsta kosti svo fljótt, að hann yrði búinn á sama tíma og báðir vegirnir liefðu orðið, ef við þá hefði verið unnið jöfnum höndum báða. --------0-------

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.