Baldur


Baldur - 11.10.1946, Blaðsíða 4

Baldur - 11.10.1946, Blaðsíða 4
4 B A L D U R Bréf ráðherra Sósíalistallokksins um þingrof og nýjar kosningar. Reykjavík, 7. okt. 1946. Með skírskotun til yfirtýsingar Sósíalistaflokksins vilj- um vér hérmeð tjá yður hæstvirtur forsætisráðherra, að við lítum svo á, að yður beri að leggja til við forseta Is- alnds, að Alþingi verði rofið og efnt til nýrra kosninga. Væntum vér 'þess, að þér biðjist lausnar fyrir allt ráðu- neytið, þar sem grundvöllur stjórnarsamstarfsins er ekki lengur til. Að öðrum kosti óskum við þess, að þér biðjist lausnar fyrir okkur undirritaða. Brynjólfur Bjarnason. Áki Jakobsson. Tilbod óskast í Chevrolet vörubíl, model 1942. Ný vél getur fylgt. Rétt- ur áskilinn til að taka hvaða tilbbði sem er eða hafna öll- um. Upplýsingar gefur Sigurður Hannesson, sími 217, ísafirði. Meirihluti Alþingis gegn einróma kröfum þjóðar- innar. Framhald af 1. síðu. skrártillaga frá Sigfúsi Sigur- hjartarsyni og Hannibal Valdi- marssyni, þar sem lagt var til að málið yrði tekið af dagskrá vegna ónógs og ófullkomins undirbúnings og þingmönnum þar með gefinn kostur á að at- huga það betur. Dagskrártillagan var felld að viðhöfðu nafnakalli með 39:12 atkv. Með tillögunni greiddu atkvæði allir þingmenn Sósíal- istaflokksins og tveir þing- menn Alþýðuflokksins, þeir Gylfi I5. Gíslason og Hannihal Valdimarsson, en á móti voru allir j)ingmenn 'Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknar- flokksins og sex j)ingmenn Al- jjýðuflokksins. Barði Guð- mundsson sat hj á og j)að gcrði hann við allar atkvæðagreiðsl- ur í j)essu máli. Þá var gengið til atkvæða um hreytingartillögu Framsóknar- flokksins, og voru j)ær felldar að viðhöfðu nafnakalli með 27: 24 atkv. Já sögðu allir þing- menn Sósíalistaflokksins, þing- mcnn Framsóknarflokksins allir nema Jónas frá Hriflu, og Gylfi og Hannibal, en nei sögðu sjálfstæðismenn, 6 Alj)ýðu- flokksmenn og Jónas frá Hriflu. Alþingismennirnir Gylfi Þ. Gíslason og Hannihal Valdi- marsson lögðu fram sérálit. — Fóru hreytingatillögur þeirra að nokkru í sömu átt og breyt- ingatillögur Framsóknar- flokksins, en gengu þó lengra. T. d. var J)ar ákvæði um að fasteignir Bandaríkjanna í Hvall'irði skyldu vera eign ís- lenzka rikisins. Atkvæða- greiðsla úm J)essa tillögu fór á sama veg og um tillögu Fram- sóknarflokksins, hún var felld að viðhöfðu nafnakalli með 27:24 atkv. Atkvæðagreiðslan um til- lögur Einars Olgeirssonar, sem áður er getið, fór þannig, að þær voru, eins og báðar fyr- nefndar tillögur, felldar með sama atkvæðamun og atkvæð- um sömu J)ingmanna með og móti. Síðan voru breytingatillögur meirihluta utanríkismála- nefndar bornar undir atkvæði og samj)ykktar með 39:1 atkv. Að jæssum atkvæðagreiðsl- um lokið var gengið til at- kvæða um samningsuppkastið sjálft með samþykktum hreyt- ingum meirihluta utanríkis- málanefndar. Fór sú atkvæða- greiðsla fram með nafnakalli. Já sögðu allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins, tuttugu að tölu, AlJ)ýðufIokksmennirnir Finnur Jónsson, Emil Jónsson, Sigurjón Ólafsson, Stefán Jó- hann Stefánsson; Ásgeir As- geirsson og Guðm. I. Guð- muudsson. Nei sögðu allir J)ingmenn Sósíalistal'lokksins, framsókriarmennirnir Helgi Jónasson, Hermann Jónasson, Páll Zóphaníasson, Páll Þor- steinsson, Skúli Guðmundsson, Bernhard Stefánsson og Bjarni Ásgeirsson, og AlJ)ýðuflokks- þingmennirnir Gylfi Þ. Gísla- son og Hannibal Valdimarsson. Barði Guðmundsson grciddi ekki atkvæði. Sósíalistar heimta þingrof og nýjar kosningar. Þegar atkvæðagreiðslu j)ess- ari var lokið kvaddi Brynjólf- ur Bjarnason, menntamála- ráðherra sér hljóðs. Sagði ráðherrann, að Al- J)ingi hcfði með samþykkt J)essa máls farið inn á leiðir, sem væru í algerðri andstöðu við vilja J)jóðarinnar í J)essu máli,eins og hann kom fram í kosningunum í sumar, og væri grundvöllur stjórnarsamstarfs- ins J)ví rofinn. Því næst sagði ráðherrann orðrétt: „Fyrir því gerir Sósíal- istaflokkurinn þá kröfu til hæstvirts forsætisráðherra, að hann leggi til við forseta íslands, að þingið verði rof- ið og efnt til nýrra kosn- inga, þar sem Sósíalista- flokkurinn hefur lýst yfir því, að grundvöllur stjórn- arsamstarfsins sé ekki leng- ur til og ráðherrar hans munu því ekki lengur sitja í þessari stjórn. Mun hann nú rita hæstvirtum forsæt- isráðherra bréf og óska þess, að hann biðjist lausn- ar fyrir ráðuneytið“. Er menntamálaráðherra hafði svo mælt, kvaddi forsætisráð- herra sér hljóðs og lýsti yfir því, að enda þótt hann gæti ekki fallist á rök Sósíalista- flokksins fyrir þessari ákvörð- un myndi hann að sjálfsögðu taka bréf hans til athúgunar tafarlaust, er það bærist, og síðan taka sínar ákvarðanir. Endemis undirbúningur, málsmeðferð og afgreiðsla. Hér hefur nú verið lýst loka- j)ætti j)cssa stórmáls og af- stöðu fulltrúa þjóðarinnar til j)ess. Um þetta mál hafa orð- ið harðari deilur en um nokk- urt annað mál, sem á dagskrá hefur verið hin siðari ár, og það má hiklaust fullyrða, að ekkert mál hefur verið sam- þykkt á Alþingi gegn jafn ein- dregnum mótmælum þjóðar- innar, og einmitt þetta. Meiri- hluti alþingismanna hefur með samj)ykkt J)ess hrotið í ber- liögg við sj álfsögðustu lýðræð- isreglur, með J).ví að neita þjóð- aratkvæðagreiðslu um það. En j)að er ekki aðeins afgreiðsla J)essa máls lieldur og allur undirbúningur J)ess og með- ferð, sem er með þeim endem- um, að J)ess eru sem betur fer fá dæmi í íslenzkri stjórnmála- sögu. Við undirbúning málsins eru íslenzk lög j)verbrotin. — Samningurinn í sinni upþhaf- legu mynd er gerður af einum manni af liálfu Islendinga og ekki kvaddir til samstarfs aðrir alþingismenn en þeir einir, sem tryggt er að vilja gangá scm lengst á móti kröf- um hins samningsaðilans. Mál- ið á síðan að afgreiða í flaustri, án þess þingmönriúm gcfist kostur á að athuga J)að. Þetta teksl að hindra með einróma mótmælum þjriðarinnar. Þá er gripið til J)ess ráðs að gera á samningnum „óverulegar orða- lagshreytingar“, eins og æst- ustu fylgismenn hans hafa lýst því, og með J)eim breytingum er samþykkt á Alþingi að gera þennan samning; fyrsta mikils- verða samninginn, sem lýð- veldið Island gerir við erlent ríki. A J)ví er enginn efi, að samn- ingurinn er gerður í óþökk yf- irgnæfandi meirihluta þjóðar- innar, og enginn getur sagt hverjar afleiðingar hans verða. -------o------ Arngr. Fr. Bjarnason, kaupmaður, varð sextugur 2. J). m. Nýr "Svíþjóðarbátur er fyrir nokkru kominn til SúðaVíkur. Báturinn heitir Jón Valgeir og er eign Gríms Jóns- sonar í Súðavík. Báturinn er að sjá vandað og myndarlegt skip. Bólusetning gegn barnaveiki er nýlega lokið hér í hænum. GLANSSTIGVÉL l'yrir kvenfólk, unglinga og hörn, allar stærðir. Mjög ódýr. Verzl. J. S. Edwald. JÓN GRlMSSON MÁLAFLUTNINGSMAÐUR LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI Pósthólf 03 Fyrirliggjandi: Balatareimar 1” til og með 6” Reimlásar no. 27 — 35 — 45. Reimvax. Asbestpakningar, plötur og Jiráður. Herlculespakningar 2 og 3 m/m Grafitþráður. Tólgarpakning. Sísaltóg 1” til 2i/2” bezta teg. (Waterproof) Dragnótatóg. Verzlun J. S. Edwald. HÚS TIL SÖLU. Húseignin Aðalstræti 32 hér i hænum (Jóns sál. Hróbjarts- sonar) ásamt tilheyrandi eign- arlóð, fæst til kaups, ef viðun- andi tilboð fæst í hana. — Und- irritaður tekur á móti tilboðum og gefur l'rekari uþþlýsingar. Jón Grímsson Aðalstræti 20. LÖGTAK hefur í dag verið úrskurðað á ógreiddum þinggjöldum í Isaf j arðáísýslli og kaupstað, sem fallið liafa í gjalddaga á árinu 1946. Lögtök mega hefjast 8 dög- um eftir birtingu þessa úr- skurðar, og er þvi skorað á alla þá, sem enn skulda, að greiða nú Jiegar. Þeir, sem ekki hafa ennjiá vitjað um kjötuppbótina, sæki liana í bæjarfógetaskrifstofuna á Isafirði/en til hreppstjór- anna 1 sveitunum. Skrifstofu Isafj arðarsýslu og kaupstaðar 4./10. 1946. Jóh. Gunnar Ólafsson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.