Baldur


Baldur - 11.10.1946, Blaðsíða 3

Baldur - 11.10.1946, Blaðsíða 3
B A L D U R 3 BALDUR (Vikublað) Árgangur kostar 10 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Halldór Ólafsson frá Gjögri. Ritstjórn og afgreiðsla: Smiðjugötu 13. Síini 80. — Póstliólf 124. Alþýðan — vðrður sjálfstæðisins. Það er aljjýðan — fólkið sjálft — sem á öllum tímum og í öllum löndum, hefur staðið fremst í fylkingu i frelsisbar- áttu þjóðanna, hvort sem bar- ist hefur verið fyrir endur- heimt sjálfstæðis eða gegn því að það væri skert á einhvern hátt af erlendri ásælni og inn- lendri sviksemi, en það tvennt hefur jafnan farið sarrian. Islendingar liafa ekki verið nein undantekning í þcssu efni. Það liefur .saga þjóðarinnar sýnt allan þann tíma, sem hún harðist gegn erlendu valdi, og ekki sízt þegar sú barátta stefndi markvisst að því tak- marki, að endurheímta fullt sjálfstæði. Það er þessvegna engin til- viljun að alþýðan í höfuðborg landsins grípur til öflugasta vopnsins, sem hún hefur yfir að ráða, allsherjarverkfallsins, þegar hún óttast að sctið sé á svikráðum við sjálfstæði lands- ins, og beitir þessu vopni því til varnar. Þegar við lítum á þetta fyrsta allsherjarverkfall, sem háð er á íslandi, þá sjáum við, að íslenzk alþýða stendur nú eins og fyrr einhuga, þegar um sjálfstæði Islands er að tefla. En við sjáum líka annað. Við sjáum að innan samtaka al- þýðunnar hafa ennþá nokkur völd og áhrif þeir menn, sem ekki aðeins sitja á svikráðum við hagsmuni þessara samtaka, heldur við hagsmuni og sjálf- stæði allrar íslenzku þjóðar- innar. Við höfum séð þessa menn heita áhrifum sínum til þess að sundra reykvískri al- þýðu í þessu allsherjarverk- falli, heyrt þá hrópa, hærra en versta landráðahyskið innan í- haldsins, um skrílslæti og ólög- legt verkfall, boðað í heimild- Það átti aðgeraþaðaðbindandi samningi áður en menn liöfðu áttað sig á því. Það kann að vera, að allur landslýður hafi heyrt textann, en að öll þjóð- in hafi séð hann, þar vantaði mikið á, og svo lá mikið á, að þingmennirnir, — þeir am- erísku — ætluðu að samþykkja þennan samning áður en þjóð- in sá hann, hVað þá heldur að luin fengi tækifæri og tíma til að hugsa um hann eða segja sitt álit. Finnst ykkur ekki að hér hafi átt að læðast aftan að þjóðinni? H.K. Síldarverkunarvél reynd á Norðurlandssíld I sumar kom til Siglufjarðar sænskur uppfinningamað- ur, hr. Paul Daníelsson, og hefur hann gert þar tilraunir með vélverkun síldar. Blaðið Mjölnir á Siglufirði skýrði nýlega frá árangri þessara tilrauna og segir, að hann hafi reynst með ágætum. Hér fer á eftir frásögn Mjölnis: „Að undanförnu hefir dvalið hér á Siglufirði sænskur verk- fræðingur og hugvitsmaður, hr. Paul Danielsson. Fór hann héðan áleiðis til Svíþjóðar s. 1. laugardag. Hér hefir liann ver- arleysi. Og það cr ekki aðeins i Reykjavík, sem þessir bak- stungumcnn hafa reynt að heita áhrifum sínum í orðum og verkum. Isfirzkir verka- menn urðu þeirra varir á sið- asta Baldursfundi. Frá því, sem á þeim fundi gerðist, var sagl í síðasta blaði, og þarf því ekki að endurtaka það hér. Hinsvegar er rétt að fólk gleymi því ekki, .að á þcssum fundi börðust lýðræðisjafnað- armennirnir, sem svo kalla sig, gegn því að verkalýðsfélagið krefðist þjóðaratkvæðagreiðslu — fyllsta lýðræðis, sem þekkist — til þess að skera úr stærsta og viðkvæmasta deilumáli, sem nú er á dagskrá þjóðarinnar. Allt þetta sýnir ökkur hver hætta samtökum alþýðunnar, frelsi hennar og hagsæld gr bú- in, ef þessir menn komast þar til valda og áhrifa. Hefðu þess- ir menn nú haft stjói’n Alþýðn- sambands Islands og stærstu verkalýðsfélaganna í Reykja- vík og víðar á landinu, þá er eitt víst. Þessi samtök hefðu EKKI mótmælt samningnum við Bandaríkin, hvað þá að þeir hefðu boðað allsherjar- verkfall til mótmæla og til þess að knýja fram þjóðaratkvæða- greiðslu um þetta stórmál. — Vitanlega hefði alþýðan þrátt fyrir það risið gegn hættunni, en hún hefði þá orðið að berj- ast á tveimur vígstöðvum. Á opinberum vettvangi, gégn sj álf um samningsmönnunum, og innan sinna eigin samtaka, gegn sínum eigin foringjum. — Baráttan hefði af þessum sök- um orðið miklum mun tví- sýnni og miklu líklegra að samningurinn hefði verið sam- þykktur á Alþingi á tveimur til þremur dögum, eins og ætl- unin var að gera. Það var gæfa Islands, að samtök íslenzkrar alþýðu voru ekki í höndum þessara manna og þeir athurðir, sem gerst hafa í þessu máli, sýna mjög á- þreifanlega að það er ekki lengur félagslegt sérmál alþýð- unnar, heldur mál, sem snertir alla þjóðina, að slikir menn missi öll völd innan alþýðu-. samtakanna og nái þeim aldrei aftur. ið að reyna síldarverkunarvél, er hann hefir sjálfur fundið upp, á islenzkri síld. Var hún sýnd opinberlega s. 1. fimmtu- dag á söltunarstöð li. f. Njörð- ur, en þar hafa tilraunir farið fram. Vél þessi er mjög einföld að sjá, svo einföld, að við leik- mennirnir furðum okkur á því, að einhver af öllum þehn spek- ingum, er að síldverkun hala unnið, skyldi ekki hafa fundið hana upp fyrir löngu. — Vélin hausar og slódregur síldina. Er sildin lögð á færiband, sem flytur hana á fjöður, er grípur undir tálknin og heldur henni í skorðum svo hana heri r-étt að skurðarhj óli, sem haussker hana. Um leið og hún flyzt frá hjólinu, þrýsta þar til gerðir armar, sem snúast um ás, á kviðinn, svo slógið þrýstist fram og lendir á milli tveggja „rifflaðra“ ása, er snúast hvor á móti öðrum, og draga það út úr síldinni, sem fellur síðan út af bandinu. — Þrjár stúlkur þarf til að leggja sildina á bandið Afköst vélarinnar eru 220—240 sildar á mínútu. Tak- markast þau m. a. af því, að ekki er hægt að leggja öllu hraðara á færibandið. — Talið er, að um 360 stykki fari í tunnuna af hausskoi’inni og slógdreginni síld. Um vinnu- gæði vélarinnar er það að segja, að hún skilar 97—98% fyrsta flokks vinnu, sem er meira en síldarstúlkui;.gcra yf- irleitt, t. d. sker hún minna og jafnara af síldinni. öryggisútbúnaður vélarinn- ar er mjög fullkominn. Komi það fyrir, sem þó er nær óhugs- andi að maður festi hendinni á færibandinu, sem flytur að skurðarhjólinu, rekst hún á slá, sem liggur þvert yfir band- ið. Stöðvast vélin samstundis. Vél þessi þarf mjög litla hirð- ingu og viðhald. Hún smyr sig sjálf, að mestu leyti, og ræst- ing hennar að lokinni notkun er í því fólgin að sprauta á hana köldu vatni. Skurðarhjól- ið þarf aðeins að hvetja á nokkurra vikna eða mánaða fresti. Bilanir eru mjög sjald- gæfar, enda eru vélar þessar framleiddar af einu þekktasta og viðurkenndasta firma, í Sví- þj óð, Arenco-verksmiðj unum. Slit á vélahlutum er mjög lítið, og þarf því sjaldan að endur- nýja þá. — Vélar af svipaðri gerð, sem notaðar hafa verið í Sviþjóð í 10—11 ár, ganga enn „eins og klukkur“, a,ð sögn. Danielsson, höfundur þess- arar vélar, hefir unnið að upp- finningu sinrii í 'mörg ár. Fyrstu vélina smíðaði hann um 1930, en hefur endurbætt hana margvíslega síðan. Líka þær nú mjög vel. T. d. voru 5 vélar fengnar til Peterliead i Skot- kuidi árið 1939, og hafa reynzt ágætlega. Hafa sex nýj ar vélar verið keyptar þangað til við- bótar síðan stríðinu lauk. Ár- ið 1939 kom Daníelsson liingað - til lands og reyndi þá á Sauðár- króki vél, sem var nokkuð frá- brugðin þessari. Reyndist ó- mögulegt að vinna íslenzka sild í henni. Hinsvegar hefir vél sú, er hér um ræðir, reynzt þannig, að með smávægilegum breytingum vinnur hún is- lenzku síldina, sem er þykkari, harðari og stærri en sú skozka og sænska, betur en síldar- stúlkur gera almennt, að áliti fróðustu manna um síldverkun hér. Danielsson liefir einnig fundið upp vél, sem kverkar og slódregur sild. — Hefir hún reynst ágætlega i Svíþjóð, og er nú verið að reyna liana á slcozkri sild. Gerir hann ráð fyrir að koma e. t. v. með liana hingað til reynslu næsta sum- ar. Einnig hefir hann á prjón- unum vél til að hagræða síld- inni fyrir kverkunar- og liaus- skurðarvélarnar, svo ekki þurfi nema eina stúlku við hverja, en með núverandi fyr- irkomulagi þarf þrjár, eins og áður er getið. Eigandi vélar þeirrar, er hér var reynd, er sænsku sam- vinnufélögin, og er hún reynd hér að frumkvæði þeirra. — Fulltrúi þeirra, Harry Jansson aðstoðaði Danielsson við til- raunirnar. Verð vélanna er 10—12 þús. kr. sænskar. Munu allmargir ís- lenzkir saltendur þegar liugsa gott til glóðarinnar að afla sér þessara' stórvirku tækja fyrir næstu síldarvertíð. Er vonandi, að úr því verði, því ekki sæm- ir, að sildverkunaraðferðir hér, i einu mesta síldveiðilandi heimsins, séu áratugi á eftir tímaniim. Ættu þeir þá uni leið að grípa tækifærið til að breyta stöðvunum til nútíma- fyrirkomulags, en þrifnaði, hirðingu á úrgangi, vinnuskil- yrðum og allri umgengni á þeim mun vera i meira lagi á- bótavant, samanborið við það, sem bezt gerist annarsstaðar“. TÓM HÁRVATNSGLÖS keypt góðu verði. Harry Herlufsen, rakari. SNEMMBÆR KÝR til sölu nú þegar A. v. á. Prentstofan Isrún h. f.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.