Baldur


Baldur - 28.09.1946, Qupperneq 3

Baldur - 28.09.1946, Qupperneq 3
B A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Sími 80. — Pósthólf 124. Þið þekkið hann. Það var hann, sem brosti frajnan í ísfirzka kjósendur í vor og sagði: — Það er enginn erlendur her lengur á Islandi. Það var hann, sem sagði i þingræðu um samninginn við Bandarikin 21. september s. 1.: „Þetta mál er ekki það mikils virði að það taki að hafa um það þjóðarat- kvæðagreiðslu“. Isfirðingar áttu eitt sinn þingmenn, er fremstir stóðu í sj álfstæðisbaráttu þj óðarinn- ar. — Nú er öldin önnur. er andvíg öllu afsali réttinda sinna. Það er líka vitað, að þjóðin hefir aldrei falið þing- mönnum sínum umboð til þess að svifta bana og afkomendur hennar landi og frelsi, og hún er þess enda ekki umkomin. Þrátt fyrir flutning þessa máls, er ekki enn séð fyrir af- drif þess. Með einhuga mót- mælaöldu um allt land má enn bjarga þjóðinni frá þeirri ó- gæfu, sem samþykkt samnings- ins hefði i för með sér. Það er eitt, sem þeir aum- ingjar eru hræddir við, sem nú eftir nýafstaðnar kosningar telja sig þess umkomna að svíkja föðurland sitt. Þetta eina er fylgi kjósendanna. Isfirðingar, látið ekki ykkar eftir liggja, rísið sem einn mað- ur upp til andmæla. Mótmælið allir. Sigurður Thoroddsen. -------0------ B A L D U R er 6 síður að þessu sinni og er blaðið eingöngu helgað baráttunni gegn nýja herstöðvasamn- ingnum. Greinal* um annað efni bíða næsta blaðs. Sjálfstæöi Siðustu dagar hafa verið við- burðaríkir. Alþingi hefur skyndilega verið kvatt saman til að ganga frá samningi við annað riki, Bandaríkin, um flugvöllinn í Keflavik og fram- tíðarrekstur hans. Svo virðist sem mörgum sé dulið hve alvarlegur samning- ur er hér á ferðinni, samning- ur, sem fyrirsjáanlega mun valda gjörl)reytingu í íslenzk- um stjórnmálum inn á við og út á við. Margir eru þeirrar skoðun- ar að þessi samningur við Bandaríkin sé í raun og veru óverulegt atriði og skipti litlu máli liver niðurstaðan verði. Svo er því miður ekki. Hér er um alveg sérstæðan samning að ræða. Hér er verið að semja um stórmál — flugmál og þýð- ingu Islands á því sviði — á þann hátt, að Islendingar eru raunverulega að svipta sig öll- um umráðum þeirra, eftirlits- og hvaðalaust í hendur Banda- ríkjanna, og um leið að skerða yfirráðarétt íslenzka ríkisins yfir þýðingarmesta svæði landsins, Reykj anessflugvellin- um, án þess að fá nein réttindi á móti, og án þess að nokkur nauðsyn íslenzkra hagsmuna réttlæti slíkt yfirráða afsal. ' Það er almennt viðurkennt, að ríki, sjálfstætt og fullvalda, ráði eitt landi sínu og því fólki, sém þar býr eða dvelur. Allir, sem í landinu dvelja, verða að lúta lögum þess, boði og banni og hera skatta og skyldur. Rík- isvaldið ræður því hverjum það veitir landvist og með hvaða skilyrðum. Ríkið hefur eitt yfirráðarétt yfir landi sínu, landhelgi og lofthelgi, þeim fjármunum og því fólki, sem þar er. Takmörk landsvæðisins eru einnig takmörk ríkisvalds- ins, og hefur það því eigi vald til að ráða meðferð manna og málefna utan þeirra takmarka. Þetta er þó ekki án undan- tekninga. Islenzka ríkið skortir sam- kvæmt þjóðarétti vald yfir sumum mönnum, sem í land- inu dvelja, t? d. þjóðhöfðingj- um annarra ríkja, starfsliði dvelja hér á landi, sendiherr- um annara ríkja, starfslið þeirra og fjármunum, meðan þeir gegng störfum og dvelja hér og herskipum og herflokk- um annara ríkja, er hingað koma og eru undir löglegri stj órn Þá nær vald ríkisins út fyrir landsvæði þess um ofannefnda starfsmenn í öðrum löndum. Þegar slíkum undantekning- um sleppir, eru það staðartak- mörk ríkisins, sem ráða vald- sviði þess. Víðtækari undantekningar en hér eru greindar, hafa þó tíðkast í hálfsiðuðum ríkjum, r Islands er þannig að ræðismenn erlendra ríkja hafa haft almenna lög- sögu yfir þegnum síns ríkis, þeim, er þar þar hafa dvalið. Er það víðtækasta undantekn- ingin frá þvi að hver þjóð hafi lögsögu yfir þeim mönnum, sem á landi hennar húa eða dvelja. Aðeins fáum þjóðum hefur verið boðið upp á slíkt, og þá með þeirri röksemd, að þær þjóðir væru ekki menn- ingarlega og siðferðilega þeim vanda vaxnar að fara með slikt vald yfir erlendum mönnum. — Nú er íslendingum boðið upp á slíka kosti af „vinar- þjóð“ og af þjóð, sem hefur skýlaust viðurkennt fullveldi og sjálfstæði landsins. Og Is- lendingar virðast láta svo sem þeim sé mikill sómi sýndur með slíku hoði. I samningsuppkástinu er gert ráð fyrir, að allir bandar- ískir starfsmenn — ótiltekinn fjöldi — skuli undanþegnir skyldum við íslenzkt ríkisvald, lögsögu þess, skyldu til skatt- greiðslu af tekjum sínum,' skyldu til að greiða tolla eða önnur gjöld af neyslu sinni og efni því, útbúnaði, nauðsynj- um eða vörum, sem þeir flytja inn eða. út vegna starfsemi sinnar. Þeir hafa ótakmarkaða heimild til innflutnings á öll- um þeim vörum og tækjum, sem þeir telja sig þurfa að nota. M. ö. o. hér er ríki í rík- inu. Erlend þjóð fær leyfi til að hafa í landi okkar ótiltekinn fjölda þegna sinna, til þess að vinna að framkvæmd hernað- arskuldbindingar, sem Islandi er algerlega óviðkomandi. Og meira að segja húa um sig að eigin geðþótta, umfram nauð- syn þeirrar framkvæmdar, og gera flugvöllinn að ægilegri á- rásarmiðstöð í hugsanlegum hernaði. Þessi erlenda þjóð fær enn- fremur afnot af tilteknu land- svæði fyrir flugvélar, jafnt far- þega- og póstflugvélar sem her- flugvélar, án þess að greiða lendingargjöld. Hún fær ótak- markað og eftirlitslaust að reisa þau mannvirki, sem henni sýnist á íslenzku landi. I samningnum eru fjölda mörg atriði svo óljós, að það hlýtur að valda deilum, hvernig ber að skilja þau. Þannig er talað um flugför, rekin á vegum Bandaríkja- stjórnar og um „umboðsmenn“ hennar. Hvað átt er við með þessu orðalagi er ómögulegt að segja og ógerlegt fyrir Islend- inga að vita hvað af þessum á- kvæðum kann að leiða. Þá eru í samningnum atriði, sem Bandaríkj arikj astj órn er al- gerlega í sj álfsvald sett hvern- ig framkvæmd verða eða hvort þau verða framkvæmd, eins og t. d. brottflutningur hersins, í hættu. þjálfun Islendinga í flugvallar- tækni o. fl. I samningnum er talað um reglugerð, sem stj órn- ir Bandaríkj anna og Islands eigi að koma sér saman um viðvíkjandi afnotum flugvall- arins og um grundvöll hvernig slcipta beri kostnaði. Þetta eru hvorttveggj a svo mikilsverð atriði, ininnsta kosti fyrir Is- lendinga, að stórhættulegt er fyrir þá að eiga um þau nokk- ur eftirkaup. Áð ekki sé talað um þá móðgun, sem Islending- um er sýnd með því að láta annað ríki setja reglur um af- not landsvæðis í þeirra eig- in landi. — Þannig mætti rekja áfram, en hér verður staðar numið. Það er ljóst, að þessi samn- ingur er ekki gerður í þágu ís-, lenzkra hagsmuna. Hann er ekki gerður í anda yfirlýsingar okkar um ævarandi hlutleysi og vopnleysi. Ef við látum hafa okkur til þess er það sama og vígbúnaður íslenzku þjóðar- innar sjáll'rar til árásarstyrj- aldar, enda vafalaust þannig á það litið af öðrum þjóðum. Þeir menn, sem nú berjast fyrir samþykkt þessa samn- ings, eru vitandi eða óafvitandi að stofna íslenzku sjálfstæði og íslenzku þjóðinni allri í ó- fyrirsj áanlega liættu. Þeir eru að gera annan Gamla sáttmála. Og hvaða Islendingur vill, að afleiðingar þess sáttmála end- urtaki sig. 0 Forsætirráðherra leggur nýjan herstöðvasamning fyrir Alþingi. Framh. af 1. síðu. tillagan aftur til umræðu. Stóð sá fundur langt fram á aðfara- nótt sunnudags og lauk með því að málinu var vísað til ann- arar umræðu með 28 atkv. gegn 10 að viðhöfðu nafna- kalli, 14 þingmenn voru fjar- verandi. Með því að vísa mál- inu til annarar umræðu voru: Allir viðstaddir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sex þing- menn Framsóknarflokksins, fimm þeirra með fyrirvara til síðari umræðu og allir við- staddir þingmenn Alþýðu- flokksins. Á móti voru níu þingmenn Sósíalistaflokksins, Lúðvík Jósefsson var ekki kominn til þings, og Hannibal Valdimarsson. Málinu var sið- an vísað til utanríkisnefndar. Alþingi frestað. I gær var reglulegu Alþingi l'restað til 10. okt. Aukaþingið heldur áfram til þess tíma. — Mun ætlunin að samningsmál- ið verði þá leyst. — Ameríku- agentarnir hafa ])annig látið undan síga og ríður nú á að fast sé fylgt eftir.

x

Baldur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.