Baldur - 08.06.1950, Blaðsíða 1

Baldur - 08.06.1950, Blaðsíða 1
BALDU IIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIMIMIMIMIMIMIMIMIIIIIIIM Gullfoss XVI. ARG. Isafjörður, 8. júní 1950. 12. tölublað. Alvarlegt ástand í atvinnumálum Togbátar héðan leggja afla sinn upp í Hníf sdal og Bol- ungarvík á sama tíma og stærsta hraðfrystihúsið í bænum stendur aðgerðarlaust. Þetta ófremdarástand sviptir fjölda verkafólks í bæn- um atvinnu. Bæjarstjórn verður að láta til sín taka í þessu máli og öðru er f iskverkun varðar. Lífæð bæjarins. Það má með fullum rétti segja, að sjávarutvegur sé líf- æð ísafjarðar, og sú atvinnu- grein, sem afkoma bæjarhúa og bæjarfélagsins byggist ein- vörðungu á. Um aðrar atvinnu- greinar, t.d. landbúnað og iðu- að, er í raun og veru ekki að ra>ða, og valda því staðbættir, vöntuu á raforku og, nú á sið- ari árum, skortur á hráefni. Hinsvegar lifa nokkrir bæjar- búar á verzlun og viðskiptum, en afkoma þcirra er háð al- mennri kaupgetu, sem aftur á móti byggist á viðgangi aöalaí- vinnuvegs bæj arbúa, útgerð- inni, og sama gildir að veru- legu leyti um þær atvinnu- greinar, sem fyrr eru nefndar, enda þótt þær væru möguleg- ar af öðrum ástæðum. Stærsta hraðfrystihúsið aðgerðarlaust. Með tilliti til þeirra stað- reynda, sem hér hafa verið rifjaðar upp, og allir þckkja og viðurkcnna, cr fyllsta á- stæða til að' íhuga alvarlega það ástand, sem nú ríkir hér í atvinnumálum, sérstaklega í sambandi við sjávarútveginn. Það er ömurlcgur veruleiki, að nokkvir af þeim fáu skipum, sem héðan hafa gengið og ganga á togveiðar í vor og sum- ar, skuli leggja afla sinn upp í næstu verstöðvum, Hnífsdal og Bolungarvík, vegna þess, að ekki er hægt að taka á móti honum hér. En á sama tíma er stærsta' hraðfrystihús bæj arins aðgerðarlaust og hefur verið það í allan vetur. Hér er ekki aðstaða til að skýra orsök l^essa ófremdar ástands, en af- leiðingarnar blasa við ,allra augum. Fiskur, sem skip héð- an afla og verkafólk hér ætti að hafa atvinnu við að verka, er fluttur til vinnslu í önnur pláss, í stað þess að leggja hann upp hér og nota til vinnsl unnar þau tæki, sem til eru í hæinim. Bæjarstjórn verður að hef jast handa. Ba'jarstjórn getur alls ekki setið aðgerðarlaus í þessu máli. Hún verður eitthvað að aðhafast. Ákveðnar tillögur um hvað gera skal, verða ekki lagðar fram hér, en það virðist augljóst, að úr því verður að fá skorið hvernig á því stendur og hverra sök það er, að sta>rsta hraðfi*ystihúsið í bæn- um er aðgerðarlaust á sama tíma og t.d. Einar Guðfinnsson í Bolungarvík er að stækka sitt hraðfrystihús, vitanlega með það fyrir augum að geta tekið á móti meif i fiski. Að fengnum slíkum nauðsynlegum upplýs- ingum, verður að knýja á þá aðila, sem hlut eiga að máli, að hefja þegar starfrækslu um- rædds hraðfrystihúss, en séu þeir ekki færir til þess, þá verður að leita annarra ráða til þess að það geti tekið til starfa. og fyrir því verður bæj- arstjórn að beita sér. Hér skal ekkert um það sagt, hvernig þetta mál er í pottinn búið, eða hvort bærinn eða aðrir aðilar hér hafa bolmagn til að hefja rekstur þessa hrað- frystihúss. 1 þessu sambandi má t.d. benda á, að s.l. vetrar- vertíð ábyrgðist bæj arsj óður mismun aflahlutar og trygging- ar fyrir útgerðarfélögin, og vegna þessarar ábyrgðar verð- ur nú að j afna niður á útsvars- gjaldendur í bænurti kr. 150 þús., og mun þó ekki hrökkva til. Það er fullkomlega réttmæt krafa, að ríkið greiði bænum þessa fjárhæð, sem hallæris- Býður hafnarsjóður út skuldabréf alán ? A hafnarnefndarfundi 2. þ. m. skýrði formaður frá því, að á fjárlögum séu 100000,00 kr. áætlaðar til hafnargerðarinnar á Isafirði. .Er því nauðsynlegt að útvega allt að kr. 400 þús. lán, til þess að fullgera hluta af mannvirkinu á þessu ári. Nefndin samþykkti eftirfar- andi: „Hai'narnefnd samþykkir að fara fram á við vitamálastjóra, að hann mæli með því við rík- isstjórnina að ríkissjóður á- byrgist allt að 400,000,00 kr. lán til hafnarsjóðs til hafnar- framkvæmdanna til 10 ára með 6% ársvöxtum. Að feng- inni ríkisábyrgð verði boðin út skudabréfalán, sem skiptist í þrjá flokka. I. flokkur bréf að upphæð kr. 5.000,00, II. flokk- ur að upphæð kr. 1.000,00 og III. flokkur bréf að upphæð kr. 500.00. Hafnarnefnd felur formanni að fara til Reykjavikur og vinna að því að ríkisábyrgð fá- ist, eða ráðstafa því á annan hátt". Hafnarnefnd hefur með þessu ákveðið að afla fjár til hafnargerðarinnar á sama hátt og Hafnfirðingar gerðu með góðum árangri til hafnargerð- arinnar hjá sér. Er þess að vænta að ríkisstjórnin verði við beiðninni um ríkisábyrgð, ekki síst þegar hún sker fram- lag til hafnarinnar svo við nögl sér, sem raun ber vitni um, og hefur veitt Hafnarfj arðarbæ samskonar ábyrgð. Og því verður að treysta, að bæjarbú- ar brcgðist vel við og kaupi skuldabréfin, ef til kemur. Það er mjög þýðingannikið fyrir sjávarútveginn, allan at- vinnurekstur, sem á honum byggist, og þar með afkomu bæjarbúa yfir höfuð, svo og fjárhag hafnarsjóðs, að hafn- argerðinni verði sem fyrst lok- ið. | hið nýja skip Eimskipafé-| |lags Islands, kom hingað til 1 |lsafjarðar 26. maí s.l. Skip-| |ið fór ekki inn að bryggju,| |en lagðist úti við hafnar-| | merki. | | Stjórn félagsins bauð á| fannað hundrað manns um| |borð í skipið, til þess að| |skoða það og þykkja veit-| | ingar. | | Guðmundur Vilhjálms-s |son, framkv.stj. félagsinsi |bauð gesti velkomna. Jó-| |hann Gunnar Ólafsson, bæj-| |arfógeti og Matth. Bjarna-| |son, forseti bæjarstjórnar,| |fluttu ávörp og Karlakór| flsafjarðar söng. Margir aðr-| |ir bæjarbúar skoðuðu skipið| ¦ MIIIIIIIMIIIIMIIIIMIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMI styrk, þar sem hér ríkti full- komið hallæri til sj ávarins um- rædda vertíð, og þá er það ekki síður sanngirniskrafa að ríkið hj álpi um leið til þess, að oft nefnt hraðfrystihús taki til starfa, ef slíkrar hjálpar reyn- ist þörf. Aðstöðu til saltfiskverk- unar verður einnig að bæta. Þá er ekki síður nauðsynlegt, að eitthvað sé gert, til þess að bæta aðstöðu til saltfiskmót- töku og saltfiskverkunar hér i bænum, og er eðlilegast að bæj arstjórn láti einnig til sín taka í því efni. 1 sumar hafa nokkr- ir togarar úr Reykjavík lagt hér upp saltfisk og er senni- legt að fleiri gerðu það, ef skil- yrði væri til móttöku. Saltfisk- verkun veitir mikla atvinnu og er fullkomlega réttmætt, að ó- arðbær verkefni,. sem bærinn hefur ákveðið að vinna, séu látin sitja á haganum, ef þörf krefur, en því fé, sem til þeirra cr áætlað, varið til þess að bæta aðstöðuna til fiskverkun- ar. En eitt er sérstaklega nauð- synlegt í þessu efni og það er, að lokið sé við uppfyllinguna í Neðstakaupstað, eins og bæj- arstjórn og hafnarnefnd hafa samþ. að beita sér fyrir að verði gert. Mest aðkallandi verkefni. Hér hefur verið drepið á bráðnauðsynleg verkefni, sem úrlausnar kref jast þegar í stað. Verkefni þessi verða ekki unn- in nema með sameiginlegu á- taki bæj arstj órnar og bæjar- búa og aðstoð lánstofnana og ríkissjóðs. Það er krafa al- mennings í bænum, að ráðið verði fram úr þessum málum, og þessvegna verður að gera allt til þess að það megi takast.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/1012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.