Baldur - 25.05.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 25.05.1950, Blaðsíða 1
BALD XVI. ÁRG. Isafjörður 25. maí 1950. 11. tölublað. Verkalýðsfélögin krefjast gagnráðstafana Þróttur á Siglufirði og Hlíf í Hafnarfirði skora á stjórn Alþýðusambands Islands að hefjjast handa gegn árásum gengislækkunarst j órnarinnar. Þríflokkarnir allir hafa margs'innis í vetur fellt til- \lögur sósíalista um 20% upp bætur á ellilaun og örorku- bætur. Nglega var svo lagt fram frumvarp frá ríkisstjórn- inni um 10% uppbætur til júníloka í ár, OG 5% EFTIR ÞAÐll Er þetta einstæð móðgun við það fólk sem lægstar tekjur hefur í þjóð- félaginu, á sama tima og ríkisstjórnin taldi sér þó ekki fært að gréiða opinber- um starfsmönnum, sumum hálaunuðum, minna en 10— 17% uppbætur. Eins og vœnta mátti hal'a verkalýðsfélögin nú hafizt handa og búizt til varnar gcgn taumlausri árás gcngisla'kkun- arstjórnarinnar. Hafa 2 þeirra, verkamannafélögin Þróttur ¦ á Siglufirði og Hlíf í Hafnarfirði i'iinnið á vaðið og samþykkt tillögur þær sem hér fara á eftir: Samþykkt Þróttar á fclags fundi 15. þ.m.: „Þar sem nú liggur ljóst fyrir að gengislækkunin hefur orsakað gífurlegá verðhækkun á öllum erlcndum vörum, og þar sein ýmsar nýjar ráðstafanir Alþingis og ríkisstjórn- ar orsaka áfrámhaldandi vaxandi dýrtíð, samþykkir fund- urinn að krefjast þess af miðstjórn Alþýðusambands Is- lands að hún nú þegar, eða svo fljótt sem því verður við komið sendi verkalýðsfélögunum tillögur sínar og ábend- irigar um hvað hún ætlist i'yrir i launamálumim. Fundurinn tclur að nú þcgar sé orðinn óheyrilegur dráttur á því hjá miðstjórn A.S.I. að senda verkalýðsfél. tillögur um þessi mál, og vill alveg sérstaklega undirstrika það, að óhugsandi er að verkalýðsfélögin láti hinar óheyri- legu árásir ríkisvaldsins á lífskjör verkalýðsins þegjandi fram hjá scr fara, hcldui; hljóti þau fyrr eða síðar að grípa til gagnráðstafana". Samþykkl Hlífar á félagsfundi 1(5. þ.m. „Fundur haldinn í verkamannafélaginu Hlií' þriðju- daginn 16. maí 1950, telur að hin stórkostlega verðhækkun á nauðsynjavörum, sem orðið hel'ur að undanförnu, haí'i svo geigvænlcga rýrt lífskjör verkamanna að óhjákvæmi- legt sé að vcrkalýðssamtökin geri nú þegar eða bráðlega gagnráðstafanir með því að knýja í'ram kauphækkanir og nauðsynlegar öryggisráðstafanir. Með tilliti til þessa og niðurstöðu verkalýðsráðstefnu Alþýðusambands Islands, dagana 12.—14. marz s.l. skorar fundurinn á miðstjórn Alþvðusambands Islands að boða til fundar í Reykjavík fyrir 1. júní 1950 með formönnum allra þeirra vcrkalýðfélaga scm hafa lausa samninga og hafa samræmt uppsagnarákvæði samninga. Verði verkefni þess fundar að velja tíma til sameiginlegra aðgerða í kaup- gjaldsmálununi". Fyrsla landflugvélin lendir á ísafirði. S.l. mánudagsmorgun um kl. 8 lenti tveggja manna flug- vél á Skipeyrinni. Flugvélin á heima i Reykjavik. Eigandi hennar er Björn Pálsson, flug- maður, stýrði hann henni sjálf- ur og var með einn farþega. Björn Pálsson er ókunnugur staðháttum hér, þrátt fyrir það tókst lendingin ágætlega, enda þarf flugvélin ekki nema ca 55 metra til að lenda og ca. 60 metra til að hefja sig til flugs. Flugvélin flaug aftur til Reykjavíkur eftir stutta við- dvöl. Þetta er fyrsta landflugvélin, sem hér lendir. Mál og menning I s.l. mánuði sendi Mál og menning frá sér þrj ár nýj ar félagsbækur. Lífsþorsta, sög- una um hollenska málarann Vincent Van Gogh, síðara bindi, sem er þriðja félagsbók- in árið sem leið. Endurminn- ingar Nexö (þriðja bindi) og Hugsjónir og hindurvitni, tvær fyrstu bækur þessa árs. Tíma- ritshefti er löngu fullbúið til prentunar, en er enn ekki kom- ið út vegna vöntunar á pappír. Ætlunin er að þriðja félags- bókin í ár verði Hetjukvæði Eddu, útgefin með bókmennta- legum skýringum af Jóni Helgassyni, prófessor í Kaup- mannahöfn. Dtgáfa þessi verð- ur við alþýðuhæfi og áreiðan- lega kærkomin ölluni bókavin- ipi. Sökum aniia útgefandans, prófessors Jón Helgasonar, er þó, því miður, ekki víst, að bókin verði tilbúin það snemma, að min geti orðið fé- lagsbók á þessu ári, en hún verður þá félagsbók næsta ár, og önnur bók kemur í hennar stað í ár. Frá því að bókmenntafélag- ið Mál og menning var stofnað sumarið 1937, hefur það gefið út 38 ba'kur, auk þess ársritið Rauða penna III. og IV. árg., sem komu út 1937 og 1938 og Tímaritið, sem komið hefur út árlega síðan 1941, 16—20 arkir á ári. Það er löngu viðurkennt, að félagsbækur Máls og menning- ar bera af öðru, sem út er gef- ið hér á landi, bæði að frá- gangi, bókmennta- og menn- ingargildi. Rauðum pennum og Tímaritinu má skipa á bekk með hinum beztu tímaritum, sem þjóðin hefur átt, og svo ó- metanlegt gagn hafa unnið fyr- ir menningu hennar og þjóð- frelsisbaráttu. Einnig er kvennatímaritið Mclkorka gef- ið út á vegum Máls og menn- ingar, en er ekki félagsbók. Þá er vert að geta þess, að bókaútgáfan Heimskringla er í tengslum við Mál og menningu, er nýtur ágóðans af sölu þeirra bóka, sem Heimskringla gefur út. Einnig fær Mál og menn- ing allan ágóða af Bókabúð Máls og menningar i Reykja- vík. Jafnhliða þessu njóta fé- lagsmenn i Máli og menningu þeirra hlunninda að fá útgáfu- bækur Heimskringlu með 10% afslætti. Birtist á öðrum stað hér í blaðinu listi yfir nokkrar nýjustu Heimskringlubækur með útsöluverði og afslætti til félagsmanna. Heimskringla er eitt af vin- sælustu útgáfufyrirtækjum hér á landi, hefur ætíð gefið út úr- valsbækur, þar á meðal heims- fræg listaverk eins og Barn- æska mín, eftir Maxim Gorki, Ditta mannsbarn, eftir Martin Andersen Nexö og er nú að gefa út hina frægu og dásam- legu skáldsögu Jóhann Kristó- fer, eftir Romain Rolland í á- gætri þýðingu Þórarins Björns sonar, skólameistara á Akur- eyri. Félagsgjald í Máli og menn- ingu er nú 50 krónur á ári. Fyrir þetta gjald, sem er verð á einni meðalstórri bók, fá fé- lagsmenn þrjár úrvals bækur auk Tímaritsins. Hér er því um einstök kosta kjör að ræða, sem sjálfsagt er fyrir almenn- ing að notfæra sér, ekki sízt nú, þegar ill stjórn, marsjall- sanmingur og önnur óáran kreppir svo kjör manna að spara verður hvern eyri. Umboðsmaður Máls og menn- ingar hér á Isafirði er Magnús Guðmundsson, Mángötu 5, og geta þeir, sem gerast vilja fé- lagsmenn, snúið sér til hans.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.